Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 54
Sóley Elíasdóttir er konan á bak
við Sóley húðsnyrtivörurnar en
hún hefur rekið fyrirtækið um
áratuga skeið. Hún á ekki langt
að sækja þekkinguna á íslenskum
lækningajurtum en að baki henni
standa margir ættliðir grasa-
lækna, þar af nokkrar af þekkt-
ustu alþýðuhetjum Íslands.
Áður átti hún farsælan feril
sem leikkona en í raun kom það
fáum á óvart að Sóley skyldi taka
upp þráðinn frá langalangömmu
sinni, Grasaþórunni (Þórunni
Gísladóttur) og hefja framleiðslu
græðismyrsla eftir aldagamalli
uppskrift úr fjölskyldu Sóleyjar.
„Uppistaðan í græðismyrslunum
eru kraftmiklar íslenskar jurt-
ir, t.d. villt handtínt birki og vall-
humall sem saman mynda grunn-
inn í allri Sóley húðsnyrtivörulín-
unni,“ segir Sóley.
Tryggir hag neytenda
Vottunarferlið er tímafrekt og
strangt ferli að sögn Sóleyjar. „Ég
þurfti t.d. að bíða í tvö ár þar til
landið, þar sem við týnum jurtirn-
ar, fékk lífræna vottun frá þriðja
aðila, Túni, enda þarf að vera
tryggt að enginn áburður sé not-
aður á jörðinni. Ferlið er því mjög
strangt enda er hægt að kalla svo
margt lífrænt í dag þar sem orðið
merkir svo margt. En það er auð-
vitað ekkert að marka þetta ef við-
komandi vörur eru ekki vottaðar.“
Lífræn vottun tryggir hag neyt-
anda og undirstrikar að hægt sé
að treysta vörumerkinu bætir
Sóley við. „Ég með íslenska vott-
un á mörgum vörum mínum, þ.e.
íslenska lífræna vottun frá Túni,
þar sem hvert einasta innihalds-
efni er skoðað. Svo fór fyrirtækið
í það ferli að fá náttúrulega og líf-
ræna vottun erlendis frá Ecocert
sem er ein stærsta vottunarstof-
an í Evrópu.
Sóley húðsnyrtivörurnar eru
því náttúrulegar og umhverfis-
vænar að sögn Sóleyjar. „Öll upp-
skera okkar er í einstökum gæða-
flokki og um leið gætum við þess
að hún innihaldi aðeins virk efni.
Húðsnyrtivörurnar eru því lausar
við tilbúin rotvarnar-, ilm- og lit-
arefni, jarðolíur, parabenefni, pa-
raffin, phthalates, propylene gly-
col, PABA, petrolatum, sem og
önnur kemísk efni sem skaðað
gætu manninn og náttúruna.“
Öll kremin vottuð
Meðal vinsælustu vara Sóleyj-
ar eru Græðir, Eygló rakakrem,
Hrein hreinsimjólk og Lóa hand-
krem. „Öll kremin okkar eru vott-
uð en ekki sápurnar á þessu stigi
en við erum í því ferli núna.
Við sem samfélag erum orðin
svo meðvituð um matvörur, en
húðvörur eru líka fæða fyrir húð-
ina. Það sem við berum á okkur fer
inn í húðina og því skiptir innihald
húðsnyrtivara alveg gríðarlega
miklu máli. Fólk getur því treyst
á toppgæði þegar kemur að vörum
okkar.“
Vinnustofa og verslun Sóleyj-
ar er staðsett við Bæjarhraun 10 í
Hafnarfirði. „Þangað geta áhuga-
samir alltaf leitað eftir frekari
fróðleik og upplýsingum, auk þess
sem við seljum líka vörur okkar
þar. Fram að jólum er opið til kl.
17 alla daga vikunnar og við bjóð-
um alla velkomna.
Nánari upplýsingar má finna á
www.soleyorganics.com.
Sóley Elíasdóttir er stofnandi Sóley Organics. Vörur fyrirtækisins byggja á gömlum uppskriftum úr fjölskyldu hennar.
KiSStu mig er græðandi smyrsl með
villtum íslenskum jurtum.
hrein er andlitsmjólk með kvöldvor-
rósarolíu og villtum íslenskum jurtum.
Græðir er græðismyrsl með villtum
íslenskum jurtum.
eyGLÓ er lífrænt vottað andlitskrem
með villtum íslenskum jurtum.
Nærð er róandi andlitsvatn með appels-
ínublómum og villtum íslenskum jurtum.
Gjafakassar og ilmkerti frá Sóley eru
tilvalin í jólapakkann.
Verslun og vinnustofa Sóley Organics að Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði.
MYND/EYÞÓR
Lífræn vottun tryggir hag neytanda
Uppistaðan í húðsnyrtivörum Sóley Organics eru sóttar í aldagamlar uppskriftir úr fjölskyldu Sóleyjar Elíasdóttur en vörurnar eru bæði
náttúrulegar og umhverfisvænar. Vinnustofa og verslun Sóleyjar í Hafnarfirði er opin til kl. 17 alla daga vikunnar fram að jólum.
LífRæNt VOttað Kynningarblað
10. desember 20166
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
5
4
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
1
-9
E
A
4
1
B
A
1
-9
D
6
8
1
B
A
1
-9
C
2
C
1
B
A
1
-9
A
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K