Félagsbréf - 01.10.1965, Page 43

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 43
við þvottinn, skrökvar drengurinn út úr neyð. Og dagurinn líður. Meðan kringla drengsins fær sér öðru hverju snúning á koffortslokinu gengur lífið — og þó öllu heldur dauðinn — sinn gang suður í kirkju- garðinum, langar leiðir í burtu, handan við hrísásinn og fenjaflóann. Það er eins og hver önnur jarðarför. Undir lokin standa gömlu hjónin ein við gröfina; frænka gamla í bak- sýn með svuntuhornið fyrir augunum. Og mokararnir byrja að rusla mold- inni niður í gröfina fyrir augunuin á gömlu hjónunum; og moldin hækkar og hækkar. Kögglarnir hrynja í sund- ur eða þeir hrönglast hverir um aðra; leirmold; kirkjugarðsmold. Ég hefði haldið, að það tæki því naumast að fylla gröfina þá arna, segir vinnumaður kirkjubóndans stundar- hátt við næsta mann. Og hvers vegna ekki? Mér er fjandalega við allan tvíverkn- að, svarar vinnumaður kirkjubóndans °g forðast að líta til gömlu hjónanna. Þótt svo færi, kæmumst við ekki hjá að breikka hana, svarar hinn. Satt segir þú, hinn frómi. Vindurinn stendur af gömlu hjón- unum og þau heyra ekki þessi niitur- legu orðaskipti grafaranna. 3. Én tíminn hefur ekki viðnám frein- Ur en vindurinn í fjallshlíðinni. Vð viku liðinni sendir faðirinn drenginn til næsta bæjar. Þangað er einnig löng bæjarleið, firnalöng, finnst drengnum, lengri en til kirkju- staðarins og í aðra átt, norðurátt. Og faðirinn segir honum, að nú megi hann tefja og leika sér við krakkana; honum liggi ekki á. En systir mín? segir drengurinn. Mamma lítur eftir henni, svarar faðirinn og horfir burt. Þannig atvikast það, að drengurinn er óvenjulengi að heiman, gleymir sér við leik og ærslalæti með jafnöldrum sínum; gleymir systur sinni. Honum er nýnæmi í að komast í sollinn, hefur næstum því týnt niður að leika sér eftir sumarlanga inniveru í tjaldi. Það er orðið hálfrokkið, þegar hann röltir inn fljótsbakkann, og það skvak- ar ömurlega í öldunum, sem sleikja stargresið í bakkanum, elftinguna og hvannstóðið. Það er hljótt á engjun- um, enginn kveðskapur uppi í mónum eða holtinu, aðeins ósamhljóma nöld- ur ósýnilegra helsingja einhvers staðar hátt uppi í dökkvanum. Eftirleguhels- ingjar á suðurleið; hröðum flótta. Það er ekki seinna vænna. Nú virðist mýrarþokan vera búin að hreiðra um sig í fljótsdalnum til langdvalar. Þegar drengurinn kemur fyrir Gerðis- hólinn, sér hann, að tjaldið er horfið úr Leyninum. Það getur ekki leynzt honum, enda þótt dimmt sé. Það syrtir í hugskoti hans, leikur dagsins hverfur í auðn og gleymsku, eftir situr grun- urinn, hinn ægilegi örlöggrunur um óhamingju, dauða. En kannski er hann FÉLAGSBRÉF 35

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.