Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 22
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Óskandi væri ef hér á landi gæti skapast umræðuhefð sem tæki tillit til stað- reynda.  DRAMATÍSKASTA SJÓSLYSASAGA SEINNI TÍMA BGS / PRESSAN um Háska í hafi HHHH Illugi Jökulsson fer á kostum í spennandi, hrífandi frásögn. Fréttir úr slitabúum föllnu bankanna voru fyrirferðarmiklar í vikunni.Sagt var frá hlutabréfaeign Hæstaréttar-dómara í Glitni og þeirri staðreynd að þeir hefðu dæmt í málum er vörðuðu bankann sjálfan fyrir hrun, og málum sem varða starfs- menn bankans eftir hrun. Í vikulokin voru fluttar sam- bærilegar fréttir um hlutafjáreign dómara í Landsbank- anum, og einnig fréttir af riftunarmálum sem slitastjórn Glitnis íhugaði að höfða vegna úttekta úr bankanum á síðustu metrunum. Þær síðastnefndu vörðuðu ekki dómara. Fréttirnar byggjast í öllum tilvikum á traustum gögnum, sem líklega eru þau sömu í einhverjum til- vikum. Athygli vekur að frumfréttirnar hafa komið fram í að minnsta kosti þremur ólíkum miðlum. Hvergi hafa komið fram efnislegar athugasemdir um innihaldið. Kenningar um að samráð hafi átt sér stað eru fjarstæðu- kenndar. Raunar er merkilegt að sjá staðhæfingar um slíkt að óathuguðu frá fólki sem vill láta taka sig alvarlega. Fjölmiðlarnir sem fluttu fréttirnar studdust við stað- reyndir málsins, ekkert annað. Enginn dómur var felldur um hvort dómarar hefðu verið hæfir eða ekki í dóms- málum, hvort þeir hefðu uppfyllt reglur um skráningar á hagsmunum eða hvort viðskiptavinir bankanna hefðu framið einhver lögbrot með því að taka út háa fjármuni svona rétt áður en það varð um seinan. Fréttamennirnir sinntu sínu starfi og veltu upp spurningum sem þeir í góðri trú telja varða almannahag. Samt þurfa fjölmiðlar að sitja undir gamalkunnu stefi um að þeir gangi annarlegra erinda. Getur einhver í alvöru haldið því fram að tíðindi vikunnar teljist ekki fréttnæm? Það er hins vegar ekki í þeirra verkahring að veita svar við spurningunum, og því var reynt eftir megni að afla álits frá bæði starfandi lögfræðingum og háskólafólki. Fáir, sem ekki má halda fram að hafi beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, tóku hins vegar vel í þá málaleitan. Svörin báru þess merki. Það er ekki góður vitnisburður um þessar ágætu stéttir sem beinlínis eiga að hafa borgaralega skyldu til að leyfa okkur hinum að njóta sérþekkingar sinnar. Örfáir voru reiðubúnir að tjá sig undir rós og margir nafnlaust, sem ekki dugir í málum af þessu tagi. Sárafáir höfðu þó kjark til að koma fram opinberlega. Umræðan sem í kjölfarið spratt upp í samfélaginu var söm við sig. Menn – meirihlutinn karlar – tóku sér kunn- uglega stöðu í skotgröfunum. Svarið við spurningunum áleitnu virtist algerlega fara eftir því hvar menn skipa sér í lið. Eftir stendur að almenningur og við, fjölmiðlafólkið, erum í sjálfu sér engu nær og alltaf á byrjunarreit. Óskandi væri ef hér á landi gæti skapast umræðuhefð sem tæki tillit til staðreynda. Annars munum við sitja föst í sömu hjólförum og aldrei geta rætt okkur að niður- stöðu í neinu máli. Umræða í skotgröfum Stundum finnst mér eins og við séum fiskar í fiskabúri. Syndandi hring eftir hring, gleym-andi öllu jafn óðum og verða svo spennt/glöð/ reið yfir sömu hlutunum. Aftur og aftur og aftur og aftur. Ú! Kastali. Nú er komið að því að æsa okkur yfir Pisa-könn- uninni. Sem, hjá okkur Íslendingum, er skökk. Og það er vissulega rétt að æsa sig yfir því. Auðvitað gengur ekki að íslenskir nemendur séu verri en aðrir. Við eigum ekki að sætta okkur við að börnin okkar virðast ekki skilja nógu vel það sem þau lesa. Og við eigum að bregðast við því og reyna að laga þetta. Sömu svörin Ég hefði samt getað skrifað viðbrögðin fyrirfram. Kennarar segja að það vanti pening í skólakerfið, stjórnmálamenn segja að það sé eitthvað að kerf- inu og foreldrar kvarta yfir því að þurfa að hjálpa börnunum sínum að læra heima og þeir fái aldrei frí. Hvern vantar nú í þennan í hóp? Já, nemendur! Hvað skyldu þeir nú segja um þetta mál. Senni- lega alveg helling, en við gleymum bara alltaf að spyrja þá. En þegar við gerum það, þá skulum við alltaf tala við afburðanemendur sem eru, eins og lög gera ráð fyrir, ekki vandamálið. Þeim finnst skólinn bara eins og notaleg ganga á vordegi og, ef eitthvað, ekki nógu krefjandi. Kannski ættum við að tala við vitleysingana. Þessa sem sofa í tímum og geta aldrei komið með réttar bækur. Athuga af hverju þeir eru alltaf að verða okkur til skammar. Af hverju þeir geti ekki bara lært og skilið svo við komum ekki svona illa út á alþjóðavísu. Það er hræðileg landkynning. Mig langar hins vegar að segja ykkur frá einfaldri lausn, sem myndi án efa bæta árangur íslenskra námsmanna. Ég get ekki lofað því að við sláum út singapúrsk ungmenni í diffrun, eða næman ljóða- skilning Finna. En ég held að ég geti lofað því að eitthvað myndi gerast. Enda varla tilviljun að aðrar þjóðir gera þetta. Breytum klukkunni Í gærmorgun vaknaði ég með dætrum mínum kl. 7.50. Þær eiga að mæta í skólann kl. 8.30. Það er næstum því þremur tímum fyrir sólarupprás. Meinta sólarupprás, ætti maður kannski frekar að segja, því það er harla ólíklegt að við sjáum hana yfirhöfuð. Gæti það ekki verið að það hefði ekki góð áhrif á börn að ganga út í niðamyrkur mánuðum saman? Er ekki pæling að reyna að seinka klukkunni að minnsta kosti þannig að stundum sjái krakkar til á leiðinni? Eigi auðveldara með að ganga sjálf í skólann og mæta ferskari? Björt framtíð kom með þessa hugmynd en hún var slegin og hlegin út af borðinu af íhalds- mönnum allra flokka. Reyndar svo að hún var langt komin með að ganga af flokknum dauðum, sem flokknum sem vildi „bara fikta í klukkunni“. Hvernig væri að prófa þetta? Segjum bara í tvö ár. Ég veit að við getum þetta. Þó að íslensk börn séu léleg í stærðfræði er ég viss um þau geta fært stóra vísinn um klukkutíma tvisvar á ári. Er það ekki? Er það ekki bara þess virði að prófa þetta? Sjá til hvað gerist. Svo er ábyggilega gott að vera með restinni af Evrópu í þessu. Við getum kannski litið þannig á að fyrst þetta klára fólk í útlöndum gerir þetta, þá getur það varla verið svo vitlaust. Já, og ef ykkur vantar fleiri ráð: Ekki reyna að kenna drengjum flókna stærðfræði á gelgjuskeið- inu. Það er dæmt til að mistakast. Bjartir morgnar 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 3 1 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -0 F 7 4 1 B A 1 -0 E 3 8 1 B A 1 -0 C F C 1 B A 1 -0 B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.