Félagsbréf - 01.10.1964, Page 30

Félagsbréf - 01.10.1964, Page 30
sem mestu skiptir kann að' vera ósegj- anlegt. En innsæi hans á sér fótfestu í raunhæfri skynjun ytri veruleika. Vesaas lýsir ekki sálþróun eða sálar- ástandi utan að; hann staðhæfir sál- arlíf í raunhæfri frásögn ytri atvika. í hinum síðfrjóva skáldskap hans falla táknmynd og skynmynd óaflátanlega saman, og án erfiðismuna; þessi sam- runi hins hugskynjaða og raunskynj- aða, sem ævinlega virðist svo einfald- ur, sjálfsagður, er einhver eftirtektar- verðasti þáttur í list lians sem vel má kalla Ijóðkynjaða. Is-slottet greinir frá heimi í klaka- böndum, heimi þar sem hið ósagða og ósegjanlega skiptir sköpum. Klaka- horgin sem sagan hefur nafnið af er kunnuglegt, hversdagslegt náttúrufyr- irbæri; hún myndast hvern vetur í miklum fossi í sveitinni þar sem sag- an gerist. En í senn er hún dulardóm- ur sem heillar og skelfir alla sem koma í námunda hennar. Litlu stúlk- urnar í sögunni, Siss og Unn, eru báð- ar á valdi hennar; milli þeirra tveggja gerist eitthvað óútkljáð, ósegjanlegt. Unnur týnist í klakann. Einhver magn- aðasti kafli sögunnar segir af ferð hennar inn um rangala klakaborgar- innar, unz hún sofnar þar út af í því sólin tekur að skína niður í ísinn, í blindandi birtukafi. Eitt skipti ann- að birtist borgin í sama ljósi; þá sér Siss stöllu sína á kafi í ísnum, andlit hennar í annarlegum ljóma. risastórt. Þessar frásagnir eru sneydd ar öllum óhugnaði, engar Iirollvekj- ur. Tarjei Vesaas er meistari hins hálfsagða og ósagða, og barnlýsing- ar hans að því skapi einfaldar og lausar við tilfinningasemi. Sagan af Unni sem týnist úr mannheimum og vetrarlangri innilokun Siss í klaka- böndum er einum fþræði fullkomlega raunhæf hverdagslýsing með blæ og ilmi norræns vetrardags. í senn lýsir hún samspuna hins framandi og ann- arlega í allt hversdagslegt og kunn- ugt, birtir duldar veraldir hins ósegj- anlega og óskiljanlega í mannlegu lífi, skreflengd til hliðar við alfara- veg. Is-slottet er líklega einhver aðgengi- legasta saga Vesaas og að því skapi vel fallin til fyrstu kynna af list hans, og nýtur því að líkindum vel þeirrar athygli sem verðlaunin beindu að henni. Tilgangur norrænu bókmennta- verðlaunanna er einmitt að efla og örva áhuga norrænna lesenda á bók- menntum hver annarra. Væntanlega vekja þau áhuga og eftirlekt hérlendis ekki síður en annars staðar á Norður- löndum; og er raunar ekki með öllu skammlaust að verðlaunaverkin skuli ekki þýdd jafnharðan á íslenzku eins og önnur Norðurlandamál. Svo hefur Iþó ekki verið fyrr en nú, en Is- slottet mun koma út á íslenzku i byrjun næsta árs í þýðingu Hannesar skálds Péturssonar. 26 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.