Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 53

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 53
öndverðum meiði við hinn tragíska lífsskilning Vesturlandabúa. Þess skal einungis getið til skýringar því sem ég var að reyna að orðfæra, að dulhyggjan einsog við þekkjum hana kann upphaflega að hafa verið ávöxtur þeirrar flvygli og íhugunar sem fyrr var getið, en á einhverju stigi ferlisins voru vilji og skynsemi dulhyggju- mannsins rofin og hann afréð eða kaus að láta ferlið hafa sinn gang — og reyndar gera það að inntaki og endamarki lífsins. Með öðrum orðum geta viðbrögðin við sýninni sem við blasir einfaldlega verið þau að láta berast með ferlinu, týna sjálfum sér í hinni gertæku reynslu. í augum margra austrænna dulhyggjumanna er veruleikinn slíkur, að hann verður ekki viðurkenndur öðruvísi en með því að gefa sig á vald æðri veruleika sem er handanvið mannlega þjáningu og þátttöku í kjörum mannkyns, en á því plani eru bæði vilji og hyggjuvit í eilífri og óraskanlegri hvíld. Milh þessara tveggja skauta fullkomins sampykkis harmleiksins og algerrar höfnunar dulhyggjunnar liggur enginn gagnvegur; þar er engin málamiðlun hugsanleg. Þegar vakandi og virk vitund mannsins lendir í aðstæðum sem útheimta val milli tveggja kosta, þá er hún krafin um tafarlausa dómsniðurstöðu; og sé henni slegið á frest eða hún með einh verjum hætti skilyrt, þá jafngildir það höfnun, sem hlýtur að hafa áhrif jafnt á persónuleika sem athöfn. Hvaða staðreyndir eða ferli sem um er að ræða, þá getur þegjandi samþykki eða afstöðuleysi aldrei varðað leiðina frá skilningi til tilfinninga og vilja; ákvörðuninni er þröngvað uppá einstaklinginn af sjálfsvitund hans, jafnvel þó tilfinningarnar sem hún vekur kunni að reynast neikvæðar og viljinn til sjálfstjáningar geti leitt til sjálfstortímingar. Grísku harmleikjahetjumar em ekki einar til vitnis um þessi djúplægu sannindi, heldur má líka benda á sláandi hliðstæður í örlögum Jobs í Gamla testamentinu og píslarsögu Krists. Harmleikurinn hefst á dansi Við emm að reyna að gera okkur grein fyrir hvað virðist hafa átt sér stað þegar heil þjóð eða að minnstakosti heilskyggnustu andar hennar helguðu sig þeirri hugsjón að tjá tilfinningu fullkominnar og afdráttarlausrar lífsjátningar. Því jafnskjótt og hin virka og kraftmikla myndlíking hefur gripið ímyndunaraflið, hlotið samþykki Tímarit um bókmenntir og leiklist 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.