Félagsbréf - 01.10.1965, Page 35

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 35
ur verið reist stór og hagkvæm bók- hlaða, og hafin er smið'i mikils bóka- safnshúss á Akureyri. Bókasöfnin í Keflavík og í Kópavogi búa við all- góðan húsakost, sem ekki er þó lil frambúðar, og bókasafnið í Neskaup- stað hefur fengið rúmgott og hent- ugt húsnæði í nýju félagsheimili. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Sauðárkróki á hús, sem orðið er of lítið, en í vor var þar hafin smíði nýtízkulegrar bókhlöðu — og sama er í ráði á Akra- nesi, þar sem safnið hefur Imið um Iangt árabil við ófæran húsakost. Söfn- in á ísafirði og í Vestmannaeyjum hafa verið mikið notuð og haft betri húsakost en mörg önnur, en nú er hann á báð- um stöðum orðinn of lítill og er auk þess engan veginn hagkvæmur. Amts- bókasafnið á Seyðisfirði er í afleit- um húsakynnum, en nú mun það fá all- rúmgott húsnæði í félagsheimili, sem er í smíðum. 011 héraðsbókasöfnin og mörg af bókasöfnum bæjanna þurfa mjög að auka og bæta þann bókakost, sem nú er í eigu þeirra. Velflest vantar þau margt íslenzkra merkisrita frá fyrri timum — og sum eiga ekkert af bók- um á erlendum málum. Ur þessu verð- ur nú reynt að bæta, eftir því sem efni standa til, freistað að sæ!a færi um kauj) á íslenzkum ritum, sem ekki fást í bókabúðum, og keyptar erlendar bækur, fagrar bókmenntir og fræðibæk- ur — meðal annars handbækur og ba>kur, sem veita fræðslu um atvinnu- b’f og tækni. Á rekstri sveitarbókasafnanna flestra er mikil vandhæfni. Aðeins fá þeirra hafa reynzt fær um að koma sér upp sómasamlegu húsnæði, en allur þorr- inn kominn upp á náðir einhvers hús- eiganda, sem hefur áhuga á starfi þeirra. Svo hafa þau þá stundum misst í einu bæði húsnæðið og bókavörðinn og átt einskis úrkosta. Þannig liafa sum þeirra orðið starfslaus — stundum ár- um saman, án þess að hrepparnir hafi reynzt færir um úrbót. Þá veldur því fámenni margra sveita, að fjárráð safn- anna ern svo lítil, að ekki er unnt að kaupa nema 10 — 20 bækur af öllum þeim fjölda islenzkra bóka, sem út kem- ur. Víða er samgöngum þannig komið, að héraðsbókasöfnin liafa aðstöðu til að rækja betur en sveitarbókasöfn hlut- verk slíkra safna í bókasafnshverfinu. Ef sá háttur væri tekinn upp og starf- semin rækilega skipulögð, mundi hér- aðsbókasafnið eflast mun meira en ella og j)jónustan við sveitirnar verða stór- um fullkomnari og hagkvæmari. Sveitar- bókasöfnin halda þó fast í réttindi sín til vals á bókum, en víða mætti taka upp þann hátt, þar sem þeim er vandi á höndum um hókageymslu, að senda hinn gamla bókakost allan lil héraðs- bókasafnsins -— og síðan j)ær bækur, sem árlega væru keyptar, J)egar ])ær hefðu verið tvo vetur til afnota í sveit- inni. Uni val bóka í sveitarbókasöfn fer auðvitað ýmsu fram, en yfirleitt er það mjög skynsamlegt, og víst er um það, að ég hef oftar séð ástæðu til að skrifa fÉlagsbrÉF 27

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.