Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 2
Veður
Strekkings norðaustanátt. Rigning NA-til
og slydda eða snjókoma til fjalla, en
einnig dálítil rigning syðst á landinu.
sjá síðu 70
Stígamót veittu viðurkenningar
Árlegar viðurkenningar Stígamóta voru afhentar í gær. Talskonur og talsmenn Stígamóta í fræðslu- og fjáröflunarátaki ársins „Styttum svartnættið“
hlutu viðurkenningarnar í ár. Átakið felst í að stytta tímann frá því að kynferðisbrot er framið þar til brotaþoli leitar sér aðstoðar. Fréttablaðið/anton
Jólagjöf VITA
Veglegur bókunarafsláttur
af völdum dagsetningum.
Gildir til 30. desember.
Vinsælustu gististaðirnir bókast fyrst.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
ferðaþjónusta „Við vorum búin
hlakka lengi til og spara fyrir þess-
ari ferð,“ segja hjónin Sarah og Mark
Bellew vonsvikin á síðasta degi
fyrstu heimsóknar sinnar til Íslands.
Ástæða vonbrigðanna er verðlagið.
„Þetta er eiginlega alveg ótrú-
legt,“ segja þau Sarah og Mark þar
sem þau sitja í anddyrinu á Center
Hotel við Þingholtsstræti.
Daginn áður höfðu þau farið
Gullna hringinn svokallaða; á Þing-
velli og Gullfoss og Geysi. Að auki
var heimsókn í baðstaðinn The
Secret Lagoon á Flúðum innifalin í
verðinu og veik von um norðurljós
á himni en engar máltíðir. Þau sýna
kvittunina. Á henni stendur skýrum
stöfum: 87.800 krónur. Verðið er
sem sagt 43.900 krónur á manninn.
„Við erum bara hér í örfáa daga.
Allir segja að þessa staði verði
maður einfaldlega að sjá og þetta
var það ódýrasta sem við fundum,“
segir Mark. Farið var með fimm far-
þega jeppa en þau voru reyndar
þau einu sem mættu. „Við veltum
því ekki alvarlega fyrir okkur að
leigja bíl sjálf til að fara þennan
hring af því að aðstæður geta verið
ótryggar en hefðum svo sem allt eins
getað gert það.“
Sarah og Mark gengu í hjóna-
band í september en geymdu brúð-
kaupsferðina til Íslands þar til nú.
Þau keyptu flug og gistingu á verði
sem þau segja að hafi verið tiltölu-
lega sanngjarnt. Þau hafi hins vegar
fengið áfall við komuna.
„Við höfðum heyrt að verðlagið
hér væri hátt og áttum von á að
það væri kannski eins og í London.
Við höfum farið víða, til dæmis til
Moskvu þar sem eru mjög dýr hverfi
en þetta slær jafnvel það út,“ segja
hjónin sem ætluðu að gera vel við
sig þá fáu daga sem brúðkaups-
ferðin átti að vara. Lítið varð af því.
„Verðlag á veitingastöðum og
börum í Reykjavík er svakalegt. Við
hefðum einfaldlega farið á hausinn
ef við hefðum ekki haldið aftur af
okkur. Það er svekkjandi að hafa
þurft að gera það,“ segir Sarah.
Mark, sem er fertugur, er sam-
skiptastjóri hjá lestarfyrirtækinu
Network Rail. Sarah er 33 ára og er
dagskrárgerðarmaður á útvarps-
stöðinni Global Radio í heimabæ
þeirra Manchester.
„Við eigum vini sem eru að koma
til Íslands í næstu viku og þekkjum
fleiri sem velta því fyrir sér. Við
verðum að vara þau við því sem er
hér er í gangi. Þetta er eins og að
lenda í höndunum á fjárkúgurum,“
segja Bellew-hjónin sem komu
til landsins á miðvikudag og fóru
aftur heim í dag – nánast tómhent.
„Okkur langaði að kaupa minja-
gripi til að færa börnunum. Við
sáum Geysis-tröll sem kostaði 150
pund. Það er svona tífalt meira
en sambærilegur hlutur kostar í
London,“ segir Mark. Sama gildi
um tuskudýr, lopavörur og hvað-
eina sem þau hafa rekist á. „Ætli
við endum ekki á að reyna að finna
minjagripasegul á ísskápinn heima.
Þannig seglar kosta um tvö pund
annars staðar. Ef við erum heppin
sleppum við kannski með sex pund
hér.“ gar@frettabladid.is
Sem á valdi fjárkúgara í
brúðkaupsferð á Íslandi
Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að
lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaups-
ferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við verðlaginu.
„Það er talsvert af ferðamönnum í búðunum í reykjavík en maður sér varla nokk-
urn mann kaupa nokkuð,“ segja hjónin Mark og Sarah bellew. Fréttablaðið/VilhelM
Við hefðum einfald-
lega farið á hausinn
ef við hefðum ekki haldið
aftur af okkur.
Sarah og Mark Bellew
samfélag Bankaráð Landsbankans
hefur auglýst stöðu bankastjóra
bankans lausa til umsóknar.
Auglýsing þess efnis er í atvinnuaug-
lýsingum Fréttablaðsins í dag. Stein-
þór Pálsson, bankastjóri bankans,
lét af störfum fyrir skemmstu og
Hreiðar Bjarnason hefur verið starf-
andi bankastjóri síðan.
Farið er fram á að nýr bankastjóri
búi yfir ótvíræðum leiðtoga- og stjórn-
unarhæfileikum og
f ra m ú r s k a ra n d i
hæfni í mannleg-
um samskiptum,
auk menntunar og
þekkingar á við-
skiptaumhverfi og
fjármálamarkaði.
U m s ó k n a r -
frestur er til 28.
desember. – hh
Landsbankinn
auglýsir eftir
bankastjóra
efnahagsmál Húsnæðisverð hefur
hækkað hvað hraðast í heiminum á
Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu.
Frá september 2015 til september
2016 hækkaði húsnæðisverð um
12,9 prósent á Íslandi en um 5,5 pró-
sent að jafnaði um allan heim. Mest
var hækkunin í Tyrklandi, á Nýja-
Sjálandi og Íslandi.
Property Investor Today greinir
frá því að húsnæðisverð hafi hækkað
í Tyrklandi fimmta ársfjórðunginn
í röð og um 13,9 prósent milli ára
samkvæmt Global House Price
Index eftir Knight Frank.
Á eftir Íslandi hækkaði verð mest
í Kanada, eða um 11,7 prósent. Hús-
næðisverð hækkaði einnig í Banda-
ríkjunum og var í lok tímabilsins
hærra að raunvirði en nokkurn
tímann áður.
Húsnæðisverð er þó ekki alls
staðar á uppleið.
Húsnæðisverð lækkaði mest á
tímabilinu í Úkraínu, eða um 9,9
prósent, og í Taívan um 8,9 prósent.
Einnig lækkaði húsnæðisverð í Hong
Kong um 5,5 prósent og í Singapúr
um tvö prósent. – sg
Húsnæðisverð
hækkað einna
mest á Íslandi
15
12
9
6
3
0
tyrkland nýja-
Sjáland
Ísland Kanada austur-
ríki
13,9% 13,5% 12,9%
11,7%
9,5%
þróun húsnæðisverðs
Á einu ári í nokkrum löndum.
Steinþór Pálsson
12,9%
hækkaði húsnæðisverð á Ís-
landi frá september 2015 til
september 2016.
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
1
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
1
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
1
-0
5
9
4
1
B
A
1
-0
4
5
8
1
B
A
1
-0
3
1
C
1
B
A
1
-0
1
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K