Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 10.12.2016, Síða 26
Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 P R E N T U N .IS Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 • Dalbraut 1 Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl. JÓLIN ERU HJÁ OKKUR... .................................................... www.bjornsbakari.is Þegar ég heyrði fréttina í hebreska útvarpinu var ég á ferð rétt hjá Gaza þar sem ungmenni kasta steinvölum á móti byssukúlum her- manna. Rétt fyrir utan Tel Aviv í Ísrael gaf 93 ára gamalmenni upp öndina. Allir valdamestu menn jarðarbyggðar kipptust við, lögðu allt frá sér og stukku upp í flugvélar sínar. Með tveggja daga fyrirvara flugu þeir, langar leiðir til að votta virðingu þessum vitringi frá Aust- urlöndum. Viðstödd útförina voru öll helstu fyrirmenni veraldar, frá 70 þjóð- löndum, álíka margir og þegar Nelson Mand ela var kvaddur. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom einnig til að kveðja. Hamas fordæmdi. Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunar- tökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðar- dúfa. Stríð og uppbygging Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáð- ir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá inn- viði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flótta- manna sem streymdu alls staðar að úr heiminum. Hebreskan var endurlífg- uð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönn- um. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir. Landamæri Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernis- hópa, ættbálka, trúarbragða og tungu- mála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minni- hlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael. Friðarverðlaun Nóbels Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðu- neytanna, verið forsætisráðherra í tví- gang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðar verðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yass er Ara- fat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti. Við fyllumst reiði Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraels- manna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssu- fóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf. Steinvala Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið graf- arsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmon- ikkutónlist hljómaði og andrúmsloft- ið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna,“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa. Steinvala á leiði Símonar Peres Árið 1948 komu menn sem útskrifaðir voru af geð-sjúkrahúsi í New York saman á kaffihúsi. Þeir áttuðu sig á að margir sem legið höfðu með þeim höfðu komið aftur og aftur og ekki fundið sig í lífinu utan sjúkra- hússins. Þeir sem hafa dottið út úr rútínu daglegs lífs þurfa aðlögun að samfélaginu aftur. Þessi umræða varð upphaf að stofnun fyrsta klúbbhússins sem nú eru orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Upphaflega byggðu þeir á orðunum We are not alone eða við stöndum ekki ein. Félagsskapnum áskotnaðist hús á Manhattan og var gosbrunnur í garðinum. Húsið gekk undir nafn- inu Fountain House eða brunnhús og er alþjóðahreyfingin kennd við það. Í húsinu mótaðist kerfi sem byggðist upp á því að auka sjálfs- traust félaga og skapa andrúmsloft sem var ólíkt því sem þeir höfðu upplifað á sjúkrahúsum. Félagar og starfsfólk vann saman sem jafningjar að öllu sem gera þurfti í starfseminni. Allt rými var aðgengi- legt öllum og starfsfólk hafði ekki sér aðstöðu fyrir sig. Allar ákvarð- anir voru teknar í samhljómi án atkvæðagreiðslu og stjórn í dag- legum rekstri var á herðum félaga og starfsfólks í sameiningu. Dagur í klúbbnum átti að líkjast degi á vinnustað. Með ýmsum ráðum voru félagar studdir til fullrar þátt- töku í daglegu lífi með stuðningi til vinnu, í húsnæðisleit og öðru slíku. Hefur breytt lífi fjölda einstaklinga Nú er þessi starfsemi alþjóðleg og mótuð af stöðlum og gæðaeftir- liti. Rannsóknir í háskólum hafa sýnt að það fé sem varið er til starf- seminnar er lítið miðað við þjóð- félagslegan sparnað sem fólginn er í bættri heilsu, meiri atvinnuþátt- töku og færri innlögnum þeirra sem njóta góðs af kerfinu. Þá er ekki meðtalinn sá ávinningur sem félagar hafa í bættri heilsu og betra lífi. Hér á landi er Klúbburinn Geysir í Skipholti 29. Hann er rekinn í anda þessa kerfis. Hann hefur verið gæðavottaður reglulega og staðist fyllstu kröfur. Hann hefur starfað í yfir 16 ár og hefur breytt lífi mikils fjölda einstaklinga. Eina skilyrði fyrir þátttöku er að líða eða hafa liðið af andlegum veikindum. Ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu eða þekkja menn í þörf fyrir klúbbinn að kynna sér hann frekar. Hann hefur heimasíðuna kgeysir.is. Hægt er að hafa samband í síma 5515166 með t-pósti kgeysir@kgeysir.is eða koma á staðinn. Höfundur er félagi og stjórnar- maður í Klúbbnum Geysi og í ráðgjafahópi Alþjóðahreyfingar Klúbbhúsa. Stuðningsráð fyrir veika Jón Sigurgeirsson lögfræðingur og stjórnarmaður í Klúbbnum Geysi Rannsóknir í háskólum hafa sýnt að það fé sem varið er til starfseminnar er lítið miðað við þjóðfélagslegan sparnað sem fólginn er í bættri heilsu, meiri atvinnuþátttöku og færri innlögnum þeirra sem njóta góðs af kerfinu. Save the Children á Íslandi Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur við Tjörnina Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austur- landa hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -3 6 F 4 1 B A 1 -3 5 B 8 1 B A 1 -3 4 7 C 1 B A 1 -3 3 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.