Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1893, Síða 66
62
endur orðnir þri9var sinnum fleiri 1890 en 1880 og að lyktum bakara og múrara, en af
þeim hafa framfærendur tvöfaldast á nefodu tímabili. — Beykjum og húsasmiðum hefur
þarámóti nokkuð fækkað á þessu 10 ára tímabili.—Mest er um iðnaðarmenn í suSuravitinu,
þar voru þeir 3,3 af hundraði, en eingöngu eru það Eeykjavíkur kaupstaður og Iíjósar-
og Gullbringusýsla sem hjer eiga hlut að máli. í þessum 2 lögsagnarumdæmum' lifðu
6,6 af hundraði á iðnaði og í Reykjavík einni var 31 af hverju hundraði þeirra manna,
er á iðnaði lifðu á íslandi (571 af 1868). Árið 1880 voru þeir 28 af hundraði.
Árið 1890 lifðu 2,4 af hverju hundraði landsmanna á allskonar verzlun, og hefur
þessi atvinnugrein aukist talsvert, einkum þó síðustu 10 árin, því árið 1880 voru þeir að
eins 1,7 af hundraði er af verzlun lifðu. — Arið 1890 voru framfærendur í þessari at-
vinnugrein 306 og voru þar af 297 karlar en 9 konur. — Arið 1880 voru framfærendur
164 (161 karlar og 3 konur), en árið 1870 eigi nema 114. Mikill hluti þeirra manna,
er á verzlun lifðu, var í suðuramtinu og vesturamtinu, hjer um bil tiltölulega jafnmargir
í hverju amtinu um sig, en Reykjavíkur kaupstaður skarar hjer fram úr sem aðal-verzl-
unarstaður landsins. — Hjer um bil 9 af hverju hundraði bæjarbúa lifðu á verzlun og
veitingasölu, eður alls 347 menn; voru þannig í þessum kaupstað 20 af hverju hundraði
eður fimmtungur alls verzlunarlýðs á íslandi (1737 að tölu). — Árið 1880 voru þeir 16
af hundraði (197 af 1213), en árið 1860 þar á móti 21 af hundraði. — Af hinum einstöku
sýslum má nefna Norður-Múlasýslu, þar lifðu 4 af hundraði á verzlun og greiðasölu. —
þ>á koma Barðastrandar-, Snæfellsness- og Strandasýslur, allar í Vesturamtinu.
peir sem lifðu á eptirlaunum og á eignum sínum voru alls 823, bæði framfærendur
og á annara framfæri, eður 1,2 af hverju hundraði landsbúa. — í Reykjavíkur kaupstað
voru 3 af hundraði. — í þessum flokki voru 362 framfærendur, voru þar af karlar 137
en konur 225. — Árið 1880 voru framfærendur 330, þar af voru 140 karlar en 190 konur.
þes8Í flokkur landsbúa virðist hjer, eins og í öðrum löndum, einkum að leita til kaup-
staðanna. — I Isafjarðar- og Byjafjarðarsýslum að meðtöldum kaupstöðunum í þessum
sýslum: Isafirði og Akureyri voru, eins og einnig í Eeykjavíkur kaupstað, talsvert margir
er til þessa flokks heyrðu; eins var í Arnessýslu. I nefndum 3 sýslum og í Reykjavíkur
kaupstað var hjer um bil helmingur allra þeirra, er af eignutn sínum lifa hjer á landi.
Embœttislausir menntamenn voru eigi fleiri en 99, bæði framfærendur
og á annara framfæri. Hjer af voru 42 karlar framfærendur, en 1 kona. — Síðan
1850 hefur þessi flokkur aukizt að mun, einkum þó á síðustu 10 árum. Árið 1880 voru
eigi nema alls 38 í þessum flokki. — Af þeim samtals 99 persónum, sem taldar eru til
þessa flokks árið 1890 voru eigi færri en 85 í Reykjavíkur kaupstað, sem einnig er aðal-
menntastöð landsins.
Sveitarómagar eður þeir, sem annaðhvort eingöngu eður mestmegnis lifa á aunara
fje verða éiginlega ekki taldir til neins atvinnuflokks. — En í þessum flokki eru þó til-
tölulega mjög svo margir á íslandi.
Sveitarómagar voru árið 1890 1029 lcarlar og 1294 konur eður til samans 3,3 af
hverju hundraði landsmanna. Til samanburðar má geta þess, að í Danmörku voru árið
1880 eigi nema 1,5 af hundraði sveitarómagar og á Færeyjum eigi nema 0,3 af hundraði.
Sveitarómögum hefur þó fækkað mikið síðan 1870, því að það ár voru 5,6 af hundraði á
sveit.
Með því að tala sveitarómaga á islandi er svo há, er nógu fróðlegt að sjá hlut-
fallið milli hinna einstöku hjeraða í þessu efni. — í hiuum einstöku sýslum hafa af
hverju hundraði^veriö sveitarómagar :