Félagsbréf - 01.10.1964, Page 26

Félagsbréf - 01.10.1964, Page 26
Einhver hlýtur að falla af lestinni í nótt. ---------mundu aS það eru taug- arnar. En þetta veröur ekki skýrt. Þú finn- ur að einhver hlýtur að falla fyrir borð. Þú getur kallað á hjálp ef einhver ræðst á þig! Það er ekki víst. Hvað gerðu hinir? Enginn hefur heyrt þá kalla. Þetta hefur gengiö of langt í seinni tíð, hugsar hann. Þú verður að hafa 'hömlur á þér. Farðu nú og leggðu þig eins og annað fólk. En þetta verður ekki skýrt. Held- urðu ekki þeir hafi hugsað um það í kvöld, þeir hinir? Heyrðirðu þá ekki loka og læsa að sér. Og heyröu lest- ina. Það er undarlegt með lestina og með nóttina. Já, farðu nú og leggðu þíg- Sjáum til! Agndofa sér hann að enginn er í klefanum. Hann verður aleinn í klefa. Þriðja-farrýmis klefa með þremur rúmum. Þau eru öll tóm. Hann slær dyralokunni fyrir, hams- laus. Stilltur nú, bara rólegur. — Svona hefurðu alltaf verið. Búizt við því versta sem alltaf hefur brugðizt þér, og þú sloppið heill á húfi. Já, en ég er aleinn um svefnklefa þó lestin sé troðfull. Ég er í dauöa- klefanum. Svona nú — Ég bursta tennurnar! Nú tekur hann sér nokkuð fyrir hendur: hann hengir fram á ganginn tiltækt plagg í klefanum: að hann vilji finna næturvörðinn. Og það hjálpar. Þá birtist bráðum blessað fésið hans í dyragættinni eins og út- sendari sjálfs hins Opinbera. Hann lyftir lokunni svo hann geti legið kyrr þegar maðurinn komi. Kveikir öll ljós inni. Hengir fötin sín á heröa- tré og fer í háttinn. Lökin liggja í snyrtilegum fellingum á hinum rúm- unum tveimur. Lestin streymir og þýt- ur í myrkrinu. Hvað var þetta? Það fór skuggi yfir spegilinn. Svona nú, stilltur — En hann hleypur upp og læsir dyrun- um. Þú skalt hugsa þér þetta sem hljóð, er sagt við hann, í bili, er sagt. Er það nú — Svona hefur það aldrei verið áður, þó það væri slæmt. Hann heldur niðri í sér andanum og hlerar eftir fótataki í ganginum- Ætlar þessi næturvörður aldrei að koma? Hann hlýtur að koma. Slá töng- inni sinni við dyrastafinn og spyrja: já, hvað var það? Hvað get ég gert fyrir yður? Vertu hjá mér, ég er svo hræddur. Það er eitthvað bogið við lestina. En slíkt og þvílíkt segir maður ekki við lestarvörð. Hann þarf að líta til 22 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.