Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 19

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 19
ekki við hökuna á mér, þær koma ekki nálægt mér. Þannig var þetta líka hjá móður minni, hún átti enga vini. Hún fór allra sinna ferða ein, líka í sumarfrí. Á hverju ári fór hún til Littlehampton og sat á sólstól, ein, og horfði út á sjóinn. Undir það síðasta varð hún illskeytt og mjó eins og veðhlaupahundur. Það var ekki fyrr en á fimmtudaginn, þegar ég sá líkið af Jane, að hugsunin um dauðann fór að sækja sérstaklega á mig. Einu sinni sá ég hund sem hafði orðið undir bíl. Ég sá þegar hjólin fóru yfir hálsinn á honum og augun tættust í sundur. Það hafði ekki mikil áhrif á mig. Þegar móðir mín dó hélt ég mig fjarri, aðallega vegna áhugaleysis og óbeitar á ættingjum mínum. Ég var heldur ekkert forvitinn að sjá hana látna, mjóa og gráa á meðal blómanna. Ég ímynda mér að dauðdagi minn verði ekki ólíkur hennar. En þá hafði ég aldrei séð lík. Lík knýr þig til að bera lífið saman við dauðann. Þeir leiddu mig niður steintröppur og inn gang. Ég hélt að líkhúsið væri í sérbyggingu en það er í sjö hæða hárri skrifstofubyggingunni. Við erum í kjallaranum. Ég heyrði í ritvélum ofan af stigapallinum. Varðstjórinn var þama á meðal tveggja annarra manna, jakkafataklæddra. Hann hélt vængjahurðunum opnum fyrir mig. Mér hafði ekki dottið í hug að hún yrði þama. Ég gleymi að ég átti kannski von á mynd, eða einhverjum skjölum til undirritunar. Ég hugsaði ekki allt til enda. En þama var hún. Fimm há rúm úr ryðfríu stáh stóðu þama hlið við hlið. Og úr loftinu héngu í löngum keðjum flúorljós með grænum tinskermum. Hún lá á borðinu næst dyrunum. Hún lá á bakinu, lófamir vissu upp, fætumir saman, munnurinn galopinn, augun galopin, mjög föl, mjög hljóð. Hárið var enn dálítið rakt. Rauði kjóllinn hennar var eins og nýþveginn. Af henni barst dauf síkislykt. Ég held að þetta hafi ekki verið á neinn hátt athugunarvert ef maður hefur áður séð fullt af líkum eins og varðstjórinn. Fyrir ofan hægri augabrúnina var smá marblettur. Mig langaði að koma við hana en mér fannst ég vera undir ströngu ef tirliti. Eins og sölumaður notaðra bíla sagði maðurinn í hvíta jakkanum röggsamlega: „Aðeins níu ára." Enginn svaraði, við horfðum allir á andlit Tímarit um bókmenntir og leiklist 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.