Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 38
„Ég er að horfast í augu við gamla
neikvæðni og óunnin mál í fjölskyld-
unni. Það er svo auðvelt fyrir yngri
kynslóðir að benda og dæma, það
er svo mannlegt. Og kannski er það
sniðugt af náttúrunni, því þannig
erum við alltaf að horfast í augu við
okkur sjálf og ef til vill að létta á far-
angrinum fyrir börnin okkar. En ég
er líka að gera svolítið grín að sjálfri
mér. Því hver er eiginlega heill? Og
hver er eiginlega brotinn? Þegar ég
horfi til baka þá hef ég kannski talið
mig eiga gott tímabil, en kannski var
ég hvað mest brotin þá. Og öfugt. Við
erum alltaf að sjá ævi okkar aftur og
aftur upp á nýtt, frá nýjum sjónar-
hornum.“
Áhætta og velgengni
Sýningin hefur fengið góð viðbrögð.
Björk segir mikla áhættu hafa tengst
sýningunni, enda sé hún ákveðin til-
raun.
„Það er enginn að gera þessa sýn-
ingu í heiminum á þessum skala eins
og við erum að gera. Hún er sú fyrsta
þessarar tegundar. Sýningin var
mjög stór í Sydney, ein og hálf millj-
ón manns fór í gegnum sýninguna.
Þetta var í raun eins og listahátíð
hér heima og umgjörðin öll stærri.
Ég ákvað bara að láta á þetta reyna
og sjá hvað gerðist. Það gekk vel og
þá prófaði ég að fara með sýninguna
til Tókýó, mekka tækninnar. Þar var
sýningin haldin á tæknisafni sem er
nú orðið tuttugu ára gamalt. Það var
alveg ótrúlegt að sjá tuttugu ára sögu
róbóta á safni því tilfinningin er sú
að þetta sé eitthvað sem er nýhafið,“
segir Björk.
Sýningin í London var haldin í
Somerset House. „Þar var undir-
tónninn virðulegri, alvarlegri, annað
samhengi. En við fengum mjög góða
dóma og það var uppselt á sýning-
una allan tímann.“
Líkamleg nánd sýndarveruleika
Hverjir eru möguleikar sýndarveru-
leika og tónlistar?
„Ég hef lengi verið að taka þátt í því
að búa til myndbönd. Síðan ég veit
ekki hvenær, ég held 1982. Þannig að
ég hef mikla reynslu í þessum iðnaði
sem hefur gengið í gegnum margs
konar skeið. Ég var alltaf að reyna
að gera eitthvað nýtt og óska þess
að ég gæti gert eitthvað stórbrotið.
Brotið mig úr rammanum. Mér hefur
alltaf fundist sjónvarpið frábært en
samt eins konar millilending. Þegar
sýndarveruleikinn varð mögulegur
í tónlist þá varð ég strax mjög hrifin
og forvitin. Þarna er hægt að fara í
afmarkaðan heim þar sem maður
getur sleppt sér. Það heillar mig og
við erum rétt að byrja, núna erum
við að þróa hljóðið, láta það fara með
hreyfingunni á sama tíma og horft er.
Það þarf að semja lagið þannig, taka
tillit til skynhrifanna.
Það eru kostir og gallar en sterk-
ustu kostirnir eru þessi áhrif. Þessi
líkamlegu og nánu áhrif. Sýndar-
veruleikinn fer beint í heilann. Sá
sem horfir og hlustar er í miðjunni,
þess vegna er þetta svo spennandi,“
segir Björk og nefnir að vísinda-
menn séu líka heillaðir ekki síður
en listheimurinn.
Alltaf skilað auðu í pólitík
Björk er ekki virk í stjórnmálum að
eigin sögn og hefur alltaf skilað auðu
í kosningum.
„Ég hef alltaf skilað auðu í pólitík
og aldrei stutt neinn flokk. Meira að
segja þegar vinir mínir fóru fram í
Besta flokknum þá studdi ég þá ekki
á neinn hátt. Nema bara sem vinur,
eins og þeir hafa stutt mig sem vinir.
En alls ekki opinberlega eða með
fjárstuðningi.
Mín pólitík er hins vegar umhverf-
ismálin. Ég hef verið í um sextán
ár í sjálfboðavinnu í því að minna
Íslendinga á að þeir eigi þennan fal-
lega þjóðgarð og það gerist ekki sjálf-
krafa að hann verði verndaður. Og
það þarf að taka afstöðu,“ segir Björk
og segist stundum hafa áhyggjur af
því að með baráttu sinni hafi hún
þau áhrif að fólk geri minna.
„Ég fæ reglulega þetta áhyggju-
kast að fólk hugsi: Gott að Björk
er að þessu. Þá þarf ég ekki að gera
neitt. Því það er svo gríðarlega mikil-
vægt að allir taki afstöðu og ábyrgð í
umhverfismálum. Sérstaklega vegna
válegrar þróunar í loftslagsmálum.
Við héldum eitt sinn að við hefðum
fimmtíu ár til að breyta orkugjöfum
til þess að snúa við þróuninni, en
þau eru nú átta. Ef við ætlum virki-
lega að gæta þess að barnabörnin
okkar geti átt heima á jörðinni þá
verðum við að blanda okkur í bar-
áttuna með skýrum hætti.“
Ábyrgðarleysi stjórnvalda
Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi
íslenskra stjórnmálamanna, henni
finnst erfitt að fylgjast með þróun
mála í Helguvík og óttast mjög um
framvinduna í Hvalfirði.
„Mér finnst virkilega erfitt að
fylgjast með þróun mála í Helguvík.
Iðnaði sem ég barðist ötullega gegn.
Það er minna en fjórðungur ofnanna
kominn í gang og mengunarbræla út
um allt. Þá er Hvalfjörður í mikilli
hætti og þéttbýli í grennd. Þar er
stórslys í uppsiglingu sem verður að
stöðva. Þetta er svo mikið ábyrgðar-
leysi af hálfu stjórnvalda. Ég fylgist
núna með stjórnmálunum og stjórn-
armyndunarviðræðum og vona að
sterkur umhverfisráðherra taki við.
Einhver sem skellir ekki í margar
Helguvíkur heldur tekur ábyrgð.“
Gott líf í Vesturbænum
Björk býr á Íslandi langstærst-
an hluta ársins.
„Yfirleitt þegar ég er hérna á
Íslandi þá nýt ég þess að vera bara
heima í Vesturbænum. Fara í Vestur-
bæjarlaugina og Melabúðina. Mér
finnst það gott líf. Ég fer ekki mikið
í viðtöl, þá heldur fólk að ég sé á
flakki. Mér finnst það best, að halda
mig svolítið til hlés.“
Hvað með þessa eyju sem þú ætl-
aðir einu sinni að búa á í Breiðafirði?
„Ég var einu sinni að leita að eyju en
svo varð það að einhverju fjölmiðla-
máli og ég bakkaði út úr því. En ég á
mér griðastað, á sumarbústað á Þing-
völlum sem ég fer oft í. Hann hentar
mér betur. Ég veit ekki hvernig ég
ætti að plata unglinginn með mér í
afskekktan fjörð eða eyju,“ segir hún
og hlær. „Jæja, nú skulið þið koma
með mömmu á eyðieyju í tvær vikur!
En ég sé til þegar börnin eru búin í
skóla. Þá geri ég kannski eitthvað
alveg brjálað,“ segir Björk og brosir
við tilhugsunina.
Rými fyrir femínisma
Björk sagði í viðtali við Pitchfork að
hún skildi konur í tónlistariðnaði
sem fyndu fyrir misrétti. Er það
raunin? Er mikið misrétti í þessum
iðnaði?
„Mamma var mjög virk kvenrétt-
indakona og ól mig upp í því að nú
væri búið að kvarta og kveina og nú
þyrfti að gera hlutina. Svo fór ég og
gerði hlutina. Gætti þess að kvarta
ekki og kveina. En svo fór ég að finna
að yngsta kynslóðin hafði ekki sömu
reynslu. Það hafði komið bakslag
enn á ný og mér fannst ég þurfa að
styðja þær með því að segja þeim að
ég skildi þær. Þetta væri erfitt. Og
það er rétt.
Þjóðfélagið hefur alltaf ákveðið
rými fyrir vissan tíðaranda. Ég held
að síðustu ár hafi myndast sífellt
meira rými fyrir femínisma. Þetta
sveiflast og þegar rýmið myndast er
mikilvægt að koma með öll vanda-
málin á borðið og leysa þau. Svo
förum við aftur í tíðarandann þar
sem við trúum ekki á vandamálin
heldur það að gera,“ segir Björk og
á við að þetta séu eðlilegar sveiflur.
Gera allt sjálf
Hún gerir mikið sjálf og gætir vel að
öllu markaðsefni, útliti, búningum
og skilaboðum sem tengjast tónlist
hennar og list.
„Ég og mitt nánasta starfsfólk,
James Merry, Rosemary Llagorstera,
Derek Birkett og fleiri, við gerum allt
sjálf. Við setjum á netið, Facebook,
framleiðum kynningarefni og stýr-
um því, tónlistarmyndböndum. Mér
finnst eins og ég sé að vökva garðinn
minn. Þetta er ekki stjórnsemi af illu
tagi heldur er ég að vernda lögin mín.
Bara á sama hátt og ég passa að dóttir
mín fari í réttan skóla. Þetta skiptir
mig máli.“
En hvernig líður Björk, þegar hún
er að semja? Semur hún mikið?
„Það að semja lag hefur margar
hliðar. Ég hugsa að ég semji sirka
eitt lag á hverju fullu tungli. Þar er
kannski mesta flugið. Ég verð stund-
um hissa þegar ég hlusta seinna. En
það eru líka margar aðrar hliðar
á því að búa til tónlist sem ég ber
jafn mikla virðingu fyrir. Eins og til
dæmis þegar ég er að gera strengjaút-
setningar eða klippa saman riþma.
Kannski meira eins og að sauma út
eða prjóna. Rólegra en alveg eins
miklir töfrar og nostur og ef vel tekst
upp, alveg eins mikil gjöf. Annar
hraði, meira eins og að biðja bænir.
Síðan hljóðblandar maður og mast-
erar. Þetta eru allt mismunandi nálg-
anir á sama hlutnum: Að undirbúa
gjöf sem mann langar til að gefa, mis-
mikið straumlínulagað. Að velja með
natni hverjum af samtölunum við
mann sjálfan maður er til í að deila
og finnst einhver smá séns á að muni
tengja eða finna samruna þarna úti.“
„Það er enginn að gera þessa sýningu í heiminum á þessum skala eins og við erum að gera,“ segir Björk. Mynd/SAntiAGo FeLipe
Eftir því sEm ég Eldist
þá Eflist ábyrgðartil-
finningin sEm í raun
fylgir pönkinu.
þEtta Er Ekki stjórn-
sEmi af illu tagi hEldur
Er ég að vErnda lögin
mín. bara á sama hátt
og ég passa að dóttir
mín fari í réttan skóla.
„Þegar ég horfi til baka þá hef ég kannski talið mig eiga gott tímabil, en kannski var ég hvað mest brotin þá. og öfugt,“ segir Björk. Mynd/SAntiAGo FeLipe
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r38 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
1
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
1
-1
E
4
4
1
B
A
1
-1
D
0
8
1
B
A
1
-1
B
C
C
1
B
A
1
-1
A
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K