Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 26

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 26
vekur áhuga á þessum tveim og hálfa kílómetra, af því að héðan liggur stígurinn alveg upp við verksmiðjuveggina. En ég kann vel við síkið og mér finnst ég ekki eins aðþrengdur við vatnið eins og alls staðar annars staðar í borginni. Eftir að hafa gengið samferða mér um stund spurði Jane mig aftur: „Hvert ertu að fara? Hvert ætlarðu að ganga?" „Meðfram síkinu." Hún hugsaði sig um nokkur augnablik. „Ég má ekki vera hjá síkinu." „Afhverju ekki?" „Af því bara." Hún gekk núna rétt fyrir framan mig. Hvíti hringurinn í kringum munninn á henni var þomaður. Ég var máttlaus í fótunum og mér fannst ég vera að kafna úr sólarhitanum sem steig upp af gangstéttinni. Það var orðið nauðsynlegt að sannfæra hana um að ganga með mér meðfram síkinu. Mig klígjaði við hugmyndinni. Ég henti afganginum af ísnum mínum og sagði: „Ég fæ mér göngutúr meðfram síkinu nærri því á hverjum degi." „Afhverju?" „Það er mjög friðsælt þar... og þar er margt að skoða." „Eins og hvað?" „Fiðrildi." Orðið datt út úr mér áður en ég gat rönd við reist. Hún sneri sér að mér, skyndilega áhugasöm. Fiðrildi gætu aldrei þrifist í námunda við síkið, fýlan myndi gera útaf við þau. Hún yrði ekki lengi að komast að því. „Hvernig lit fiðrildi?" „Rauð... gul." „Hvað er fleira þarna?" Ég hikaði. „Það er ruslahaugur." Hún gretti sig í framan. Ég flýtti mér að bæta við: „Og bátar líka, bátar á síkinu." „Alvöru bátar?" „Já, auðvitað alvöru bátar." Þetta var heldur ekki það sem ég ætlaði mér. Hún hætti að ganga og ég nam líka staðar. Hún sagði: „Þú klagar ekki ef ég kem, er það nokkuð?" 26 Bjartur og frú Ernilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.