RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 23

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 23
VITEZSLAV NEZVAL RM nnnar. Hann freistaðist oft til að upphefja mörkin milli mannsins og umhverfis hans, svipað og milli ljóðs og lífs. Draumur hans var einkennandi fyrir surrealismann: ljóðið skyldi ekki framar vera sér- eign fárra útvaldra og ekki ein- ungis verða raunverulegt í bókum. Streymandi fram úr myrkri undir- vitundarinnar 8kyldi það flæða um heiminn og 6Ökkva honum í ljóð- rænt ástand, í allt-umbreytandi töframóðu. Einkennandi fyrir Nezval er ótti hans við takmarkanir veruleikans. Hann leitaðist við að gera allt að táknum óendanleikans, hann tví- elfdi hina draumkynjuðu heims- sýn sína og dýpkaði hana með því að bræða saman fortíð, nútíð og framtíð. Raunveruleikinn var hon- rnn ævarandi umsköpun, þar sem hvert einstakt form fæðir af sér annað og allt er framvinda, órofa straumur. Óttinn við takmörkin birtist einnig í andúð Nezvals á einstaklingshyggjunni. Hann var sannfærður um, að skáld mætti ekki vera „persónuleiki“, eins og það orð er venjulega skilið, — per- sónuleiki, sem steypir hæfileikum sínum hringabrynju í eitt skipti fyrir öll. Að ofurselja hið óendan- lega í manneðlinu slíkum algild- um takmörkunum, verður ef til vill að teljast nauðsynlegt á viss- um sviðum (siðferðislega, þjóðfé- lagslega), en mergsýgur skáldið. Á þann hátt, sagði Nezval, glatar það hinum upprunalegustu og mikilvægustu eiginleikum sínum, hinu órökrétta og ábyrgðarlausa sjálfræði lífsins, hinrnn þjóðsagna- kynjaða ævintýraþorsta, sem er uppspretta skáldskaparins. Af ásettu ráði gaf Nezval hin- um frumstæðu lífshvötum sínum lausan tauminn og tókst þannig að varðveita með sér hið næma hug- arástand barnsins með óvenjuleg- um árangri: Hann náði öllum heiminum á skynvald sitt og um- breytti lionum með hinni skap- andi elfu ljóðsins. Honum tókst að umbreyta öllum hlutum og atburð- um í nýjan, ljóðrænan veruleika, sem Ijómaði í skærum litum og meistaralegum frmnleika. Hann afhjúpaði fegurð hinna hversdags- legustu fyrirbæra, og morgunverð- ur í grænkunni varð að sjálfu lífsundrinu. 1 Ijóðum Nezvals er náttúran og sál mannsins í órofa tengslum: Hann sá sjálfan sig, sérkenni sín og innsta eðli í náttúru heimbyggð- ar sinnar; allt var honrnn fyrst og fremst speglun hins dylsta í manneðlinu, þeirra leyndardóma mannssálarinnar, sem heilluðu liann meira en allt annað. Girnd og angist, ótti og þrá háðu sífelld hjaðningavíg hið innra með honum og fylltu hann sjúklegu eirðarleysi. Hann krufði draum- inn og ófreskið til mergjar, hann reyndi að seiða fram örlög sín og breyta þeim í þjóðsögn. Hann var 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.