Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 18
Valdapendúllinn hefur farið mjög mikið til neytenda. Valdimar Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík Það er ekkert sem virkar eins vel og virkt eftirlit neytenda sem hafa tök á að gera verð- samanburð. Ólafur Arnarson, formaður Neyt- endasamtakanna markaðurinn „Ég held að það sé vitundarvakn- ing hjá neytendum. Samanburður við útlönd er orðinn auðveldari í gegnum netið. Samfélagsmiðlar eru orðnir leið til að deila þessu og fjölmiðlar hafa líka sýnt þessu meiri áhuga núna,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Með samfélagsmiðlum hefur neytendahegðun að miklu leyti breyst á undanförnum árum. Neyt- andinn er stutt frá forsvarsmönnum fyrirtækisins og ein Facebook-færsla um ósanngjarnt verðlag getur haft gríðarleg áhrif. Undanfarnar vikur hafa dunið á fréttir um gríðarlegan verðmun annars vegar hér á landi og utan landsteinanna, dæmi hafa verið um dekk og legókubba. Fjölmiðlaumfjöllun hefur áhrif „Einstaklingur sem gerir samanburð og birtir á Facebook er gott mál, en það er virkilegur slagkraftur þegar sterkir fjölmiðlar taka þetta upp og fara að fjalla um þetta. Þá verður þetta alvöru mál. Það er samspil þessa held ég sem veldur þessu,“ segir Ólafur. Hann bendir á að annað sem geti einnig spilað inn í sé styrking krón- unnar. „Það er tilfinning okkar að verslunin í landinu hafi ekki látið þessa styrkingu ganga áfram til neytenda í lækkuðu vöruverði. Þetta á ekki við um alla, en þetta á við í of mörgum tilfellum. Það verður mjög áberandi og það verður sérstaklega áberandi með vörutegundir sem hafa alltaf verið dýrari hér en eru núna svívirðilega dýrar eins og dekk og legókubbar.“ Kaupmenn þurfa að bregðast við Ólafur segir að neytandinn vilji ekki láta bjóða sér þetta lengur. „Ég held að verslunareigendur og kaupmenn þurfi að bregðast við þessu hér því netverslun er svo auðveld. Ef þú pantar dekk þá eru þau komin til þín eftir viku en ef þú kaupir minni vöru er hún komin eftir tvo eða þrjá daga,“ segir hann.  Ólafur bendir á að fólk fari í auknum mæli í verslunarferðir og svo skipti það ekki máli varðandi verslun hvort neytandinn kaupi af íslenskri eða erlendri netverslun. „Hann situr bara fyrir framan tölvuna og flestir Íslendingar eru með þannig kunnáttu í ensku að þeir geta hæglega verslað á netinu, þetta er raunveruleiki sem kaup- menn standa frammi fyrir. Hingað eru svo að koma erlendar verslunar- keðjur eins og H&M og Costco. Þetta mun koma með samkeppni inn á íslenskan smásölumarkað, draga úr álagningu og koma neytendum til góða. En það er ekkert sem virkar eins vel og virkt eftirlit neytenda sem hafa tök á að gera verðsaman- burð,“ segir Ólafur. Mikil breyting á áratug „Valdapendúllinn hefur farið mjög mikið til neytenda. Fyrir tíu til fimmtán árum gat ég, ef ég fór á lélegan veitingastað, refsað fyrirtækinu með því að fara aldrei þangað aftur og sagt vinum mínum frá því. Þá heyrðu kannski ellefu af því, nú hefurðu tæki til að láta 500 vini á samskiptamiðlum heyra þetta sem og vini vina þinna. Það er allt í kerfinu sem ýtir undir það að neyt- endur tjái sig. Íslenskir neytendur eru að átta sig á því að þeir geta nýtt snjallsíma sína og samfélags- miðla. Alþjóðaviðskipti hafa líka aukist þannig að ef ég er óánægður kaupi ég bara á netinu. Þetta er allt Neytendur láta ekki bjóða sér hvað sem er Neytendur benda í auknum mæli á háa verðlagningu á samfélagsmiðlum og neyða fyrirtæki til að bregðast við. Formaður Neytendasamtakanna segir vitundarvakningu eiga sér stað. Fyrirtæki eru að læra að bregðast við þessu. Frétt sem birtist á Vísi um dekkjaverð vakti mikla athygli í vikunni. til styrkingar neytendum,“ þetta segir Valdimar Sigurðsson, doktor í markaðsfræðum með áherslu á neytendasálfræði. Hann er prófess- or við Háskólann í Reykjavík. Búið að missa nokkra sölu út Valdimar tekur undir með Ólafi um að það sé vaxandi óánægja með hátt verðlag hér á landi hvort sem það er á dekkjum, legókubbum eða barnafötum. „Sala að utan hefur aukist mikið hvort sem það er í gegnum Aliexpress eða versl- unarferðir vinkvenna til Boston. Það er almennt minnkandi trú á verslun hér á landi, bæði er það vegna vöruframboðs, eða þá versl- unin sjálf er ekki eins skemmtileg og erlendis og svo er það verðlagið. Ég get ímyndað mér að mörgum neytendum finnst þeir illa sviknir hér á landi, að verðlagið sé þannig að þú verslir bara þarna vegna þess að þú átt ekki annarra kosta völ,“ segir Valdimar. „Maður heyrir það svolítið að sumar verslanir hugsi þannig að þetta sé orðinn þeirra kjörmarkaður hér á landi: að selja þeim sem þurfa vöruna strax. Það er það sem verslunin þarf að gera því hún er búin að missa nokkra sölu út,“ segir Valdimar. Verð endurspeglar virði Hann bendir þó á að ef maður setur sig í spor verslunareigenda endur- spegli verðlagning oft meira þá virð- ingu og væntingar sem neytandinn fær, en ekki endilega kostnað og ein- hverja álagningu. „Það er alls ekki nýtt að þykja það góð viðskipti að reyna að búa til sem mest virði fyrir neytandann. Svo er líka spurning hvenær er verið að misnota þetta.“ Fyrirtæki bregðast við Að mati Valdimars voru fyrirtæki fyrir nokkrum árum algjörlega ber- skjölduð gagnvart gagnrýni á sam- félagsmiðlum. „Fyrir örfáum árum var ráðist á nokkur fyrirtæki og þau vissu ekki af því fyrr en eftir nokkra daga. Núna eru hins vegar fleiri fyrirtæki að taka upp stefnumótun í þessu. Þau átta sig á að það er ekki sniðugt að setja upp Facebook- eða Instagram-síður án eftirlits. Það kemur ekkert út úr þessu nema þú sért í almennilegu sambandi við neytendur. Nú eru mörg fyrirtæki að vinna á faglegri hátt til að svara svona gagnrýni.“ Hann bendir á að sum fyrirtæki sjái núna hvort þeir sem gagnrýna fyrirtækið séu áhrifavaldar á sam- félagsmiðlum og þá skiptir álit þess þau fyrirtæki meira máli. „Sam- skiptamiðlar eru bæði til góðs og ills. Það sem skiptir mig máli og aðra er að þetta geti gefið okkur betri fyrirtæki og betra samfélag ef við getum nýtt kraft neytenda,“ segir Valdimar. saeunn@frettabladid.is Neytendur eru duglegir að bera saman verð á gjöfum hér og úti. MyNd/TeiTurJ Einstaklega áhugaverð ferð til Víetnam sem býður uppá stórkostlega og ógleymanlega upplifun ásamt ótrúlegri sögu lands og þjóðar. Landið er einstaklega fagurt og gróðursælt með skógiklæddum fjöllum, gróskumiklum hrísgrjónaökrum, fossum og lækjum. Heimamenn taka einstaklega vel á móti ferðamanninum og hvarvetna má sjá brosandi andlit. Í upphafi ferðar er flogið til Frankfurt og gist í bænum Heidelberg rétt sunnan við Frankfurt. Daginn eftir er flogið til Ho Chi Minh City (Saigon) í suðurhluta Víetnam og dvalið þar í 4 nætur. Þaðan er haldið í norðurátt til fyrrum höfuðborgar Víetnam, Hue og borgarinnar Hoian en þær eru báðar afar áhugaverðar og á heimsminjaskrá UNESCO. Í lok ferðar er dvalið í höfuðborginni Hanoi. Þaðan verður farið í einnar nætur siglingu á Halong flóa með dæmigerðum bát heimamanna og gist þar eina nótt. Það er sem ævintýri líkast að sigla þar á milli stórfenglegra kalksteinskletta og fallegra sandstranda. Fjölmargar áhugaverðar kynnisferðir eru innifaldar í ferðinni og þess ávallt gætt að heimsækja áhugaverða sögulega staði en einnig að njóta alls þess sem þetta fallega land hefur uppá að bjóða. KEFLAVÍK – FRANKFURT / HEIDELBERG – SAIGON – HUE HOIAN HANOI – HALONG BAY – FRANKFURT – KEFLAVÍK Fararstjórar: Jón Ingvar Kjaran / Árni Hermannsson Frá kr. 469.900 m/fullt fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 469.900 m.v. 2 í herbergi Innifalið: Flug, skattar, 1 taska/20kg, gisting í 1 nótt í Heidelberg, gisting í 11 nætur á 4* hótelum í Víetnam. Fullt fæði innifalið. Fjölmargar kynnisferðir og sigling innifalið í verði. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 78 94 2 VÍETNAM Ógleymanleg upplifun14.-28. mars 2017 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -1 4 6 4 1 B A 1 -1 3 2 8 1 B A 1 -1 1 E C 1 B A 1 -1 0 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.