RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 69

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 69
STEINBRÚIN YFIR ROSSITSU stund hafa vagnarnir ekið. Vakn- aðu! Steinhöggvaramir eru byrj- aðir að hamra. Er ég fór út, gekk ég ekki til brúarinnar, heldur götuna, sem liggur til garðanna hans Nóa afa. Ég vonaðist eftir að sjá Milku — 6egja henni allt af létta og fá hugg- un. Þegar ég kom að húsi þeirra, beið mín skelfilegt áfall. Á val- linotutrénu sat hvítur öm. Hinn sami, sem faðir minn hafði látið lausan. Mér dimmdi fyrir augum, ég heyrði ekki neitt. Ég seddi út að gröf föður míns, vildi grafa upp bein hans, spyrja hann hvemig hann gæti tekið hana frá mér. Hann — faðir minn. Átti hann enga meðaumkvun með mér? Æði. Hina dauðu er ekki hægt að spyrja. Niður við brúna sungu múrar- arnir. Rossitsa bar orð þeirra burt með sér. Hún raulaði. Engar áhyggjur þjökuðu þá. Þeir héldu áfram að syngja og byggja. Þeir lögðu steinana með stórum, sprungnum höndum, líkustum skóflum. Þeir lögðu í múrinn sinn fegursta söng. Blessaðir voru þeir. Hvern átti ég að leggja í múr- inn? Ég sat á gröfinni og horfði á valhnotutrén hennar Milku. Lítið, hvítt ský hreyfðist á himni. Hvít engilsál, lauguð í logum morguns- ins. Um kvöldið, þegar ég hitti RM Milku, myndi ég ekki geta sagt eitt einasta orð. Ég laut yfir höfðalag grafar- innar. Tár stóðu í augum mér. Niður á Cherkovoveginum sá ég mikinn, gulan mökk. Ég heyrði bjöllur gjalla og hávær köll. Ótal vagnar hlaðnir kornvöndum fylkt- ust í raðir. Fuglinn, sem fyrr söng á öspinni, sat nú á fremsta vagn- inum og nartaði í komið. Þegar þeir komu að ánni, spenntu þeir ekki frá, en biðu. Hv.ers biðu þeir? Ég stóð upp, nuddaði augun og strauk liendi um ennið. Þarna var enginn. Niður frá hrópuðu múr- ararnir: Hæ, hó. Ég tók ákvörðun mína: Verði það svo! Um kvöldið kom hún Milka mín niður að lindinni að sækja vatn. Þegar hún laut áfram, sá ég gulu málmhringana í eyrum hennar og langan, dökkan skuggann. Máninn sá það einn. Úti milli greinanna fór litli fugl- inn að flögra og kvaka. Kettling- urinn sperrti eyrun og var í einu stökki kominn upp í gluggakistu. Sjúki maðurinn féll í mók. Þetta var sami litli fuglinn, sama sæta, klukkuskæra röddin, sem forðum hafði ómað frá öspinni gömlu, áður en liún var höggvin upp. í nokkrar nætur hafði liann komið og kvakað, og nú kom hann enn. Hann hnipraði sig saman í skjól- góðu laufþykkninu á kirsuberja- 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.