Félagsbréf - 01.10.1964, Side 28
stöðvar til. Leyf mér hugsa, leyf mér
hugsa — en það fær hann ekki! Hann
sem hefur liengt fram plaggið, komdu
komdu! — handa því sem ætlar að
svelgja hann í sig.
Núna —
Fótatak í ganginum!
Hann kippist til. Loksins lifandi
manneskja. Borðalagður með gyllta
hnappa. Fótatakið kemur nær og nær.
Hann fer fram úr og slær lokunni frá.
Leggur sig aftur. Stendur á öndinni,
hlerar. Er þetta áreiðanlega hann —
Þá þagnar fótatakið.
Já, já, hugsar hann móti þessu. Þá
hljóma tvö hröð högg við messinginn
fyrir utan. Ef hann vildi væri þetta
eins og lítill lokafrestur. En það vill
hann ekki.
— Kom inn!
Hurðin rennur til hliðar. Enginti
kemur við hana. Það er tómt fyrir
utan.
Það fer um hann hrollur sem hann
kann ekki að nefna. Fingur, hendur,
fætur eru honum framandi. En hann
hlýðnast, stígur stirðlega fram úr
rúminu, hann er teygður fram að opn-
um dyrunum, yfir þröskuldinn, fram
í ganginn. Þar er galtómt. Hann
hlýðir.
Tómur, vaggandi, hriktandi gangur.
Messingtala fyrir hverri sál. Nú er
enginn frestur lengur, hann stefnir að
dyrunum út. Á leiðinni finnur hann
að tungan losnar úr haldi og fellur
í gólfið. En hann stanzar ekki fyrir
það, hann er teygður að dyrunum sem
opnast út. Nú opnast þær! Svart. Fullt
með ferð og dyn. Hvað hefur hann
kallað yfir sig með þessu plaggi?
Hann getur enga hugsun hugsað.
Klikk, er sagt. Klikk-klakk. Og það
verður ekki hugsað.
Ólafur Jónsson þýddi.
24 FÉLAGSBRÉF