Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 21
Það má vel vera rétt, að vökunótt- um sé tekið að fækka og þær séu jafn- vel aflagðar sums staðar við lok 16. aldar og á 17. öld. Andstaða kirkju- legra og veraldlegra yfirvalda hefur sennilega borið einhvern árangur, og siðaskiptin hafa orðið gleðinni óhall- kvæm, ef eitthvert samband hefur verið á milli helgra tíða katólskrar kirkju og vökunótta. Á hinn bóginn verður ekki gert ráð fyrir, að dansleikir séu fátíðir á 17. öld. Crymogæuþýðandi tekur fram, að dansinn sé enn nú með sama hætti og var. Frá árinu 1664 er vitnisburður um óhófssamar vöku- nætur eða gleðinætur með óhófi til afmorsláta og saurlifnaðar í Svarfað- ardal, og þar á ungt fólk og eldra bæði yfir- og undirsett hlut að. Árið 1679 kvartar lögmaður undan sam- komum fólks í Þorskafjarðarþingi þar sem hafðir eru dansleikir og ann- að apaspil með slæmum kveðskap. Gleðirnar á Jörfa og Staðarfelli eru afteknar í aldarlok. Tilviljun ræður því, að heimildir eru til um þessar sam- komur, og ekki er ástæða til að ætla, að þær hafi verið einsdæmi. Og viki- vakakvæði 17. aldar benda til áhuga á dansleikjum. Heimildir skortir til að rekja sögu gleðinnar nákvæmlega, en væntanlega hefur hnignun hennar og afnám tekið alllangan tíma og gengið misjafnt yfir. Á fyrri hluta 18. aldar er enn haldin gleSi, þótt ekki verði úr því skorið, hve útbreidd hún er. Séra Magnús Ein- arsson skrifar Jóni biskupi Árnasyni árið 1733 um vökunætur og gleðileiki í Flóa, sem hann vill ekki líða, og fær stuðning biskups til andstöðu. Og að sögn Magnúsar frá Langholti fór Marín Guðmundsdóttir sem fædd var 1720 eða 1721 í gleði í Hrunamanna- hreppi. Eftir því sem Magnús segir voru gleðisamkomur tvær til þrjár á vetri. Gleðin á Flankastöðum var að sögn nýlega aftekin árið 1748, og á fjórða eða fimmta tug aldarinnar er lýst gleði hjá Jóni Hjaltalín í Reykja- vík. Eftir því sem ráða má af sögn- inni um gleði á Sæbóli í Dýrafirði var hún 'haldin á fyrri 'hluta 18. aldar, og Guðni Guðmundsson frá Mýrum í Dýrafirði skrifar á 19. öld upp lýs- ingu á gleðileikjum eftir gamalli konu vestra. Að sjálfsögðu er ekki leyfilegt að draga af þessum heimildum álykt- anir um sérstök gleðisvæði á fyrri hluta 18. aldar í Árnessýslu, Gull- bringusýslu og á Yestfjörðum, en þó kemur þetta nokkuð heim við ummæli Ludvigs Harboes um gleðir og jóla- leiki. Af ritum Eggerts Ólafssonar er að ráða, að gleðin sé ekki með öllu af- lögð á síðari hluta 18. aldar, en þó orðin fátíð. 1 Brúðkaujissiðabókinni segir Eggert til að mynda: „Með því minna forsagnirnar eru þennan dag miklu styttri en verið hafa fyrirfarandi daga, þá verður máltíð tímanlega úti. Skal þá stytta fyrir sér stundir með ýmsu saklausu gamni gleðum eður leikum, sem lofleg venja var til forfeðra vorra. Nú eru slíkar FÉLAGSBRÉF 1"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.