Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 103

Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 103
Aðalbjörg er alin upp við sjóinn á Tálknafirði, umvafin fjöllum. Orka og hreinleiki náttúrunnar hefur alltaf heillað hana. „Ég finn fyrir orkunni í jurtunum, sjónum og fjöllunum og það var örugglega engin tilviljun að ég fór þessa leið í lífinu,“ segir hún. „Síðan er yndislegt þegar maður heyrir að varan hjálpi fólki.“ Að- albjörg notar margar tegund- ir villtra jurta og misjafnt er hvaða hluti hverrar jurtar er nýttur. Vörur Villimeyjar eru 100% lífrænt vottaðar frá Vottunar- stofunni Túni en vottunin trygg- ir öryggi neytandans um hrein- leika vörunnar og að fyrirtækið uppfylli þær kröfur um innihald afurða, uppruna og aðgreiningu hráefna, gæðastýringu og fleira sem reglur kveða á um. Það er mikið öryggi fyrir neytendur að varan er vottuð. Við skráum allt vinnsluferlið. Hver tínsla fær framleiðslunúmer og síðar þegar unnið er úr afurðunum þá er skráð hvaða afurðir eru not- aðar í hverja framleiðslu fyrir sig og hún fær lotunúmer. Þann- ig getum við fylgst vel með öllu vinnsluferlinu,“ segir Aðalbjörg. Eigin uppskriftir Vinnslan fer fram á Tálknafirði en það skiptir máli fyrir fersk- leika og virkni varanna. Það skiptir líka miklu máli á hvaða vaxtarstigi hver jurt er tínd og hvaða hluti hennar er nýtt- ur. Aðalbjörg hefur þróað allar uppskriftir sjálf og gætir að því að tína jurtirnar þegar virkni þeirra er mest. Allar vörur Villimeyjar eru ákaflega vinsælar og Aðalbjörg fær oft að heyra frá ánægð- um viðskiptavinum. „Ég bjó til fyrsta kremið mitt vegna þess að ég var alltaf kvalin af vöðva- bólgu í öxlum. Ég prófaði alls kyns krem og olíur án árangurs. Það var ekki fyrr en ég hafði búið til Vöðva- og liða Galdur sem ég fór að finna fyrir betri líðan. Núna gæti ég ekki verið án þess- ara vara,“ segir Aðalbjörg. „Ég bjó til smyrsli, olíur og jurta- seyði í fimmtán ár en eingöngu fyrir fjölskyldu og vini. Virkni varanna spurðist út og fólk hvatti mig mjög til að setja þær á mark- að. Allar vörurnar eru lengi á prufutíma áður en þær fara í sölu,“ segir hún. Lífræn vottun „Þegar ég tók áskorunum um að setja vörurnar á markað fór ég strax í að sækja um lífræna vottun en það ferli tekur nokk- urn tíma meðal annars vegna þess að landsvæði sem sótt er um vottun á, þurfa þriggja ára aðlög- un. Fjölskylda mín starf- ar með mér í fyrir tækinu og við tínum jurtirnar eingöngu í Tálknafirði og Arnar firði. Það þarf að passa vel upp á náttúruna, fara vel með landsvæðið og hvíla svæði milli ára til að raska ekki tegunda- samsetningu jurtanna á tínslusvæðum,“ útskýrir hún. „Landeigendur hafa stutt okkur ómetanlega í þessu. Þeir vita að við pössum vel upp á þetta.“ Vörur Villimeyjar eru smyrsli, olíur og eplaedik. Þær heita allar Gald- ur: Vöðva- og liða Gald- ur, Æsku Galdur, Sára Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, eigandi og stofnandi Villimeyjar. Hún hefur sjálf þróað allar uppskriftir. Lífrænt vottuð vara sem gerir gagn Aðalbjörg Þorsteinsdóttir hefur þróað og framleitt vörur frá árinu 1990. Hún setti fyrirtæki á laggirnar árið 2005 og vörur hennar eru löngu orðnar þekktar undir nafninu Villimey. Áhuginn á jurtum og áhrifamætti þeirra vaknaði á unga aldri í Tálknafirði. REYNSLUSÖGUR SEM BORIST HAFA Galdur, Húð Galdur, Fóta Gald- ur, Vara Galdur, Bumbu Gald- ur, Bossa Galdur, Unga Galdur, Berja Galdur, Hvannar Galdur og Birki Galdur. Ótrúleg virkni Aðalbjörg segir að það sé stund- um árstíðabundið hvaða vörur séu vinsælastar, sem dæmi segir hún að Húð Galdurinn taki kipp á haustin þegar fólk fær kuldaex- em en stundum rjúki sumar teg- undir allt í einu út, „Líklega er það virknin í vörunum sem þá fer manna á milli. Fólk notar vörurn- ar til að bæta heilsuna vegna ým- issa vandamála, vöðvabólgu, lið- verkja, sprunginna ilja, sveppa- sýkinga, þurrar húðar, brenndra bossa og alls kyns vandamála eða bara til að líða betur og fyr- irbyggja. Okkur er mjög umhugað um að fólk sé meðvitað um að það sem borið er á húðina fer inn í blóðrásina, sérstaklega hjá verð- andi eða nýbökuðum mæðrum og börnum en öll kremin og olíurnar má nota fyrir allan aldur. Þetta eru svo hreinar vörur og þær henta öllum. Fyrir nokkrum árum upp- götvaðist að Fóta Galdur þurrk- ar upp flökkuvörtur sem börn fá oft á leikskólum. Ég hef heyrt frá foreldrum sem hafa próf- að að bera kremið á vörtur með þessum góða árangri. Eins hafa vörtur á höndum og fótum horf- ið þegar hann hefur verið bor- inn á og plástur settur yfir til að kremið nái að liggja við. Það eru ótrúlegar reynslusögur sem ég fæ frá fólki og það er mjög ánægjulegt,“ segir Aðalbjörg. „Það heldur okkur gangandi því oft hefur róðurinn verið erfið- ur því mjög mikil vinna er að baki þessu öllu, meiri en fólk getur ímyndað sér. Ég veit að Sára Galdur hefur ótrúlega góð áhrif á brunasár, skurði eftir að- gerðir og legusár. Fóta Galdur hefur góð áhrif á sveppasýkingu og Vöðva- og liða Galdurinn er alveg magnaður, hreint ótrú- leg virkni á bólgur og alls kyns verki. Ég gæti endalaust talið upp svona dæmi sem fólk hefur sagt okkur frá. Æsku Galdurinn er andlitsolía, borin á kvölds og morgna sem dag- og næturkrem. Samkvæmt rannsóknum inni- heldur hún hátt hlutfall andoxun- arefna og hægir því á öldrun húð- arinnar. Hún inniheldur ekki vatn og því er hún frábær vörn í kulda og frosti auk þess að gefa henni góðan raka. Matís rannsakaði vörurnar og fengum við frábærar niðurstöð- ur,“ segir Aðalbjörg og bendir á að fólk sé orðið mun meðvitaðra um hreinar vörur í dag en fyrir tæpum tólf árum þegar vörurnar fóru á markað. „Kemísk efni fara inn í blóðrásina og fólk vill ekki þessi aukefni, allra síst fyrir börn- in sín,“ segir hún. Vörur Villimeyjar eru nýlega komnar í öskjur og eru því fal- leg gjafavara við öll tilefni. Þær eru fáanlegar á heimasíðunni www.villimey.is og í mörgum verslunum um land allt. FÓTA GALDUR „Dóttir mín fékk í vetur mjög mikið af flökkuvört- um og var mér þá bent á Fóta Galdur. Ég bar á hana þrisvar á dag og á einum mánuði hurfu allar vört- urnar. Ég var í skýjunum að geta læknað þetta með náttúrulegum efnum. Ég mæli hundrað prósent með þessu kremi.“ Berglind. VÖÐVA- OG LIÐA GALDUR „Ég er hjúkrunarfræðingur og sinni heimahjúkrun. Meðal annars heimsæki ég sjúklinga sem hafa verið í liðskiptum á hnjám og bíða eftir aðgerð á mjöðm- um. Þessi bið er oft löng og skjólstæðingur minn með slæma verki. Hann fann það upp hjá sjálfum sér að bera Vöðva- og liða Galdur á hnén fyrir nóttina. Það er með ólíkindum að sjá muninn eftir að hann fór að nota kremið reglulega, sleppir göngustaf og grind. Einnig talar hann um minni verki og betri hvíld. Gaman að upplifa að einhver söluvara standi undir væntingum og gefi sýnilega mun.“ Erna. FÓTA GALDUR „Ég fékk sveppasýkingu á fót og í nögl á fæti. Ég var settur á dýrt sveppalyf í þrjá mánuði en sýkingin kom aftur. Ég ákvað að prófa Fóta Galdur. Bar hann vel á kvölds og morgna og var ekkert að spara, passaði upp á að klippa nöglina oft svo að áburðurinn kæm- ist vel undir og ofan á hana. Ég bjóst ekki við því sem gerðist. Á þriðju viku fór ég að sjá mun á nöglinni og húðin var orðin góð. Á þremur mánuðum er svepp- urinn farinn og nöglin gróin heil fram. Nú eru tærn- ar fínar og ég ber Fóta Galdur reglulega á, til að fyrir- byggja að ég fái aftur sýkingu.“ Þorsteinn BOSSA GALDUR „Verð að hrósa ykkur fyrir Bossa Galdur. Dóttir mín er í tanntöku og því fylgir oft rauður bossi. Ég not- aði Bossa Galdur frá ykkur þar sem hann er tau- bleiuvænn og gerir þær ekki vatnsheldar. Strax dag- inn eftir var roðinn farinn og sárin eru að gróa. Við mæðgur erum mjög ánægðar með það.“ Thelma Ég finn fyrir orkunni í jurtunum, sjónum og fjöllunum og það var örugglega engin tilviljun að ég fór þessa leið í lífinu Kynningarblað LÍFRÆNT VOTTAÐ 10. desember 2016 11 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 1 -B 7 5 4 1 B A 1 -B 6 1 8 1 B A 1 -B 4 D C 1 B A 1 -B 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.