RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 57

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 57
SANDUR RM inum í einum buxum brettum upp á hné og létum eólina verma okk- ur. Konan hafði fækkað klæðum og var nú nakin niður að mitti. Hún lá á bakið og hafði fötin und- ir höfðinu. Stöku sinnum reis hún á olnboga, strauk hárið frá enninu, leit til himins með hönd fyrir auga og rótaði í sandinum með berum fótunum. Síðan tók hún handfylli af sandi og lét renna úr lófa sín- um niður á brjóst piltsins sem lá næst henni. Ef hann leit á hana, brosti hún og dimmbrún augu hennar ókyrrðust um stund, en leiftruðu síðan ákaft. Þegar pilt- 'urinn leit af henni, sló hulu á augun og fínlegir hörkudrættir komu í Ijós við munninn. Hinn pilturinn lá lengst af hreyfingarlaus. öðru hvoru dró hann djúpt andann, fyllti brjóstið af fersku sjávarloftinu og teygði úr sér. Ef hann heyrði konuna tala, þöndust nasir hans, og mað- ur sá hvernig kinnvöðvamir þrútn- uðu. Þegar hann leit á hana vfir hinn piltinn, flugu neistar úr tinnusvörtum augum hans, síðan sigu augnalokin og neistamir hurfu. Við höfðum ekki unnið handtak í fjóra daga. Vélin í bátnum hafði bilað og var nú í viðgerð. Við höfðum stundað hér sjó frá því um áramót, fyrst með línu, síðan net og dragnót. Þegar við komum hing- að í vetur, ætluðum við ekki að vera lengur en til loka, en þegar til kom, vildi hvorugur þeirra fara. Við höfðum flækzt milli ver- stöðva í þrjú ár, svo ég gat ekki verið að skilja við þá. Þetta er yndislegt, sagði kon- an, fitjaði upp á nefið og þefaði af loftinu. Hún hafði losað um hár sitt og nú flæddi það tun hvítan hál8 og naktar axlir. Hún hafði roðnað á vanga. Hún vætti varimar, þegar hún talaði og þær sýndust fyllri en endranær. Enginn svaraði konunni. Það snarkaði lítið eitt í skrælnuðum þaranum og við heyrðum léttan vængjaþyt sjófuglanna, sem lögðu leið sína milli fjalls og sjávar. Og við fundum lyktina af þaranum, sjónum og sandinum, og golan var mild eins og andardráttur ung- meyjar. Það uxu bláliljur um- hverfis og fínlegar krónur þeirra vörpuðu örlitlum skuggum á hvít- an sandinn. Við höfðum drukkið daginn áð- ur. Um kvöldið lágum við í flet- unum, rauluðum, spjölluðum og sungum. Ég man hvernig rauð aftansólin litaði herbergið og glitr- aði í glösunum, þegar maður hélt þeim upp að birtunni. Þá heyrð- um við þetta sérkennilega fótatak hennar í stiganum og hún opnaði hurðina brosandi og settist á fletið hjá ívari. Hún hafði þann sið .að dreypa á glasinu tvisvar, þrisvar, fitja upp á nefið og setja stút á munninn. Síðan ypti hún öxlum glaðlega og hóf drykkjuna. Hún 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.