Fréttablaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 20
S jálfsagt hefði ég verið á Promenade des Anglais þar sem þessar hörmungar áttu sér stað ef okkur Oliv­ier, manninum mínum, hefði ekki verið boðið í siglingu af henni Önnu Charlottu, sænskri vinkonu okkar, svo við vorum að horfa á flugeldana úti á hafi þegar þetta gerðist,“ segir Berg­ þór Bjarnason í Nice, um atburði fimmtudagsins í síðustu viku þegar truflaður maður keyrði trukk inn í mannfjölda. „Það eru nokkur ár frá því að við fórum á strandgötuna á Bastillu­ daginn, því Olivier er lítið fyrir flugelda og enn minna fyrir fólks­ mergð en ég var búinn að tala um að mig langaði að fara núna. Einnig stóð til að bróðir hans yrði hér með kærustunni sinni, það hefði örugg­ lega orðið til þess að við hefðum verið á svæðinu, en svo varð ekk­ ert af því að þau kæmu. Í staðinn vorum við nokkur hundruð metra frá, á siglingu. Við vissum því ekkert um þessa atburði fyrr en komið var að landi, þá hringdi maður enskrar vinkonu okkar í okkur, hann var staddur á Englandi og sagði konu sína hafa flúið inn á veitingastað við ströndina í Nice, þar sem ein­ hvers konar árás hefði verið gerð. Á heimleið mættum við vígbúinni lögreglu á Garibaldi­torgi, sem er nálægt höfninni, sem öskraði á fólk að drífa sig í burtu. Okkur virtist sem yfir stæði leit að einhverjum en seinna kom svo í ljós að maðurinn var einn að verki.“ Ástandið var algjörlega súrreal­ ískt á götum borgarinnar, að sögn Bergþórs, líktist mjög hernaðar­ ástandi. „Lögreglan var gjörsam­ lega að fara yfir um. Við Olivier komumst í sporvagn enda var fyrsta hugsunin sú að fara heim og læsa dyrum og þegar þangað kom settum við strax skilaboð á Facebook um að við værum hólpnir, þar sem síminn var farinn að rauðglóa af skila­ boðum og hringingum úr ýmsum áttum. Svo var kveikt á fréttastöðv­ unum sem voru strax með beina útsendingu.“ Kökkur í hálsinum Bergþór er verslunarstjóri hjá Michael Kors í stórverslun Galeries Layfayette við Massena­torg sem er skammt frá staðnum þar sem ill­ virkið átti sér stað og þurfti að fara í vinnu strax um helgina. „Það er ekki þægilegt að vera á svo berskjölduðu svæði sem stórverslun er, þrátt fyrir aukið öryggiseftirlit. Ég hefði helst viljað vera í friði heima hjá mínum manni. Depurð er það orð sem helst lýsir líðan okkar og einhvern veginn er eins og kökkur í hálsinum. Mér finnst þó eins og ég hafi ekki enn getað greint þessa atburði og brugðist við, ólíkt því sem gerðist í nóvember, eftir árásirnar í París, þegar tárin runnu á hverju kvöldi yfir fréttunum. Nú hef ég varla horft á fréttir, það er einfaldlega of mikið.“ Óttinn í borginni leynir sér ekki að sögn Bergþórs. „Fólk er auð­ vitað slegið. Svo tala allir í ferða­ málabransanum og viðskiptalíf­ inu um afbókanir og að hvergi sé hræða síðan á fimmtudagskvöld. Á mánudag sagði ég við Olivier að við skyldum fara út og fá okkur í glas og svo borða á einhverjum veitinga­ stað, það væri ekki hægt að láta einhverja djöfla vinna svona auð­ veldlega. Eðlilegt mannlíf verður að komast aftur í gang og ef enginn fer neitt eða eyðir einni einustu evru þá leggst allt í dvala. Við höfum vanist því síðan á síðasta ári, þegar í tvígang voru gerðar árásir í Frakklandi, að vera á varðbergi en svo gleymist óttinn smám saman þangað til að eitthvað nýtt gerist eins og nú. Það er samt kannski kaldranalegt að segja það en oftast eftir svona atburði eins og urðu hér í Nice á þjóðhátíðardaginn er öryggið fullkomið því eftirlitið er svo mikið.“ Inntur eftir umfjöllun fjölmiðla um málið svarar Bergþór: „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið fylgst með sjónvarpi þar sem ég hef ekki haft löngun til þess. Það er orðin hefð að allar fréttastöðvar séu með óendanlegar beinar útsend­ ingar þegar eitthvað alvarlegt gerist og maður fær alveg yfirskammt af fréttum og algjört ógeð á því hvernig reynt er að bródera í beinni tímun­ um saman þegar ekkert nýtt kemur fram. Svo er líka verið að spila inn á tilfinningasemi því hárfín lína er á milli þess að sýna í raun og veru það sem er að gerast og þess að nota hörmungar annarra til að laða að áhorfendur. Þess vegna finnst mér betra að hlusta á útvarp.“ Fólk er reitt Þótt margir sameinist í sorginni í Nice þessa dagana finnur Bergþór líka fyrir aukinni spennu gagnvart minnihlutahópum eftir voðaverkið sem framið var. „Fólk hér syðra er blóðheitt og lætur oft ljót orð falla til annarra. Sá sem fer yfir götu á grænu ljósi er hundskammaður af bílstjóranum þegar hann verður næstum undir bíl og á fótum fjör að launa. Við því mátti búast að eitt­ hvað yrði um svívirðingar í garð múslima eftir þessar hörmungar. Fólk er reitt og skilur ekki hvernig þetta getur gerst. Almenningur er líka orðinn langþreyttur á vandræð­ um sem fylgja litlum hópi af afkom­ endum innflytjenda, það er líkt og að önnur og þriðja kynslóð eigi í vandræðum með að finna sitt sjálf í eigin landi. Þar að baki er fjörutíu Fólk er auðvitað slegið Bergþór Bjarnason býr í Nice þar sem morð­ óður maður ók yfir fjölda fólks fyrir rúmri viku er það naut flugeldasýningar á þjóð­ hátíðardaginn. Bergþór var á báti utan við ströndina þegar ódæðið átti sér stað. Þegar hann kom í land mætti hann vígbúinni lög­ reglu og breyttum aðstæðum í borginni. Bergþór á strandgötunni Promenade des Anglais þar sem 84 týndu lífi, þar af tíu börn og unglingar. Það er einkennilegt að heyra að franska ríkið ætli að auka loftárásir í írak og sýrlandi sem viðbröð við Þessum hörmulega atburði. verkefnin heimafyrir eru mörg og flókin og erfitt að sjá hvernig á að líma saman brotin svo fólk sé tilbúið til að búa saman í friði og ró. ára sorgarsaga um hvernig sam­ félaginu hefur mistekist að koma góðum gildum sínum til skila.“ Nú hyggst François Hollande Frakklandsforseti bregðast við þessu hryðjuverki með því að bæta í herflotann hjá sér. Ekki telur Berg­ þór það kunna góðri lukku að stýra. „Ég held að það sé ekki til þess fallið að friða fólk og auka samstöðu með því að tala um hryðjuverk þegar einn maður, sem ekki er í jafnvægi, fremur fjöldamorð. Það er líka algjörlega fáránlegt að heyra Daesh lýsa ábyrgð atburðarins á hendur sér þegar sá sem framdi verknað­ inn hafði, eftir því sem ég best veit, engin sambönd við þau samtök. Í ljósi þessa er það einkennilegt að heyra að franska ríkið ætli að auka loftárásir í Írak og Sýrlandi sem viðbrögð við þessum hörmulega atburði. Verkefnin heima fyrir eru mörg og flókin og erfitt að sjá hvern­ ig á að líma saman brotin svo fólk sé tilbúið að búa saman í friði og ró.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Mikilvægt að halda stillingu „Þjóðernissinnar hafa um nokkurt skeið verið mjög áberandi í héraðinu Les Alpes Maritimes, þar sem Nice er. Í morgun (fimmtudaginn 21. júlí) voru viðtöl í útvarpinu við Nicebúa og hræðilegt kynþáttahatur kom þar fram. Þetta ódæðisverk hefur vissulega áhrif í þá veru en viti bornara fólk segir að óskastaða hjá hryðjuverkamönnum sé einmitt að sundra fólki og æsa það hvert gegn öðru, svo mikilvægt er að halda stillingu.“ Á myndinni er krans á Promenade des Anglais frá samtökum múslima í héraðinu Les Alpes Maritimes. Hvort atburðirnir í Nice á þjóðhá­ tíðardaginn breyti afstöðu fólks til innflytjendamála til lengri tíma segir Bergþór erfitt að spá um. „Þjóðernis­ flokkurinn í Frakklandi hefur verið í uppgangi um nokkurt skeið en ég hef á tilfinningunni að það sé efnahags­ kreppa sem veldur vanlíðan almenn­ ings frekar en innflytjendur. Reyndar verða þeir fórnarlömb kreppunnar og það er hér eins og víðar einhvers konar „Trumpismi“ í gangi sem fellur vel í fólk þegar illa gengur.“ 2 3 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R20 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 2 3 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 1 0 -E 9 2 4 1 A 1 0 -E 7 E 8 1 A 1 0 -E 6 A C 1 A 1 0 -E 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.