Félagsbréf - 01.09.1964, Page 38

Félagsbréf - 01.09.1964, Page 38
einkar fróðlegt að fá frá fyrstu hendi vitneskju um 'þessar skoðanir tón- skálda á hinum ýmsu tímabilum í tón- listarsögunni. Það sem ég hef hér í huga er það, hvað „framfarasinnar“ nefndu stefnur sínar á ýmsum tímum. Um árið 1300 kom upp stefna í tón- listinni sem fékk nafnið Ars Nova (ný list). Nafnið á stefnunni var af fylgjendum hennar valið af nauðsyn til aðgreiningar frá þeirri stefnu sem á undan gekk og gefið var nafnið Ars Antiqua (gömul list). Það hefur sýnt sig, að hafi límabil í tónlistarsögunni átt skilið nafnið Ars Nova, þá var það þetta. Á tímahili þéssu komu fram það nýstárleg fyrirbrigði á sviði lónsköp- unar, að mannkynið varð að bíða í u.þ.h. sex aldir til að verða vitni að hliðstæðum þeirra. Hljóm- og hljóð- fallsauðgi sú, er opinberaðist í allmörg- um tónverkum frá þessunr tíma, gefur það skýlaust til kynna, að hér voru á ferðinni næstum óhugnanlega djarfir hyltingarsinnar. Þetta tímabil var stutt, tæplega ein <">ld, en ef eftirkomandi kyn- slóðir hefðu tekið upp þær hugmyndir sem þarna komu fram og hagnýtt sér þær, er það vitað mál að aldrei liefði verið jarðvegur fyrir tónlist >á horð við þá er Bach og Beethoven rituðu. Margt er einkennilegt í sögunni, og í dag verðum við að líla svo á, að heim- urinn hafi alls ekki verið undir það búinn að meðtaka hinar nýstárlegu hugmyndir sem Ars Nova tónskáldin höfðu fram að færa. Þetta þarf sann- arlega ekki að rýra gildi hugmynd- 34 FÉLAGSBRÉF anna, og gerir það síður en svo þegar það er sannað mál að allir þeir „spá- dómar“ sem upp komu á Ars Nova tímabilinu áttu eftir að. rætast síðar, þc á sumum sviðum yrði það ekki fyrr en á 20. öldinni. Það væri mjög æski- legt að þeir, sem harðastan dóm leggja á nútímalist, gæfu sér tíma til að íhuga Ars Nova hreyfinguna í lrrakklandi á 14. öld. Það er mjög sennilegt að slíkir menn muni finna eitthvað sam- eiginlegt með sér og almenningsálit- inu á þeim tíma, sem hvorki hafði full- komlega rétt né fullkomlega rangt fyrir sér þegar það kvað upp sinn dauðadóm yfir Ars Nova stefnunni. Nú skulum við stökkva fram a við í tónlistarsögunni og staldra við upphaf 17. aldar, en þar erum við komin að merkum tímamótum. Tímabil það sem hér er að hefjast dregur nafn sitt af bók sem inniheldur söngtónlist og var hún útgefin árið 1602. Bók þessi ber nafnið Nuove Musiche (ný tónlist). Enn einu sinni ný tónlist- Það sem sérstaklega er vert að minnast á í sambandi við þessi aldamót er, að með tilkomu þessarar nýju tónlistai koma fram ný og meikileg tónlistar- form. Óperan á hér vöggu sína og sömuleiðis óratórían og kantatan. Hér hófst einnig nið svoneftida Burok tímabil sem reis hæst með verkum meistarans J. S. Bach. Enn skulum við bregða okkur fram á við og stað- næmast við seinustu aldamót, líta 11111 öxl og reyna að gera okkur grein fýr,r ýmsu sem gerzt 'hefur síðan Nuove

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.