Félagsbréf - 01.09.1964, Side 44

Félagsbréf - 01.09.1964, Side 44
framan eru nákvæmlega hin sömu og Bach og Beethoven liöfðu til umráða, en Iþróunarsaga tónlistarinnar kemur 'þeim nútímatónskáldum sem stranglega aðhyllast raðtæknina, að engu gagni. Við viljum, allflest, trúa því að tónlist sé skrifuð fyrir manninn, og fyrir tilfinningar vorar fremur en vitsmuni. Tilfinningar vorar liafa aldr- ei verið, og verða sennilega aldrei, sett- ar upp í kerfi, og þegar stærðfræðin, sem er fullkomlega sálar- og tilfinn- ingalaust fyrirbrigði, er farin að ráða mestu um niðurröðun á frumefnum þeim, er forfeður vorir notuðu mann- lega, sálræna reynslu og arftekna þekk- ingu til að meðhöndla, þá er ekki nema eðlilegt að frumspurning þessarar grein- ar vakni hjá mörgum. Elektrónisk tæki veita mönnum óneitanlega fullkomin yfirráð yfir öllum frumefnum tónsköp- unar, en hvað er unnið með því? Þótt maðurinn sé í dag fær um að sprengja upp jörðina með vetnissprengjum, þá er ekki séð að hann liafi neina sérstaka Iöngun til að notfæra sér þann mögu- leika. Fullkomið frelsi og fullkomin yfirráð eru sannarlega ekki eftirsóknar- verð. Að vissu marki eru það einmitt höftin og takmarkanirnar á ýmsum sviðum sem gefa lífinu eitthvert gildi. Við þurfum ekki að liuga lengi að hljóðfærum hljómsveilarinnar til að komast að raun um, að það eru einmitt takmarkanir þeirra sem ráða mestu um séreinkenni þeirra og notkun. Nútíma- tónskáld þau, er hafna og niðurníða framtak forfeðranna og setja yfir verk þeirra og hugmyndir rauðan stimpil sem á er letrað ÓNOTHÆFT-FJÖTR- AR, hafa sjálfir rígbundið sig i fjötra stærðfræðinnar, og það sem þeir afkasta á ekkert skylt við listsköp- un. Hefur nokkrum manni dottið i hug að álíta það myndlist, þegar ein- hver tekur sér fyrir hendur að raða saman „pússlu‘‘-spili? Mörg nútíma- tónskáld eru að vissu leyti komin aft- ur á stig dýrsins. Það sem skildi mann- inn fyrst frá dýrinu var, að á sínuin tíma vaknaði með honum hæfileikinn til að velja og hafna, og sem grund- völlinn að gjörðum sínum lagði 'hann . siðgæðishugmyndir, vilja og skynsenn- Það vantar ekki að nútímatónskáldm liafi ílarlegar tækniskýringar á öllum sínum gerðum, enda er ekki við öðru að búast. Allar slíkar skýringar eru áheyrendum vita gagnslausar, því ser- hver tónsmíð verður að opinbera með tilvist sinni þau grundvallarlögmál sem hún á að dæmast eftir. Okkur, sem er' um njótendur listarinnar, varðar ekk- ert um vinnuaðferðir listskaparanna, það er byggingin sjálf, en ekki verk- fiæðin sem að baki hennar Hgg111’ sem mestu máli skiptir. D. C. ad libitum■ 40 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.