Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 86
| AtvinnA | 10. desember 2016 LAUGARDAGUR24
Þarftu að ráða starfsmann?
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum
lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
Útboð
Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið:
Gamla höfnin
Norðurgarður, 2. áfangi
Bygging hafnarbakka 2017
Verkið felst m.a. í að reka stálþil, ganga frá stögum
og ankerum, rífa núverandi trébryggju, fylla inn fyrir
þil, steypa kantbita, leggja lagnir og steypa yfirborð
bakka.
Helstu magntölur eru :
Rekstur stálþils 120 m
Stög og ankerisplötur 42 stk
Fyllingarefni 28.000 m³
Regnvatnslagnir 200 m
Ídráttarrör fyrir rafstrengi 2.000 m
Snjóbræðsla 4.000 m²
Steypt þekja 4.000 m²
Malbik 400 m²
Verklok 15. nóvember 2017.
Útboðsgögn verða afhent án gjalds á stafrænu formi
með að senda beiðni með nafni bjóðanda,
símanúmer og nafni tengiliðs á netfangið
sigurdurgj@mannvit.is. Einnig er hægt að sækja
gögnin á pappír endurgjaldslaust á skrifstofu
Mannvits, Urðarðhvarfi 6, 203 Kópavogi frá og með
þriðjudeginum 13. desember.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík,
fimmtudaginn 12. janúar 2017 kl. 11:00.
Innkaupadeild
Ný verkefni í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Vesturbæjarskóli viðbygging.
Eftirlit með uppsteypu og fullnaðarfrágangi
ásamt breytingu á núverandi leikifimsal og
kaffistofu kennara, forval nr. 13825.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
FORVAL
Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félaga-
samtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið
ráðuneytisins á sviði félagsmála. Ekki eru veittir styrkir
til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir
sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið
við ráðuneytið.
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn
9. janúar 2017. Úthlutað verður eigi síðar en
28. febrúar 2017.
Reglur um úthlutun styrkja sem félags- og húsnæðismála-
ráðherra veitir samkvæmt safnliðum fjárlaga hverju
sinni er að finna á vefsíðu velferðarráðuneytisins
(www.vel.is).
Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að
því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu
og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni.
Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn.
Þá má m.a. veita til verkefna sem felast í því að:
a. Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi.
b. Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félags-
manna.
c. Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf.
Veittir eru styrkir til félagasamtaka sem starfa á sviði
endurhæfingar, málefna fatlaðs fólks, forvarna, fræðslu
og fjölskyldu- og jafnréttismála. Að þessu sinni verður
lögð sérstök áhersla á verkefni sem eiga að:
a. Efla svæðisbundið samráð á sviði aðgerða gegn
ofbeldi og afleiðingum þess, sbr. samstarfsyfir-
lýsingu þriggja ráðherra um aðgerðir gegn
ofbeldi og afleiðingum þess (sjá nánari upplýsingar
í auglýsingu á vef ráðuneytisins).
b. Draga úr fátækt og félagslegum afleiðingum
fátæktar.
Ekki eru veittir styrkir eingöngu til rekstrar. Með rekstri
er m.a. átt við rekstur skrifstofu, þ.m.t. greiðslu húsa-
leigu.
Mat á umsóknum
Starfshópur metur styrkhæfi umsókna og gildi þeirra
fyrir málefnasvið ráðuneytisins. Mat á umsóknum skal
einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því
sem við á:
a. Gildi og mikilvægi verkefnis fyrir viðkomandi
málaflokk.
b. Að umsækjanda muni takast að ná þeim
markmiðum sem að er stefnt.
c. Að verkefnið sé byggt á faglegum grunni.
d. Að gerð sé grein fyrir því í umsókn hvernig
staðið skuli að mati á árangri.
e. Fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækj-
andi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.
Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf
að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd þess verk-
efnis og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi
til greina.
Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef
Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is)
Innskráning á mínar síður – þrjár leiðir:
1. Auðkenning með rafrænum skilríkjum á vef
Island.is.
2. Auðkenning með Íslykli á vef Island.is.
3. Notandi velur flipann Nýskráning og skráir sig
á vefinn á kennitölu sinni, gefur upp fullt nafn,
heimilisfang og netfang og ákveður síðan lykilorð.
Hafi notandi sótt um áður á Mínum síðum velur hann
flipann Innskráning og skráir sig inn með einhverri
ofangreindra aðferða.
Undir flipanum Eyðublöð eru eyðublöð flokkuð eft-
ir ráðuneytum og stofnunum. Athugið að merkja við
velferðarráðuneytið. Þar undir er umsóknareyðublaðið
Styrkur af safnliðum fjárlaga 2017 – félagsmál.
Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á rafrænum eyðublöðum er að finna á vef ráðuneytisins.
Reykjavík, 10. desember 2016
Útboð
Framkvæmdadeild, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í
LED götulýsingarlampa vegna endurnýjunar lýsingar í bænum.
Lamparnir skulu henta fyrir lýsingu gatnakerfisins, stíga og bílastæða.
Heimilt er að bjóða í allar gerðir lampa eða hluta þeirra. Samningstími
er 3 ár. Útboðsgögn með nánari upplýsingum verða afhent rafrænt.
Óska má eftir þeim með tölvupósti á netfangið vikingurg@akureyri.is.
Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 12. janúar
2017.
Tilboðum má skila rafrænt á fyrrnefnt netfang eða í þjónustuanddyri
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.
Tilboð verða opnuð strax að loknum skilafresti í fundarherbergi
framkvæmdadeildar á 3. hæð Ráðhúss að viðstöddum bjóðendum
sem þess óska.
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
A
1
-B
C
4
4
1
B
A
1
-B
B
0
8
1
B
A
1
-B
9
C
C
1
B
A
1
-B
8
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K