Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 43

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 43
við þvottinn, skrökvar drengurinn út úr neyð. Og dagurinn líður. Meðan kringla drengsins fær sér öðru hverju snúning á koffortslokinu gengur lífið — og þó öllu heldur dauðinn — sinn gang suður í kirkju- garðinum, langar leiðir í burtu, handan við hrísásinn og fenjaflóann. Það er eins og hver önnur jarðarför. Undir lokin standa gömlu hjónin ein við gröfina; frænka gamla í bak- sýn með svuntuhornið fyrir augunum. Og mokararnir byrja að rusla mold- inni niður í gröfina fyrir augunuin á gömlu hjónunum; og moldin hækkar og hækkar. Kögglarnir hrynja í sund- ur eða þeir hrönglast hverir um aðra; leirmold; kirkjugarðsmold. Ég hefði haldið, að það tæki því naumast að fylla gröfina þá arna, segir vinnumaður kirkjubóndans stundar- hátt við næsta mann. Og hvers vegna ekki? Mér er fjandalega við allan tvíverkn- að, svarar vinnumaður kirkjubóndans °g forðast að líta til gömlu hjónanna. Þótt svo færi, kæmumst við ekki hjá að breikka hana, svarar hinn. Satt segir þú, hinn frómi. Vindurinn stendur af gömlu hjón- unum og þau heyra ekki þessi niitur- legu orðaskipti grafaranna. 3. Én tíminn hefur ekki viðnám frein- Ur en vindurinn í fjallshlíðinni. Vð viku liðinni sendir faðirinn drenginn til næsta bæjar. Þangað er einnig löng bæjarleið, firnalöng, finnst drengnum, lengri en til kirkju- staðarins og í aðra átt, norðurátt. Og faðirinn segir honum, að nú megi hann tefja og leika sér við krakkana; honum liggi ekki á. En systir mín? segir drengurinn. Mamma lítur eftir henni, svarar faðirinn og horfir burt. Þannig atvikast það, að drengurinn er óvenjulengi að heiman, gleymir sér við leik og ærslalæti með jafnöldrum sínum; gleymir systur sinni. Honum er nýnæmi í að komast í sollinn, hefur næstum því týnt niður að leika sér eftir sumarlanga inniveru í tjaldi. Það er orðið hálfrokkið, þegar hann röltir inn fljótsbakkann, og það skvak- ar ömurlega í öldunum, sem sleikja stargresið í bakkanum, elftinguna og hvannstóðið. Það er hljótt á engjun- um, enginn kveðskapur uppi í mónum eða holtinu, aðeins ósamhljóma nöld- ur ósýnilegra helsingja einhvers staðar hátt uppi í dökkvanum. Eftirleguhels- ingjar á suðurleið; hröðum flótta. Það er ekki seinna vænna. Nú virðist mýrarþokan vera búin að hreiðra um sig í fljótsdalnum til langdvalar. Þegar drengurinn kemur fyrir Gerðis- hólinn, sér hann, að tjaldið er horfið úr Leyninum. Það getur ekki leynzt honum, enda þótt dimmt sé. Það syrtir í hugskoti hans, leikur dagsins hverfur í auðn og gleymsku, eftir situr grun- urinn, hinn ægilegi örlöggrunur um óhamingju, dauða. En kannski er hann FÉLAGSBRÉF 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.