Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 13
tíminn svipstund ein, sem aldrei líður, algeims rúm, ein sjón, einu dýrðarhjarmi. Og skáldið er einlægur í trú sinni: Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú J>ú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi ]>au ei yfir höfði þak. í þessari bók eru m.a. Dagurinn mikli, Svartiskóli, Sólarlag, Egill Skallagríms- son og Kappsigling. Forspilið að Vogum er kvæðið Til Sóleyjar. I þessum flokki er m.a. kvæð- ið Útsœr: Til þín er mín heimjjrá, eyðimörk ógna og dýrðar, asýnd af norðursins skapi i bliðu og stríðu. Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar. itsa’r — þú ber mér lifsins sterkustu minning. bg sé þig hvíla í hamrafanginu víðu; eg heyri þig anda djúpt yfir útskaga-grynning. Ofsinn og mildin búa þér undir bránni; þú bregður stórum svip yfir dálitið hverfi, þar lendingai'liáran kveðst á við strenginn i ánni, en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi. Hér eru einnig mörg glæstustu kvæði skáldsins: Vœringjar, Vogar, Landsýn, Oldulíf, EinrœSur Starkaíiar, Messan « Mosfelli, JörS o.fl. Þá er loks forspilið að Hvömmum, °g par eru stórkvæði eins og Langspilið, Stórisandur, fíjörn Gunnlaugsson, GoS- orS Eiríks, Stakur strengur, Arfi Þor- v°lds, Vínland, Frosti, Sunna, Elivog- ar’ Hnattasund o.m.fl. & íslenzkri tungu eru til ótal mögu- leikar til tjáningar innan þessarar um- gerðar, er rakin nefir verið, því að oft er þar útsýn frá hverri línu. f for- mála að ljóðmælum Einars Benedikts- sonar 1955 hefir dr. Guðmundur Finnbogason ritað merkilega ritgerð um ljóðagerð Einars Benediktssonar. Hann bendir m.a. á, að lengd braglína ræður miklu um gang þeirra, því að stuttar braglínur eru stundum hvat- legar og viðbragðssnöggar, en langar braglínur eru viðameiri og geta rúmað fjölbreyttari hugsun og hrynjandi. Fjöldi braglína í vísu gefur kvæði svip sinn. Hann segir, að átta Itraglínur í vísu muni vera tíðast í íslenzkum skáldskap, og svo er einnig hjá Einari Benediktssyni. En það, sem er merkilegast við skáldskap Einars, eru hinar mörgu líkingar, hin óþrjótandi hugkvæmni um setningu hendinga í lok braglínu og hvernig hann rímar saman ýmist tvær ljóðlínur eða lengra bil er á milli. Það er eins og hendingar þess- ar kveðist á yfir lengra millibil. Nálega fjórði hlutinn af frumkveðn- um kvæðum Einars Benediktssonar (af nálega 200) er hugleiðingar um land vort og þjóð og margt af því kveðiö við ákveðin tækifæri og eru því tíma- bundin, hugleiðingar um, hvers þjóðin þarf og í hverju henni er áfátt, og eru þessi kvæði því söguleg heimild. Hann sá betur en flestir aðrir, hvers íslend- ingar þörfnuðust, og því urðu þessi ljóð að hvatningarorðum. Einar Benediktsson var heimsborg- FÉLAGSBRÉF 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.