Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 43

Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 43
sé ekki í raun og veru hégómi, fordild eða hleypidómar? Það er þessi and- stæðingur, hann sjálfur, er gagnrýn- andinn verður vissulega að glíma harð- ast við. Því að, eins og endranær, þeg- ar um mannlegt eðli er að ræða, getur enginn fundið þann örugga stað fyrir utan mannheiminn, er Archimedes forðum leitaði að, sem myndi gera okkur kleift að horfa á tilveru okkar með óskeikulu hlut- drægnisleysi hins hæsta dómara. Gagn- rýnandinn er 'barn síns tíma og hon- um getur skjátlazt eins og öðrum mönnum. Þó er huggun í þeirri staðreynd — a-m.k. livað myndlist snertir — að sjaldan hefur gagnrýni komið í veg fyrir, að sönn list liafi haslað sér völl. Hins vegar er mun algengara, að ill- ræmd gagnrýni blæs upp stefnur eða listaverk, svo að þau njóta óverðskuld- aðrar og skammlífrar frægðar. í báð- um tilfellum situr gagnrýnandinn uppi með skömmina. Eina vonin um að geta siglt milli skers og báru liggur 1 stöðugri viðleitni hans að mennta og fræða sjálfan sig. Þó álít ég það vera þungamiðju í þessu starfi hans, að hann uái sambandi við listamanninn sjálfan, þvi alla iþekkingu sína og skilning á «81i listar getur hann ekki öðlazt af teoríum og kennslubókum, heldur á l'ann það listamanninum og verkum bans að þakka. Hvað listin er, getur enginn annar opinberað en listamað- urinn. Þannig mótast skilningur okkar a Hst eins og hugmynd Breta um lög og rétt, þ.e.a.s. ekki af einhverjum codex, heldur af safni raunhæfra til- fella, sem ber að þekkja til hlítar. Til slíks safns af gögnum, er votta um mannsandann, tel ég ekki einungis list og sögu hennar, heldur einnig mannkynssögu, bókmenntir og ekki sízt tungumálin sjálf, því aldrei lær- um við nógu mikið um manninn, til þess að geta ráðið rúnir listar hans. Ég reyni að skrifa gagnrýni mína á íslenzka tungu. Það er mér næstum óyfirstíganlegur Þrándur í Götu, því að ég er þar með sviptur mörgum hug- ljúfum og vanakærum hugtökum, sem ég annars myndi notfæra mér, ef ég hugsaði á þýzku. En einmitt fyrir bragðið opnast mér ný viðhorf, og mér skilst, að milli Sonatorreks Ásmund- ar Sveinssonar og hinnar frægu frum- myndar Egils Skallagrímssonar spenn- ist saga mannkynsins í allri dýpt sinni og vídd, endursögð á íslenzka tungu. Ég hygg, að án slíkrar þekkingar væri ekki hægt að skilja hið minnsta verk íslenzkrar listar, né heldur, að vísu, án þess að þekkja Aþenu, Byzanz, Róm og París. Að lokum endurtek ég sannfæringu mína um, að íslenzka þjóðin sé gædd listhneigð og frábærum listrænum hæfileikum, að lifandi áhugi hennar á list og listamönnum sínum beri af áhuga annarra þjóða, þótt víða sé leitað. Meginþorri manna fylgist hér með þróun listamanna af alúð og áhuga, kaupir verk þeirra og styður þá á margvíslegan hátt. En ekki eru FÉLAGSBRÉF 39

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.