RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 93

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 93
LAUSNARGJALDIÐ RM sagði ég. „Bill leikur við þig. Hvera konar leikur er þetta?“ lrÉg er svarti njósnarinn“, segir rauðskinnahöfðinginn, „og ég verð að þeysa til stauragirðingarinnar til þess að vara landnemana við rauðskinnunum, sem eru að nálg- ast. Ég er orðinn leiður á að vera rauðskinni. Ég vil vera svarti njósnarinn“. „Gott og vel“, segi ég. „Mér eýn- ist þetta vera saklaust gaman. Ég býst við, að Bill muni hjálpa þér til að sigrast á villimönnunum“. „Hvað á ég að gera?“ spyr Bill, og lítur tortryggnislega til snáð- ans. „Þú ert hestur”, segir svarti njósnarinn. „Farðu á fjóra fætur. Hvemig get ég riðið til staura- girðingarinnar hestlaus?“ „Reyndu að hafa ofan af fyrir honum þangað til málið er komið í kring“, segi ég. Bill leggst á f jóra fætur, og augnatillit hans er eins og kanínu, sem gengið hefur í gildru. „Hvað er langt til stauragirð- ingarinnar, drengur minn?“ spyr liann rámri röddu. „Níutíu mílur“, . segir svarti njósnarinn. „Og við verðum að spretta úr spori, ef við eigum að komast þangað í tæka tíð. Áfram nú!“ Svarti njósnarinn stekkur á bak á Bill og ber fótastokkinn. „I guðs bænum“, segir Bill, „flýttu þér eins og þú getur, Sam. Ég vildi óska, að við hefðum ekki haft lausnargjaldið hærra en þús- und. Heyrðu lagsi, ef þú hættir ekki að sparka í mig, skal ég standa upp og lumbra á þér“. Ég gekk til Popler Cove, fór inn í pósthúsið og búðina, og gaf mig á tal við bændurna, sem komu þangað til að verzla. Einn þeirra sagðist hafa heyrt, að allt væri í uppnámi í Summit, af því að sonur Ebenezers Dorsets væri horf- inn eða hefði verið rænt. Þetta var mér nóg. Ég keypti ögn af reyktóbaki, laumaði bréfinu í póstkassann og hafði mig á brott. Póstmeistarinn sagði mér, að bréf- berinn myndi koma eftir klukku- tíma og fara með póstinn til Summit. Þegar ég kom aftur til hellis- ins, var hvorki Bill né drengurinn sjáanlegur. Ég skimaði eftir þeim í nágrenninu og blístraði, en allt kom fyrir ekki. Ég kveikti mér því í pípu, sett- ist niður á mosaþembu og beið átekta. Eftir hálfa klukkustund heyrði ég skrjáf í laufinu og Bill kom vaggandi út úr kjarrinu fyrir fram- an hellinn. Að baki honum kom drengurinn, brosandi út undir eyru. Hann sté hægt og varlega til jarðar, eins og hann væri njósn- ari að læðast. Bill nam staðar, tók ofan hattinn og þurrkaði af sér svitann með rauðum vasaklút. 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.