Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 36

Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 36
sér svona nokkuð? Er það í rauninni verjandi? Ég skal ekki fara útí að lýsa því sálarstríði, sem einatt er hlutskipti gagnrýnenda, en þar kemur á móti sú trú eða kannski fullvissa, að þeir séu iþrátt fyrir allt að inna af hendi þarft verk, sem fáir vilji leggja sig í. Ég hef alla tíð skákað í þessu skjólinu, en jafnframt hef ég reynt að gera sjálf- um mér og öðrum ljóst, að starf gagn- rýnandans sé ekki jafnörlagaríkt og ýmsir vilja vera láta. Sé hann vel pennafær getur hann að vísu unnið talsvert gagn og mikið tjón í svipinn, jafnvel stefnt framtíð upprennandi listamanns í tvísýnu, en viðleitni hans öll er að jafnaði vígð gleymskunni: það sem hann sagði í gær verður gleymt á morgun eða hinn daginn, nema svo fari að einhver ötull og á- hugasamur fræðimaður framtíðarinnar fari að grafa það úr gleymsku í sam- bandi við sögulegar rannsóknir eða eitthvað þvíumlíkt. Að mínum skilningi er hlutverk gagnrýnandans fyrst og fremst það að vekja athygli á tilteknu verki, lýsa Iþví eftir beztu getu frá sem flestum hliðum og tjá viðbrögð sín við því — með öðrum orðum að skapa tengsl milli höfundar og lesenda. Þetta tekst mjög misjafnlega einsog alkunnugt er, og veltur þar mikið á upplagi gagn- rýnandans, menntun og áhugamálum, uppeldi og aldri. Því víðari sem sjón- deildarhringur hans er, reynsla hans fjölbreyttari og áhugamálin fleiri, þeim mun meiri líkur eru til að hann vinni verk sitt sómasamlega. Gagnrýni útheimtir mikið víðsýni, mikla og marg- breytilega menntun og mjög sveigjan- lega innlifunarhæfileika. Það er vitaskuld fásinna að nokkur gagnrýnandi geti verið hlutlaus í dóm- um sínum. Slíkur maður væri í meira lagi kynleg skepna: viðbragðslaust dauðyfli. Ákveðnar skoðanir og þrosk- aður smekkur eru gagnrýnanda ekki fjötur um fót — öðru nær. Hrifnæmi er líka góður og nytsamur eiginleiki hjá honum. En hér gildir um að finna hið heimsfræga jafnvægi milli heilans og hjartans, láta kalda og rólega yfir- vegun og hlossandi hrifningu vega salt, finna þann þyngdarpunkt sem Kant kallaði „áhugalausan unað.“ Og um alla hluti fram verður gagnrýnandinn að forðast að láta eigin skoðanir, kenningar eða fordóma skyggja a sjálft verkið sem hann hefur til með- ferðar. Hann verður að leitast við að gera sér þess sem Ijósasta grein, hvað fyrir höfundinum vakir, hvjða mið hann hefur sett sér með verkinu og samkvæmt hvaða reglum hann hyggst ná þessum miðum. Út frá þessum for- sendum ber honum síðan að fella doin sinn. Þá sjaldan mér hefur lánazt að gefa lesandanum tilfinningu fyrir verkinu sem ég var að fjalla um (það hefui komið fyrir nokkrum sinnum, svo eg viti), án tillits til minna persónulegu skoðana á höfundinum og verkum hans, tel ég mig hafa komizt næst því að 32 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.