Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 22
að fara aftur heim. Hún fór í leik sem allir krakkar héma í hverfinu
eru í. Þeir em með tvær harðar kúlur sem hanga í hvor í sínum
endanum á bandspotta og slá þeim hratt saman með einhverri
handarhreyfingu. Við þetta myndast háir smellir, svona eins og í
hrossabresti. Ég held að hún hafi verið að reyna að gleðja mig. Það
varð því erfiðara að senda hana í burt. Og ég hafði ekki talað við
neinn í nokkra daga.
Klukkan var orðin fimmtán mínútur yfir sex þegar ég kom
niður eftir að hafa skipt aftur um föt. Foreldrar Jane búa tólf húsum
ofar héma megin götimnar. Þar sem ég var tilbúinn 45 mínútum of
snemma ákvað ég að fara út að ganga til þess að drepa tímann. Nú
lá skuggi yfir götunni. Ég staldraði við fyrir framan útidymar til að
finna bestu gönguleiðina. Charlie var hinum megin götunnar að
gera við annan bíl. Hann sá mig og ég gekk yfir til hans án þess að
hafa sérstakan áhuga á því. Hann leit upp án þess að brosa.
„Hvað á nú að fara að gera?" Hann talaði við mig eins og ég
væri bam.
„Ég ætla að fá mér ferskt loft," sagði ég, „anda að mér
kvöldloftinu."
Charlie vill fylgjast með því sem gerist í götunni. Hann
þekkir alla héma, þar með talin öll bömin. Ég hafði oft séð litlu
stelpuna úti hjá honum. Síðast sá ég hana halda á skrúflykli fyrir
hann. Af einhverjum ástæðum var Charlie alltaf að minna mig á
dauða hennar. Hann hafði haft allan sunnudaginn til að velta þessu
fyrir sér. Hann langaði til að heyra mína hlið á málinu en fékk sig
ekki til að fara að spyrja beinna spuminga.
„Ætlarðu að hitta foreldra hennar? Klukkan sjö?"
„Já, klukkan sjö." Hann vildi að ég héldi áfram að tala. Ég
hringsólaði í kringum bílinn. Hann var stór, gamall og ryðgaður.
Ford Zodiac, svoleiðis eru bílamir í þessari götu. Það var fjölskylda
frá Pakistan sem átti bílinn. Þau ráku htlu verslunina við enda
götunnar. Þau höfðu einhverjar ástæður fyrir því að láta búðina
heita Watsons-búð. Synir þeirra tveir höfðu verið barðir í klessu af
skallaklíku úr nágrenninu. Þau vom að safna peningum til þess að
22
Bjartur ogfrú Emilía