Félagsbréf - 01.10.1964, Qupperneq 34
hleypidóma; segja má að hæfir gagn-
rýnendur séu hverju þjóðfélagi eins
nauðsynlegir og listamennirnir sjálfir.
Við erum allt annað en vel á vegi
staddir í þessum efnum sem áður er
sagt, en ég set hiklaust traust mitt á
æskulýðinn, menn framtíðarinnar, trúi
því að þá skorti hvorki gáfur né vilja.
Róm var ekki reist á einum degi —
íslenzkrar gagnrýni bíður framsókn
og heillavænleg þróun ef vel er á mál-
um haldið og fleyinu stefnt í rétta átt.
JÓN S. JÓNSSON
Ösanngirni
Hvað er það sem gagnrýnandi tón-
listar getur lagt til grundvallar skrif-
um sínum? Að mínu viti er það eftir-
farandi: sá tónlistarsmekkur og sú
tónlistarþekking sem hann hefur öðl-
azt með bóknámi, verklegri og and-
legri reynslu. Eigi gagnrýni að vera
sanngjörn og heiðarleg ættu önnur og
annarleg sjónarmið að vera fjarri huga
gagnrýnandans. Ég þarf ekki lengi að
íhuga framanritað til að gera mér
grein fyrir því að þessi einföldu boð-
orð er erfiðara að halda en gefa.
Það sem hér fer á eftir varðar eink-
um þann þátt tónlistargagnrýninnar
sem snertir íslenzka tónflytjendur.
Gagnrýni hérlendis er alloft ósann-
gjörn. Ósanngirnin felst einkum í því
að gagnrýnin er sjaldan eins ströng
og skyldi. íslendingar eru afar hör-
undssárir og máske eru tónflytjendur
þar fremstir í flokki. Þetta er í og með
vegna þess að þeir eru ekki eins
ströngu vanir og aðrir íslenzkir lista-
menn. Það skal viðurkennt hér að gagn-
rýnandi siglir oft með góðri samvizku
milli skerja, og að sannleikurinn er
ekki alltaf sagna beztur. Þetta kann að
þykja furðuleg játning, en þó gagnrýn-
andinn sé strangheiðarlegur og jafn-
framt óvæginn, á hann ávallt við eitt
mikið vandamál að stríða: Hvenær má
satt kyrrt liggja og hvenær ekki? Tón-
listargagnrýnandi er sannarlega ekki
neinn fréttamaður, sem hefur þann
starfa að rita samvizkusamlegar um-
sagnir um tónleika. Starf hans er fyrst
og fremst það, að leiðbeina flytjend-
um og áheyrendum eftir beztu getu.
Leiðbeiningar hans eru í því fólgnar
að lofa það sem er gott og virðingar-
vert, en lasta með góðum og gildum
rökum það sem miður fer. Þetta er
ekki vandalaust í okkar litla þjóðfé-
lagi og stuðla tónflytjendur sjálfir
óbeint að því. Þeir virðast margir
bverjir ekki gera sér skynsamlega
grein fyrir starfi gagnrýnandans. Tón-