Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 23.07.2016, Qupperneq 12
Á morgun verður heldur betur stuð og stemning á Klambra­túni þegar barnahátíðin Kátt á Klambra fer fram en sann­ kölluð karnivalstemning mun ríkja og fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir börn og fullorðna. „Hugmyndin kviknaði á tónlist­ arhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Á sunnudeginum var sól, reggí­ og íslenskar hiphop­hljómsveitir. Ég fór með litlu stelpuna mína sem var ekki orðin tveggja ára og hún skemmti sér konunglega. Ég hitti vini mína sem voru með börnin sín líka og það myndaðist einhver svona fjölskyldu­ stemning ef ekki hefði verið fyrir áfengið og sígaretturnar,“ segir Jóna Elísabet Ottesen sem skipuleggur hátíðina ásamt Valdísi Helgu Þor­ geirsdóttur. Jóna segir undirbúninginn hafa gengið stórvel og þær Valdís fundið fyrir því að stemning væri fyrir hátíð á borð við þessa, þar sem öll fjöl­ skyldan gæti skemmt sér saman og fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég fór líka að hugsa um þessi grænu svæði sem eru í borginni og hvað það væri oft hægt að nýta þau betur. Og einmitt þessi hugmynd að barnaskemmtanir þurfi ekki alltaf að vera þannig að Íþróttaálfurinn mæti, hoppukastalar, ís og einhver trylling­ ur heldur að það sé líka hátíð þar sem foreldrarnir geta notið sín saman, hitt aðra foreldra og börnin þeirra þannig að þetta snúist ekki bara um að troða ís í börnin, hoppa aðeins og fara svo heim,“ segir Jóna en fjölbreytt dagskrá verður á morgun. Meðal þess sem í boði verður á morgun er barnajóga, hiphop­dans­ sýning, barnadiskó, Frikki Dór og barnadiskó. Auk skemmtidagskrár­ innar verða ýmsar uppákomur á svæðinu. Til dæmis húllafjör, tattú­ bás, tombólumarkaður, sögustund og listasmiðjur á Kjarvalsstöðum. Þeir sem verða svangir geta keypt ýmsar veitingar á svæðinu. Dagskráin hefst klukkan 14.00 og stendur til klukkan 17.00. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook­ síðunni Kátt á Klambra. Allir kátir á Klambratúni Hugmyndin að Kátt á Klambra kviknaði á Secret Solstice. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Það verður alls konar við að vera á Klambratúni í dag. Fréttablaðið/EyÞór Farðu í Druslugönguna, þar sem þolendur kynferðisofbeld­ is skila skömminni. HorFðu á þáttaröðina Vinyl, fram­ leidda af Martin Scors­ ese á Stöð 2 Maraþon. Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is Hvað á að gera um helgina? Hlustaðu á Retro Stefson – boð­ skap þeirra og tón­ listina! Drusluþema Eg ætla að sjálfsögðu í Druslugönguna. Svo heim að kúra því ég græt alltaf svo mikið í göngunni að ég er alveg búin á því. Um kvöldið er ég síðan að halda karókíkvöld með drusluþema á Prikinu! Ásdís maría söngkona meðgöngujóga Ótrúlegt en satt mun ég sækja minn fyrsta meðgöngujóga­tíma. Unnusta mín er langt gengin með okkar fyrsta barn og ekki seinna vænna að skella sér í einn para­ tíma. Restin af helginni fer svo í hreiðurgerð en nú fara allir dagar í að undirbúa komu barnsins. Frosti logason fjölmiðlamaður Bætir Fyrir synDir Ég ætla í Druslugönguna. Hvet alla til að mæta, oft var þörf en nú er nauðsyn! Kíki líka á hinn æðislega matarmarkað Krás í Fógetagarðin­ um. Helgin er að öðru leyti helguð því að bæta fyrir syndir; vinna á villigróðri og ofsprottnu grasi í garðinum. Skömm að þessu. Dagur B. eggertsson borgarstjóri lestu nýjasta tölublað Glamour. Tíska, hönnun og allt það nýjasta! 2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R12 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð Helgin 2 3 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 1 0 -E E 1 4 1 A 1 0 -E C D 8 1 A 1 0 -E B 9 C 1 A 1 0 -E A 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.