Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 92
Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Fanney hefur alla tíð haft áhuga á bakstri og eldamennsku og hafði gaman af að fylgjast með í eldhúsinu sem barn. Þegar hún varð eldri fór hún svo að fikta sjálf í eldhúsinu enda áhuginn mikill. Vínrauðu flauelskökurnar hennar Elínar líta vel út á veisluborðinu. MYNDIR/MARÍA ELÍNARDÓTTIR Svo lengi sem Fanney Rut Elínar- dóttir man eftir sér hefur hún haft áhuga á bakstri. Svo mikinn að þegar hún var lítil var hún harð- ákveðin í að giftast bakara. Ný- lega kom út bók eftir Fanneyju, Stóra smákökubókin, en segja má að bókin sé fjölskylduverk því syst- ir Fanneyjar, María Elínardóttir, tekur allar myndir í bókinni og svo er hún gefin út hjá Drápu sem er útgáfa í eigu foreldra þeirra. „Hug- myndin að bókinni kviknaði síð- asta vor þegar pabbi fór að tala um að það vantaði bók fyrir jólin hjá Drápu. Við höfum bæði mjög gaman af því að baka smákökur fyrir jólin og því lá beinast við að hræra í smá- kökubók,“ segir Fanney sem bakar sjálf mikið fyrir jólin. „Sumar uppskriftir eru meira að segja bakaðar oftar en einu sinni, þá á ég við lakkrístoppana sem yf- irleitt klárast áður en ofninn nær að kólna og piparmintu marengsinn, en hann er oft gefinn sem aukagjöf eða notaður til að skreyta pakka.“ Spurð að því hvort hún sé mikið jólabarn segir Elín brosandi að það sé óhætt að fullyrða það. „Á skalan- um einn til tíu þá er ég sterk tólfa. Mér líður best í umhverfi sem lítur út eins og jólin hafi ælt rauðu og grænu yfir svæðið og ég elska skrít- ið, öðruvísi og óhefðbundið jóla- skraut.“ Eins og sönnu jólabarni sæmir heldur Elín ákveðnar jólahefð- ir í heiðri. Hún fer til dæmis með systkinum sínum niður að Tjörn að gefa öndunum brauð á Þorláks- messu þegar þau eru öll á landinu á sama tíma. Elín er hjá foreldrum sínum á aðfangadag og segir hún þau vera ansi stíf á því að setjast til borðs á slaginu klukkan sex, þegar jólaklukkurnar klingja. „Og svo má segja að það sé orðinn jólasiður að eitthvert af systkinum pabba kemur með síðasta pakkann til okkar eftir að við erum byrjuð að borða, það bara eru ekki jól ef það gerist ekki. Í aðdraganda jólanna hittist stór- fjölskyldan alltaf í laufabrauðsút- SUMAR SORTIR ÞARF AÐ BAKA OFT Vínrauðar flauelskökur eru bæði fallegar og góðar og því tilvaldar á kaffiborðið á aðventunni. Fanney Rut Elínardóttir bakar alltaf mikið fyrir jólin og nýlega kom út Stóra smákökubókin eftir hana. skurði þar sem við skerum út og steikjum rúmlega hundrað kökur og borðum svo hangikjöt og fleira eftir puðið. Svo má kannski bæta við að það sé orðin jólahefð hjá mér að eyða alltof miklum tíma í að skreyta pakkana sem ég gef ættingjum og vinum,“ segir Elín og brosir. Hún gefur hér uppskrift að vín- rauðum flauelskökum sem hún segir vera svolítið óvenjuleg- ar því þær séu svo fallegar á lit- inn. „Svona flauelsvínrauðar og jólalegar. Auk þess eru þær mjög góðar á bragðið og ekki flóknar í bakstri.“ Skatan er komin á Sjávarbarinn! Erum byrjuð að framreiða ilmandi skötu með öllu tilheyrandi. Alla daga fram að jólum. Afsláttur fyrir hópa. Pantanir í síma 517 3131 og 696 5900. Sjávarbarinn – Grandagarði 9 – sjavarbarinn.is Skötuveisla 3.600 kr. fyrir tvo til og með 16.des. Klipptu flipann út og taktu með þér. 2 FYRIR 1 FYRSTI VINNINGUR ER ÓTRÚLEG ÆVINTÝRAFERÐ FYRIR TVO TIL TÆLANDS AÐ HEILDARVERÐMÆTI 658.000 KR. Dregið föstudaginn 16. desember ÁSKRIFENDA LOTTERÍ 3X Tælandsferð fyrir 2 Tryggðu þér áskrift á 365.is eða í síma 1817 og þú ert komin/n í pottinn! Gildir fyrir alla sjónvarpspakkaáskrifendur í nóvember og desember VÍNRAUÐAR FLAUELSKÖKUR 200 g hveiti 20 g kakó 1 tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 115 g smjör 150 g púðursykur 50 g sykur 1 stk. egg 1 msk. mjólk 2 tsk. vanilludropar 1-1 ½ msk. rauður matarlitur 180 g súkkulaðidropar auk þeirra sem fara á kökurnar eftir bakstur Blandið saman þurrefnunum; hveiti, kakói, matarsóda og salti í stóra skál. Hrærið saman smjöri, sykri og púðursykri þar til deig- ið er rjómakennt. Bætið mjólk, eggi og vanilludropum saman við. Bætið að lokum matarlitnum út í og hrærið þar til liturinn er jafn. Bætið þessu næst þurrefnunum varlega saman við á meðan hrært er, líka súkkulaðidropunum. Hér má bæta við matarlit ef óskað er eftir skærrauðu deigi. Kælið í eina klukkustund, að lágmarki. Má vera allt að þrjá daga í ísskáp. Hitið ofninn í 180°C. Takið um 1 ½ tsk. af deigi og mótið kúlur á milli handanna. Hafið smá bil á milli. Bakið í níu til ellefu mín- útur. Þegar kökurnar eru tekn- ar úr ofninum má þrýsta á þær til að mynda í þeim sprungur. Setjið að lokum súkkulaðidropa ofan á heitar kökurnar. Leyfið kökunum að kólna í nokkrar mínútur á plöt- unni áður en þær eru teknar af. Til að gera þessar gullfallegu kökur dálítið jólalegri má sáldra flórsykri yfir þær eftir bakstur. Þá má líka nota hvíta súkkulaðidropa ofan á kökurnar. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R10 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -8 1 0 4 1 B A 1 -7 F C 8 1 B A 1 -7 E 8 C 1 B A 1 -7 D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.