Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 39

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 39
Musiche kom fram á sjónarsviðið. Ég iriun nefna ártöl í sambandi við ýms- ar „stefnur“ en vil taka það fram, að slík ártöl eru aldrei nákvæmleg. Barok tímabilið telst frá 1600 til 1750. Tímabil þetta einkennist öðru fremur af tilþrifamiklum tónsmíðum, bæði kirkjulegum verkum svo og leik- húsverkum. Andstæður voru undir- strikaðar og flest var stórt í sniðum. Klassíska tímabilið tekur við af Barok og telst það frá 1750 til 1820. En á mót- Um barok- og klassíska tímans er hið svonefnda Rokoko tímabil. Nafnið á Massíska tímabilinu er tekið frá Grikkj- u®, eðli þess er svo til hið sama og Appollo-kúltúrsins á sínum tíma: hlutlægni, hófstilltar tilfinningar, skýr- 'eiki í formbyggingu. Rómantíska b'mabilið, sem er hliðstæða við dion- ysrska-kúltúrinn hjá Grikkjum, tekur Vlð af því klassíska, og er Sdhubert (1797—1828) venjulega nefndur sem tengiliður milli þeirra. Rómantíska Bmabilið er talið spanna rúma öld. Ég U’un aðeins nefna lítið eitt af því sem ^1£egt er að tína til sem einkennandi fyrir Þessa stefnu. Tónskáldin verða per- s°nulegri og auðþekkjanlegri en áður hefur tíðkazt. Schubert, Chopin, Men- delssohn og Bralims, svo einhverjir séu Uefndir. Formbygging er á þessum tlrtla mun frjálsari en áður, tilfinninga- Semin er í algleymingi, og blæðandi 1‘j eirta bærist í brjósti sérhvers tón- "kálds. Vinsæl verkefni skálda og tón- skálda verða hið yfirnáttúrlega (töfr- ar- draugar, álfar, galdramenn og nornir). Á nítjándu öldinni fara að spretta upp þjóðleg tónskáld (Rússar, Norðmenn, Ungverjar og fleiri). Nú höfum við fengið nasasjón af þessum tímabilum frá 1600, en við eigum eftir að ‘heimsækja vöggu óper- unnar aftur eftir stutta stund. Á síðustu áratugum 19. aldarinnar fer að bóla á nýjum stefnum í tón- sköpun, en til þess að við getum gert okkur einhverja grein fyrir eðli þeirra, verðum við að kynna okkur einn þátl tónsköpunar næslu þrjár aldir á undan. Hér er um að ræða þróun þá sem notkun samhljóma hefur tekið. Ég er þeirrar skoðunar að tónsmíðastefnur þær, sem vekja upp spurninguna í upphafi þessarar greinar, eigi einmitt rætur sínar að rekja til þess öngþveitis sem skapaðist í notkun hljóma og hljómsambanda í lok seinustu aldar. Átta svokallaðar kirkjutóntegundir voru undirstaða tónlistarinnar frá upp- hafi og til u.þ.b. 1600, en þá fer að bera á aukinni notkun tónstiganna sem við nefnum dúr og moll. Yfirgnæfandi notkun á þessum tveimur tónstigum, í stað átta áður, leiddi það af sér, að tón- skáldin fóru að einbeita sér að svo- nefndri hljómþróun (chord progres- sion) í tónverkum sínum. ítarlegar rannsóknir á verkum Bachs hafa leitt í ljós, að hjá honum var þessi hljóm- þróun komin í allfastar skorður. Það kom í ljós, að hægt var að setja upp töflu vfir það sem kalla mætti „nor- mal“ hljómþróun í verkum meistarans. Þetta þýðir síður en svo að Bach hafi FÉLAGSBRÉF 35

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.