RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 90

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 90
RM 0. HENRY rauðskinnahöfðingjans, að ég ætti að brennast á báli um sólarupp- rás. Ég var hvorki taugaóstyrkur né hræddur, en ég settist þó upp, kveikti mér í pípu og liallaði mér upp að steini. „Af hverju ertu að rífa þig upp svona snemma, Sam?“ spurði Bill. „Ég?“ verður mér að orði. ,,Æ, ég fékk stingskratta í öxlina, og mér datt í hug, að hann myndi líða hjá, ef ég settist upp“. „Þú lýgur!“ segir Bill. „Þú ert hræddur. Það átti að brenna þig á báli um sólarupprás, og þú varst smeykur um, að liann myndi líka gera það, ef liann gæti náð í eld- spýtur. Er þetta ekki voðalegt, Sam? Dettur þér í hug, að nokkur maður fari að leysa þennan óþekktaranga út með fé?“ „Áreiðanlega“, sagði ég. „For- eldrar hafa ævinlega mest dálæti á svona uppivöðsluseggjum. Nú skuluð þið fara að elda morgun- matinn, meðan ég geng upp á fjall- ið og njósna”. Ég gekk upp á fjallstindinn og skyggndist um. Ég bjóst við að sjá hina þrekvöxnu bændur úr þorp- inu, vopnaða ljáum og kvíslum, vera að leita barnsræningjanna fífldjörfu um alla sveitina. En það var ekkert annað að sjá en friðsælt landslagið, þar sem aðeins einn maður var að plægja akur og hafði múlasna fyrir plógnum. Enginn var að slæða í ánni; engir sendi- boðar þutu fram og aftur, til þess að færa sorgbitntim foreldrunum þau tíðindi, að ekkert væri að frétta. Ró og friður var yfir gervr öllu umhverfinu. „Ef til vill“, segi ég við sjálfan mig, „hefur ekki emi verið tekið eftir því, að úlf- arnir liafa rænt litla, saklausa lambinu úr hjörðinni. Guð hjálpi úlfunum!“ segi ég, og held aftur niður af fjallinu, til þess að snæða morgunmatinn. Þegar ég kom inn í hellinn, sá ég að Bill hafði liörfað upp að öðrum veggnum og blés þungan, en drengurinn var með stærðar hnullung í hendinni og bjóst til að kasta honum í liann. „Hann tróð sjóðheitri kartöflu niður á bakið á mér“, sagði Bill, „og svo marði hann hana sundur með fætinum. Ég gaf honum utan undir. Ertu með byssu, Sam?“ Ég tók steininn af drengnum og reyndi að jafna deiluna. „Ég skal ná mér niðri á þér“, segir snáðixm við Bill. „Enginn hefur enn löðr- ungað rauðskinnahöfðingjann, án þess að fá það endurgoldið Þú skalt vara þig!“ Þegar við höfðum matazt, tók drengurinn leðurpjötlu, vafða snæri, upp úr vasa sínum, gekk út úr liellinum og fór að rekja snærið. „Hvað er hann nú að brugga?“ segir Bill kvíðinn. „Hehlur þii að hann ætli að strjúka?“ „Ekki er ég hræddur um það“, segi ég. „Það lítur ekki út fyrir, að hann þjáist af heimþrá. Við verð- 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.