RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 67

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 67
steinbrCfin yfir rossitsu ANGEL KARALIJTSHEV, (1902— ), búlgarskur rithöfund- ur, einkum smásagnahöfundwr. — Fyrsta bók hans kom út árið 1921f. Síðan hefur hann gefið út allmörg smásagnasöfn, en auk þess samið bækur handa bömum. Karalijtshef er af bændafólhi kominn og þykir lýsa mjög vel búlgörsku sveitalífi. Stíll hans er sérstæður, talinn minna á búlgarskan þjóðvísna- og þjóðsagna- stíl, sterkur og áhrifamikill l einfald- leik slnum. Saga sú, sem hér birtist, er þýdd úr safnritinu „Heart of Europe". hefði það verið í gær. Það sumar varðst þú fullra tuttugu og tveggja ára — ungur maður, frumvaxta. — Allir hlógu að mér, sögðu að ég gæti ekki tengt Cherkovo slétt- una og þorpið, ég gæti ekki risið öndverður gegn ánni, sigrað hana, spennt um hana steinbelti, látið hana lúta vilja mínum, sem unga brúði. Ég vissi að ég var þess megnugur. 1 sjö ár höfðu faðir minn og ég farið um nærliggjandi héruð og byggt hús handa fólki. Ég hafði lært að byggja og var mjög hagur, það gladdi föður minn. Eitt sinn gengum við niður að ánni, til þess að höggva upp gömlu öspina, þú manst eftir henni, við sátum á bakkanum. Rossitsa, þjótandi og ólm rann hjá og söng. Pílviðirnir drúptu dökk- Um höfðum og dyfu greinunum í vatnið sér til svölunar. Faðir minn sagði við mig: RM — Hlusta þú, Manol. Ég gat það ekki; þú verður að gera það. Hér er staðurinn. Hún skal hvíla á tveim bökkum og tengja tvær veraldir. Fyrir handan grær kornið handa fólkinu. Gefðu því brú til að fara yfir, svo það megi skera upp. Lítill fugl söng í gamla trénu. Ég hlustaði á hann, hlustaði líka á föður minn og sagði: — Er ég sá, sem getur gefið þeim hana? — Vissulega ert það þú. Mundu, þetta er bezti staðurinn. Láttu það vera stóra steinbrú með fjórum bogum. Kallaðu steinhöggvara frá Þrakíu til að höggva grjót. Safn- aðu bændunum saman og óttastu ekki. Svo lengi sem heimurinn stendur, mun þín verða minnst. Ekki getur annað þrekvirki þessu meira. Það voru silfurvængir á litla fuglinum, er söng. Af vængjunum drupu himneskar daggir. Ég stóð grafkyrr í djúpum hugsunum. Jafnvel þó hann hefði ekki mælt svo um, hefði ég byggt hana. Þama var hún, spennt yfir um ána — risavaxin brú. Ég sá hana fyrir mér, slíka sem ég byggði hana síðar. Hún var lík gjörð um lævísan, gulan snák — ána, sem vatt sig, þandi og svall, ólgandi, ótamin, frjáls, upp að bláum hæð- unum. Þá heyrði ég þunga vagna dima yfir um, heyvirkin skröltu 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.