Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 20
Hjartað fyllist heimsku mest, hafnar réttri trú, saurugt orð er syndin verst, og sjá þig við því frú. Gleðina slíka greini eg út með gysi og skeimmdar rimmu, eftir fylgir eymd og sút með ógna myrkri dimmu vondri veraldar lyst. Sálin verður haldin hart, hungruð bæði og þyrst, gott er á meðan við gull og skart sér gamnar holdið fyrst. Og árið 1679 er lesið upp í presta- stefnu opið 'bréf Magnúsar Jóns- sonar lögmanns þar seni lögmaður kvartar yfir iþví, að fólk samansafnist ti! dansleikja og annars apaspils með slæmum kveðskap, en prestastefnan áminnir kennimenn að líða ei soddan óskikk, hvorki á jólanótt né öðrum helgum dögum, og umbiður verald- lega valdstjórn að gera einnig skyldu sína hér útí. Þrátt fyrir þau dæmi sem hér hafa verið nefnd, má ekki ætla, að klerkar hafi allir fjandskapazt við dansleiki og gleði. Hámundur prestur frá Hól- um syngur á Miklabæ á droltinsdegi og ríður þaðan í Viðvík og var að leik, og dáðu menn dans hans. Frá síðari tímum má minnast þess, að séra Ólafur á Söndum yrkir vísur og kveð- ur á gólfi, og séra Bjarni í Þingmúla yrkir vikivakakvæði til að kveða í gleðivöku til kvenna og karla. Og í kvæði sem kynni að vera eftir séra Jón Guðmundsson í Stóra-Árskógi, eða e.t.v. einhvern nafna lians i prestastétt á 17. öld, er eftirfarandi erindi: I hófi að dansa og drekka drottinn hannar ei sá er gleðina gaf fyrir ekka og góður vatni i vín hrá. Ofdrykkjan oss flekkar, eigum henni við sjá, út re mí sól fá. Af QDI er helzt að ráða, að bar- álta kirkjuyfirvalda gegn vökunóttum hafi borið einhvern árangur og þær séu á undanhaldi, þegar ritið er samið'. Hið sama kemur fram í ádeilukvæði sem varðveitt er í ungu handriti, en eignað þar Jóni Guðmundssyni lærða (1574—1658). Upphaf kvæðisins er á þessa leið: I.ítið hef eg við ljóða strikið, lúðra fram með birkiprikið, sjaldan heyri dansa dikið, drýgist heldur fólsku lund, annað kvöld í þetta mund; ekki þykir J>að svo mikið, þó menn kasti sex og daus, sittu sorganna laus; útlenzkir þeir bræða bikið, helgja stundum mjöð og vín, sittu sotganna laus, og híddu svo min. Vökunótt ei nefnist núna, níð er hún santan við gömlu trúna, þjófurinn heldur fá má frúna, flakka og ljúga lands um grund, annað kvöld f þetta niund; húsin taka að trosna og fúna, tregur er margur að stinga hnaus, sittu sorganna laus; öfgur vaxa engja og túna, allklárt sjaldan sólin skín, sittu sorganna laus, og híddu svo nun. 16 FÉI.AGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.