Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 52
Himneskt vörurnar fást í ríkulegu úrvali. Á vefsíðunni himneskt.is er að finna nánari upplýsingar um þær, uppskriftir og uppskriftamyndbönd. „Ég er alin upp við lífræna hobbí­ rækt foreldra minna og vandist því til dæmis að skafa af matar­ diskunum því að þau voru með safnhaug til að búa til mold. Ég hef gert það allar götur síðan. Ég lærði síðar í Danmörku en Danir hafa lengi verið framarlega í líf­ rænni ræktun. Það hafði ekki síður áhrif á mig,“ segir Sólveig, eða Solla eins og hún er oftast köll­ uð. Hún segir dönsk stjórnvöld sí­ fellt vera að vinna að framgangi lífrænnar ræktunar og vinna þau nú að því að tvöfalda lífrænt land­ búnaðarland fyrir árið 2020. „Við erum algerir eftirbátar Dana á líf­ ræna sviðinu. Það er ekki nóg að búa á afskekktri eyju og halda að eiturefnin blási bara burt. Þau fara alveg jafn mikið á plönturnar og ofan í jarðveginn og annars stað­ ar. Við verðum því að gera mun betur.“ Skipta beint við framleiðendur Himneskt­vörurnar voru settar á markað árið 2009 og var ákveð­ ið að fá þær vottaðar hjá íslensku Vottunarstofunni Túni ehf. en að baki því liggur mikil vinna og þurfa vörurnar og allt ferli þeirra að uppfylla strangar kröfur. „Við skiptum beint við framleiðendur í lífrænni ræktun á erlendri grund. Vörunum er jafnframt pakkað er­ lendis. Við köllum eftir ítarlegum gögnum að utan, sendum til vott­ unarstofunnar og sækjum þann­ ig um vottun fyrir hverja einustu vöru,“ segir Baldvin Valgarðsson, matvælafræðingur og gæðastjóri hjá Aðföngum, sem flytja vörurn­ ar inn. „Auk þess hafa Solla og Einar Þórisson, innkaupastjóri Að­ fanga, farið og heimsótt nær alla framleiðendur sem við skiptum við,“ bætir hann við. Heildræn hugsun „Það er ótrúlega gefandi og skemmtilegt,“ segir Solla „Það ríkir sífellt meiri samkeppni á milli lífrænna framleiðenda og menn ganga sífellt lengra í að hugsa hlutina heildrænt. Menn eru því ekki eingöngu að horfa í rækt­ unaraðferðirnar heldur leggja auk þess upp með að nota sólarorku í stað annarra orkugjafa, flokka allt sem hægt er að flokka og gæta að aðbúnaði starfsfólks svo eitthvað sé nefnt.“ En hvers vegna ætti að velja lífrænt? „Fyrir því eru bæði heil­ brigðis­ og umhverfissjónarmið,“ segir Solla og eru umhverfis­ sjónarmiðin henni ekki síst hug­ leikin. „Fyrir iðnbyltingu var að­ eins stunduð lífræn ræktun og þá tók hún þann tíma sem þurfti. Eftir hana fjölgaði fólki og fram­ leiðslukrafan jókst. Þá fóru menn að finna upp ýmsar aðferðir til að flýta fyrir ræktuninni, nota áburð til að bæta sprettu og efni til að draga úr afföllum með tilheyr­ andi áhrifum á náttúruna og heilsu fólks,“ útskýrir Solla. Hún heimsótti eitt sinn tómata­ bóndann á Ítalíu sem framleiðir lífrænu tómatana fyrir Himneskt­ vörulínuna og gaf sú heimsókn henni góða innsýn. „Hann hefur aðeins leyfi til að framleiða tiltek­ ið magn af tómötum á ári miðað við það landsvæði sem hann hefur yfir að ráða. Jarðvegurinn er ekki talinn þola meira og þarf hvíld inn á milli til að verða ekki næringar­ snauður, en það er ein af grunnfor­ sendum lífrænnar ræktunar. Sömu kröfur gilda hins vegar ekki um hefðbundna ræktun.“ Heilbrigð skynsemi Solla segir að í hennar huga snú­ ist þetta um heilbrigða skynsemi. „Hvort viltu borða mat sem er ræktaður með hjálp tilbúinna efna og sprautaður með skordýraeitri eða ekki?“ Viðráðanlegt verð Solla segist því setja andlit sitt við Himneskt með mjög góðri sam­ visku og að hinn góði málstað­ ur drífi hana áfram í starfi. „Þá höfum við alltaf lagt mikla áherslu á að vörurnar séu á viðráðan legu verði enda finnst mér ömurlegt til þess að hugsa að aðeins þeir efnameiri geti valið lífrænt. Til að halda verðinu niðri er versl­ að beint við framleiðendur. Þann­ ig getum við bæði valið það besta sjálf og tökum út kostnaðarsama milliliði.“ Að sögn Baldvins er lögð höfuð­ áhersla á að vörurnar uppfylli reglur Túns „Í okkar huga er mjög mikilvægt að hafa vottunaraðilann nálægan og að neytendur þekki til hans.“ Hann segir ýmsar fyrirspurnir og ábendingar koma frá neytend­ um í gegnum vefsíðu Himneskt og í beinum símtölum. „Það er okkar reynsla að þeir sem velja lífrænt séu meðvitaðir neytendur og vilji eðlilega afla sér upplýsinga um uppruna varanna, framleiðsluað­ ferðir og annað í þeim dúr. Við tökum öllum fyrirspurnum vel og svörum eftir bestu getu.“ Á vefsíðu Himneskt er jafn­ framt að finna uppskriftir og upp­ skriftamyndbönd frá Sollu þar sem hún sýnir hvernig nota má vörurn­ ar sem fyrir sumum eru framandi. „Það vita til dæmis ekki allir að það getur verið gott að setja hveiti gras í duftformi út í heimatilbúið súkku­ laði til að tempra sætuna og annað í þeim dúr,“ segir Solla og bendir á að ný og endurbætt vefsíða fari í loftið í byrjun árs. „Hún lofar svakalega góðu og ég er mjög spennt fyrir því að sýna afraksturinn.“ Mest seldu lífrænu vörurnar á Íslandi Himneskt eru mest seldu lífrænu vörurnar á Íslandi í dag. Um 150 Himneskt-vörur eru í sölu og eru nær allar með vottun frá Vottunarstofunni Túni ehf. Matarhönnuðurinn Sólveig Eiríksdóttir er andlit vörulínunnar en hún hefur lengi haft mikla ástríðu fyrir lífrænum matvælum og kynnt hinar ýmsu matarnýjungar fyrir landsmönnum. Í hennar huga snýst lífræn ræktun um heilbrigða skynsemi. Solla segist setja andlit sitt við Himneskt með mjög góðri samvisku og að hinn góði málstaður drífi hana áfram í starfi. Baldvin segir lagða höfuðárherslu á að vörurnar uppfylli reglur Túns. „Í okkar huga er mjög mikilvægt að hafa vottunar­ aðilann nálægan og að neytendur þekki til hans.“ MYND/ANTON BRINK LÍFRÆNT VOTTAÐ Kynningarblað 10. desember 20164 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -B 2 6 4 1 B A 1 -B 1 2 8 1 B A 1 -A F E C 1 B A 1 -A E B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.