Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 24

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1991, Blaðsíða 24
að segja enn fyrir hröðum æðaslættinum í gagnauganu þegar ég settist niður á tröppurnar fyrir framan bókasafnið. Svona tækifæri gefast mér sjaldan. Ég hitti ekki margt fólk, í rauninni eru Charlie og herra Watson þeir einu sem ég tala við. Ég tala við Charlie vegna þess að hann er alltaf þama þegar ég kem út; hann byrjar alltaf að tala við mig og það er engin leið að komast óséðiu- framhjá honum þegar maður fer að heiman. Það er frekar að ég hlusti á herra Watson en tali við hann og ég hlusta vegna þess að ég þarf að fara í búðina hans til að kaupa inn. Að vera einhverjum samferða á miðvikudaginn var tækifæri, þó að það væri bara lítil stúlka sem hafði ekkert að gera. Þrátt fyrir að ég hefði ekki viðurkennt það þá, gladdi það mig að hún hafði áhuga á mér og ég var hrifinn af henni. Mig langaði til að vera vinur hennar. En ég var órólegur í fyrstu. Hún gekk spölkom á eftir mér, fiktaði í hárinu á sér og var eitthvað að geifla sig fyrir aftan mig eins og krakkar gera. Síðan, þegar við komum inná aðalverslunargötuna, gekk hún við hliðina á mér. „Afhverju ferð þú ekki í vinnu?" sagði hún. „Pabbi fer á hverjum degi í vinnuna nema á sunnudögum." „Ég þarf ekki að vinna." „Ertu búinn að safna nóg af peningum?" Ég kinkaði kolh. „Alveg fullt?" „Já" „Gætirðu keypt eitthvað handa mér ef þig langaði til?" „Ef mig langaði til." Hún benti í glugga leikfangaverslunar. „Svona dót, gerðu það, farðu inn, svona dót, farðu inn." Hún hékk í handleggnum á mér, hún dansaði græðgilegan dans á gangstéttinni og reyndi að ýta mér inn í verslunina. Enginn hafði komið svona við mig af ásettu ráði í langan tíma, ekki frá því að ég var bam. Kuldahrollur hríslaðist um magann á mér og fæturnir urðu óstyrkir. Ég var með peninga í vasanum og sá enga ástæðu til annars en að kaupa eitthvað handa henni. Ég sagði henni að bíða fyrir utan á meðan ég færi inn og keypti það sem hana langaði í, litla, bleika, allsbera dúkku, mótaða úr plasti. Um leið og hún var 24 Bjartur ogfrú Emilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.