Félagsbréf - 01.10.1964, Page 31

Félagsbréf - 01.10.1964, Page 31
Gagnrýnendur um gagnrýni Jólakauptíð fer í hönd: iþá koma út á skömmum tíma flestallar íslenzkar bækur þetta árið. Leikhúsin hafa byrjað vetrarstarf sitt, sinfóníuhljómsveitin og tón- listarfélagið haldið fyrstu tónleika sína, myndlistarsýningar standa jafnaðarlega í einhverjum af sýningarsölum Reykjavíkur. Um öll þessi efni er rætt manna á meðal, og í blöðum og tímaritum er reynt eftir megni að fjalla um helztu nýjungar á sviði bókmennta og lista. Sú viðleitni þykir stundum fátækleg. ís- lenzkir gagnrýnendur vinna flestir við kröpp og óhagstæð kjör, og verk þeirra sæta oft að sínu leyti óbilgjarnri gagnrýni, ýmist af hálfu almennings eða listamannanna sjálfra. Félagsbréf hafa leitað til nokkurra manna sem fjalla að staðaldri um bækur, leiksýningar, tónleika, myndlistarsýningar í dagblöðunum og beðið 'þá að gera nokkra grein fyrir starfa sínum. Gagnrýnendurnir voru beðnir að ræða um það, í stuttu máli, hvernig gagnrýni væri rekin í blöðunum, hvaða tilgangi liún lyti, í hverju henni væri helzt ábótavant. ÁSGEIR HJARTARSON Utangardsmenn Hvernig er íslenzkri listgagnrýni farið á okkar dögum? Eru dómar og umsagnir um listir svo vel samdir að við megi una? Þrátt fyrir skiptar skoðanir munu velflestir svara spurn- mgu þessari neitandi, og er ég í þeirra hóPÍ, þótt mér sé ógerlegt að rök- styðja álit mitt að neinu gagni í þess- um örfáu línum. Ég hef lesið flest það sem ritað hefur verið um listir á landi hér áratugum saman og er þó að von- um tveimur greinum kunnugastur, ritdómum og leikdómum. Ég skrifaði um bækur um skeið, en raunar í smá- um stíl og endur fyrir löngu, en varð leikdómari af einskærri tilviljun fyrir rúmum sextán árum og hef gegnt því starfi síðan óslitið að kalla; og gæti FÉLAGSBRÉF 27

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.