Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 9

Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 9
kvödd eftir Ernest Hemingway, minnisverðust lýsing styrjaldarinnar í skáld- skap. í síðari skáldsögum sínum fjallar Remarque um heimkomu hermannanna úr styrjöldinni, líf og örlög flóltamanna undan nazistum á uppgangstímum Hitlers, og heimamanna á stríðsárunum, undir stjórn nazista og í fangabúðum þeirra. Sekt Þjóðverja, ábyrgð þeirra á því sem gerðist í þeirra nafni á valda- skeiði Hitlers, er viðfangsefni sem hann glímir stöðugt við. Síðasta skáldsaga Remarques, Nótt í Lissabon, gerist á stríðsárunum, árið 1942, í Lissabon, síðasta áfangastað tveggja þýzkra flóttamanna. Sagan segir af ævi þeirra og örlögum eins og þau kristallast eina næturstund. Hún nýtur allra stílkosta höfundar síns, enda af sumum talin fremsta verk hans til þessa. Nótt í Lissabon kemur út hjá Almenna bókafélaginu fyrir jólin í þýðingu Tómasar Guðmundssonar skálds. Bókin er um 300 bls. að stærð, prentuð í Víkingsprenti. Gjafabók 1964: Kvœði og visur Egils Skallagrímssonar Egill Skallagrímsson hefur lengi verið eitthvert nafnkunnasta skáld á íslenzku, en þó ótrúlegt megi heita hefur kvæðum hans og vísum aldrei til þessa verið safnað í sérstaka bók. Gjafabók AB 1964 bætir úr þessu: þar eru kvæði Egils þrjú, Höfuðlausn, Sonatorrek og Arinbjarnarkviða, og allar lausavísur honum eignaðar, um 50 talsins. Jónas Kristjánsson cand. mag. sér um útgáfu bókar- innar, ritar inngang og skýringar við vísurnar. Gjafabókin verður ekki til sölu, en er gjöf Almenna bókafélagsins til þeirra félagsmanna sem keypt hafa 6 eða fleiri AB-bækur á árinu. Hún er um 120 bls. að stærð, prentuð í Félagsprentsmiðjunni og bundin í Félagsbókbandinu. Islenzk þjóðfrœði: Kvœði og dansleikir Áður hefur verið sagt frá fyrslu bindunum í safni íslenzkrar þjóðfræði, Kvæðum og dansleikjum, sem Almenna bókafélagið gefur út í haust. Jón M. Samsonarson magister annast útgáfuna og ritar ítarlegan inngang að kvæðun- Urn. I þessu Félagsbréfi eru birtir nokkrir þættir úr einum kafla inngangsins, °g er þar fjallað um dansleikjahald á íslandi á fyrri öldum. Nefnist kaflinn I gleðinni og hefst á bls. 12. FÉLAGSBRÉF 5

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.