Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 108

Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 108
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r52 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð Hið undarlega er að þeir sem hafa verið verstir eru hvorki norrænu- fræðingar eða miðaldafræðingar, heldur þeir sem ekki þekkja efnið. Ágætt dæmi er fyrsti dómurinn sem birtist í Bergens Tidende. Niðurstað- an af honum var að ég hefði skáldað allt saman upp frá rótum, það var ekkert rúm fyrir argumentum, þetta með að skálda í eyður, þó svo maður upplýsti lesandann um það. Ef ég „skáldaði“ siglingu til Bjarmalands, hlaut ég að hafa skáldað allt annað, jafnvel heimildirnar. Þetta var bók- menntafræðingur, sérfræðingur í nítjándu aldar kveðskap. Ég hef fengið betri viðbrögð frá þeim sem þekkja fræðin og vandamálin sem um ræðir. Hinir ótrúlegustu menn þökkuðu mér fyrir að þora að sýna huglægni, því margir hafa skilið að vissulega er hægt að dulbúa huglægni í hlutlæga orðræðu.“ Fræðin fjarlægjast Öll þessi aðferðafræði og nálgun – fjarlægir þetta sig of mikið frá almenningi? Er erfitt að vera áhuga- maður? „Já, það er einmitt það sem hefur gerst. Einar Ólafur Sveins- son fór að Hlíðarenda og ræddi við bóndann þar. Í dag er bóndinn ekki með, hinum almenna leikmanni er haldið frá umræðunni. Vandamálin eru orðin svo sérstæð og krefjast svo mikillar þekkingar á rannsóknarsögu að þetta getur hinn venjulegi maður ekki sett sig inn í. Það er engin kvöð á akademíkernum að ráða bót á þessu. Samt sem áður, hvort sem er í háskól- um í Björgvin, Ósló eða á Íslandi, er talað um mikilvægi þess að miðla fræðum til almennings. En þegar allt kemur til alls þá fær akademíkerinn ekki eina einustu krónu fyrir að miðla til hins almenna lesanda, það þarf hann að gera af eigin hugsjón og á eigin kostnað. Hann fær bara stig og aukalaun fyrir fræðigreinar í vísinda- leg og ritskoðuð tímarit. Um leið sjáum við að áhuginn er til staðar. Það er bullandi áhugi á sögu, áhuginn á víkingaöld núna er gott dæmi. En því miður eru það kannski meira popúlískir miðlar sem sjá um að metta þessa þörf með misjöfnum árangri. Það eru þá fantasíubækur, sjónvarpsseríur og annað slíkt, sem aftur gerir fræðimenn pirraða. Mín tilraun var að reyna að fá þessa enda til þess að mætast. Kannski er það ekki hægt þegar öllu er á botninn hvolft, það er engu að síður göfugt takmark.“ Á milli línanna Geirmundur hentar og heillar þá vegna þess að hann er jaðarsettur af sögunni? „Já, hann er jaðarmenni í sögunni og það er það sem gerði það að verkum að ég fór að grafa eftir honum. Það er út af þessum undar- legu umsögnum um hann í elstu heimildum eins og Landnámabók sem maður skilur að einhver gömul hefð hlýtur að búa að baki. Þeir tæpa á þessari hefð en vilja ekki fara nánar út í það, þetta að hann var göfgastur landnámsmanna og reið um með áttatíu menn og slíkt. Þannig að maður fer að eygja ein- hverja sögu á bak við hina „opinberu sögu“, og það er sú saga sem mér finnst vera verðugt verkefni fræð- anna. Að endurmeta söguna stöð- ugt. Það sem ég sagði hér í upphafi má endurtaka, menn hafa á margan hátt gleypt hráa þá upphafssögu sem var búin til á hámiðöldum og ekki viljað kraka neitt í hana. Samtímis hafa menn talað fyrir strangri heim- ildarýni, jafnvel svo að menn eigi að kasta öllum miðaldaheimildum fyrir borð sem marklausum þjóðsögum. Þrátt fyrir þetta hefur það ekki komið nógu vel fram hvaða önnur saga geti þá verið þarna ef þessi upp- hafsmýta hámiðalda er marklaus, þ.e. norskir bændur á flótta undan Haraldi hárfagra. Tilraunin mín í stuttu máli er að reyna að lesa á milli línanna ein- hverja aðra sögu og stóla ekki á mið- aldamennina blint en ekki heldur kasta öllu þeirra efni fyrir róða. Það er sú heimildarýniaðferð sem ég reyni að þróa og kalla raunrýni. Að reyna að lesa á milli línanna og tengja þetta við aðeins breiðara svið og fleiri sjónarhorn, og reyna þannig að dæma um hvað geti verið áreiðan- legt og hvað ekki. Sagnfræði og bókmenntir En í Svarta víkingnum setur þú þig í spor miðaldaskrifara að vissu leyti. „Að vissu leyti geri ég það og það er áhugavert að sjá hvernig maðurinn er stöðugt að finna upp hjólið upp á nýtt. Hér í Noregi t.d. hefur það verið í umræðu í tíu, fimmtán ár hvernig hægt sé að koma góðum fræðibókum út til almennings. Lausnin sem menn hafa komist niður á er að reyna að beita einhverjum bókmenntalegum brögðum til þess að halda lesandan- um við, sviðsetningum. Þarna erum við allt í einu komin niður á það sem menn á miðöldum gerðu óhikað. „The narrative turn“ kalla menn það innan hugvísinda, að reyna að lifa sig inn í söguna, skrifa söguna eins og þeir halda að hún hafi gerst og af vissri hluttekningu. Þú sérð ekki hluttekningu sagnaritara vegna þess að þeir fela sjálfan sig svo vel í textanum en við nánari athugun sér maður að sögutexti er líka huglægur texti. Munurinn á mér og sagnaritara er sá að mín huglægni og mitt val, þ.e. rökin fyrir mínum tilgátum, er sýni- legt. Segja má að sagnaritari hafi alltaf skrifað Svartan víking á undan. Það verk er bara týnt og horfið og við aðeins með endanlegu afurðina. Sagnaritarar segja bara: Svona var þetta. Síðan er það eilíft þrætuepli fræðimanna hvað í þeirra texta var sagnfræði og hvað bókmenntir, veru- leiki eða skáldskapur, meðan þetta var ekki vandamál hjá þeim.“ En hvað með bókmenntirnar – er kannski von á nýrri skáldsögu á borð við Svar við bréfi Helgu eða eitthvað sambærilegt? „Já, það er nú alltaf eitt- hvað í gerjun. Það eru mörg járn í eld- inum og svo hamrar maður kannski eitt þeirra. Ég er með tvær skáldsögur í vinnslu og reikna með að önnur þeirra sé nú að komast á sæmilegt form. En ég er engin kýr. Ég framleiði seint og það væri löngu búið að slátra mér ef ætti að meta mig eftir slíkum viðmiðum.“ bækUr bjargræði HHHHH hermann stefánsson Sæmundur 2016 307 bls. með eftirmála Björg Einarsdóttir, kennd við Látra, fæddist fyrir sléttum þrjú hundruð árum og hefur hvílt í gröf sinni í tvö hundruð þrjátíu og tvö ár en á engu að síður brýnt erindi við Íslendinga, einkum Reykvíkinga, á því herrans ári 2016. Í skáldsögu Hermanns Stefánssonar, Bjargræði, hefur Björg orðið í þrjú hundruð síður, lætur vaða á súðum, rekur eigin sögu og síns samtíma um leið og hún hakkar í sig þann sálarlausa sjálfustangatíma sem hlustandi hennar, líkkistusmiðurinn Tómas, er uppi á. Tómas þessi er óttalegt gauf, að hennar mati, og hefur kallað Björgu til liðsinnis við að ráða fram úr eigin ástamálum og lífskrísum. Hún lætur hann hafa það óþvegið, skammar hann eins og hvern annan rakka, reynir að hrista í hann lífsdöngun í hverri kjarnyrtri ræðunni af annarri, en reynist síðan eiga við hann erindi í eigin þágu, erindi sem valdið hefur því að hún hefur ekki getað öðlast frið í gröfinni. Það er hrein nautn að lesa þenn- an reiðilestur Bjargar í útsetningu Hermanns, textinn er hrynfastur og mergjaður, málfarið aldeilis óborganleg blanda af fornu og nýju og sagan sem Björg rekur hér tölu- vert ólík því sem seinni tíma fræði- menn hafa viljað presentera sem sögu hennar. Í stað biturrar flökku- konu sem var hálfgerð hornkerling í samfélaginu birtist hér gríðar- sterk kona, sjómaður, kraftaskáld, ástkona og uppivöðsluseggur sem sagði samtíma sínum til synd- anna og lét engan eiga inni hjá sér. Aldeilis dásamleg kvenlýsing. Í leiðinni lætur Hermann Björgu gagnrýna okkar samtíma, samtíma Tómasar, á sama hátt og hún gagn- rýndi eigin samtíma og athuganir hennar og ályktanir eru á köflum eiturbeittar en um leið fáránlega fyndnar. Hinn pasturslitli líkkistu- smiður hefur ekki roð við þessum kvenmanni, enda kemur hann engu orði að, öll sagan er sögð í annarri persónu og lögð í munn Bjargar. Vaðallinn verður á köflum dálítið yfirþyrmandi og lesandinn týnir áttum um stund í frábærlega flétt- aðri samtvinningu fortíðar og sam- tíma, en eins skelegg og Björg er í þessari einræðu sinni er lítil hætta á öðru en að athyglisskertir inter- netlesendur samtímans séu reknir með harðri hendi inn í söguþráðinn aftur og eigi sér ekki útgöngu auðið fyrr en síðasta orð er lesið. Hermann Stefánsson hefur löngu sannað sig sem einn okkar áhuga- verðasti rithöfundur en ég er ekki frá því að með Bjargræði hafi hann toppað sjálfan sig og opnað sér nýja frásagnaræð sem vonandi heldur áfram að streyma úr í framtíðinni. Á meðan við bíðum eftir því er full ástæða til að hvetja alla sem unna góðum texta, góðri sögu, hressilegri samfélagsgagnrýni og síðast en ekki síst vel sköpuðum kvenkarakterum til að lesa Bjargræði. Ég held það sé óhætt að fullyrða að engum muni leiðast samfylgdin með Björgu. Friðrika Benónýsdóttir niðUrsTAðA: Leiftrandi skemmtileg og vel skrifuð skáldsaga með einum kraftmesta kvenkarakter sem sést hefur í íslenskum bókmenntum langa lengi. Af fláttskap og djöfuldómi, sálarleysi og sjálfustöngum Leitin að svarta víkingnum Ég get ekki yfirgefið Kvenhól með öllu við svo búið. Það er nefnilega svo að á þjóðgötunni milli Kven- hóls og Skarðs er gamall áningarstaður sem heitir Snorraskjól. Hér er hentugur hvíldarstaður fyrir þann sem ætlar fyrir Klofning sem skilur Skarðsströnd frá Fellsströnd, en þau svæði tengjast Geirmundi og Kjallaki. Snorraskjól eru nokkrir hamrar sem skera sig úr annars sléttu landslaginu milli fjalls og fjöru og undan hömrunum eru grösugar sléttur. Staðurinn er nokkurnveginn miðja vegu milli Skarðs og Kvenhóls. Arfsögnin hermir að fornir reimleikar séu á þessum bletti; yfirnáttúrulegt seiðmagn eða útgeislun í loftinu sem veldur því að hver sá karl eða kona sem á leið hjá verður gripin óskýranlegum losta; körlum rís hold en konum slaknar skaut, jafnvel þótt viðkomandi sé einn á ferð og í allt öðrum hugleiðingum. Þessir kraftar eru skýrðir á sama hátt og þegar eitt- hvað óhreint virðist liggja í loftinu, þó er munurinn sá að dularkraftarnir í Snorraskjólum eru jákvæðir og líf- gefandi. Slík fyrirbæri, bæði jákvæð og neikvæð, voru gjarna kölluð taufur til forna. Hinu ósæmilega seiðmagni Snorraskjóla er ekki lýst í miðaldaheimildum en eins og frændi minn Stein- ólfur frá Fagradal segir: „Getur hver og einn farið og prufað á sjálfum sér, beri hann brigður á að hér sé farið með rétt mál.“ Meðal þeirra sem hafa dregið þetta í efa var leiðsögukona sem Steinólfur ferðaðist einhverju sinni með í rútu um svæðið. Steinólfur fékk bílstjórann til að stoppa við Snorraskjól en þá reyndist leiðsögukonan guggna þegar á hólminn var komið. Steinólfur skýrði þetta seiðmagn með því að fólk hefði gjarna notað tækifærið til að gamna sér þegar það hvíldi sig á þessum áningarstað sem náttúran sjálf hefði lagt því til og að lífskrafturinn sem slíkar athafnir leysa úr læðingi hangi enn í loftinu. Eins og sönnum vísindamanni sæmir ákvað ég að gera slíka tilraun sjálfur einn sólríkan sumardag. Frænka mín Halla Steinólfsdóttir í Fagradal, sem komin er í beinan legg af Steinólfi lága, gaf mér ná- kvæma lýsingu á staðnum í gegnum síma; best að hún héldi sig í hæfilegri fjarlægð ef eitthvað reyndist hæft í þessum sögusögnum. Ég lagðist niður í Snorraskjólum, í grasi vaxna brekkuna undir fremsta hamrinum. Flugur suðuðu og niðri í fjörunni í fjarska sungu svanir. Skýin liðu mjúk- lega í norðurátt, ljós og skuggar léku á fjallshlíðum og sléttum. Jú, það stóð heima. Eftir á að hyggja get ég þó ekki skorið úr um það hvort ástæðan fyrir holdrisi mínu var þetta forna seið- magn eða væntingar mínar um að eitthvað slíkt myndi gerast. Eftir þennan atburð fór ég að sjá fyrir mér myndir tengdar kvennabúri Geirmundar á Kvenhóli: Þeir koma ríðandi með ströndinni. Árdagsbirtan merlar sjóinn við Breiðafjörð. Gróðurangan fyllir loftið og varphljóð komið í æðarfugla og máfa í mildum blænum. Það er farið að vora á Skarðsströnd. Geir- mundur er um fertugt, en sjálfur hefur hann ekki tölu á árunum. Hann hefur misst tvær af sýnilegum tönn- um sínum og gróft fæðið sem tíðkaðist á samtíð hans hefur slitið þeim sem eftir eru. Svarti höfðinginn er á leiðinni ásamt nokkrum útvöldum. Ég sé þá nálgast, rykskýin stíga upp af hrossastóðinu. Hann er klæddur sinni fínustu skarlatsskikkju og með selskinnsbóta á fótum. Þeir eru á leið til Kvenhóls til að svala hvötum sínum. Síðasti áningarstaðurinn er Snorraskjól. Spurn- ingin er sú hvort dularkraftar Snorraskjóla séu runnir frá fornu fari? Að ófullnægðar hvatir gangi aftur og lifi í loftinu? Slíkar reimleikasögur fela alltaf í sér mynd af innibyrgðri lífsorku af einhverju tagi – af lífskrafti (lat. libido) sem fékk ekki að blómstra. Væri ekki allt eins hægt að skýra töfra Snorraskjóla með nærveru lostafullra karla sem réðu sér vart fyrir eftirvæntingu? Farið sjálf og heimsækið Snorraskjól og leitið skýringa. Ef maður freistar þess svo að gægjast inn í skálann á Kvenhóli, þá eru þar kannski engar óhreinar, snoð- klipptar konur í gráum vaðmálsdulum. Nei – þær eru fagrar. Þær hafa greitt hár sitt og bera arabíska skart- gripi. Langeldur logar í skálanum. Þær eru skrýddar silki og öðrum dýrum vefnaði úr Dyflinn. Ef til vill hafa þær „tilbúinn augnfarða“ eins og andalúsískur arabi lýsir nokkrum Skandinövum á sinni samtíð. Þær hafa sig til. Þær eru aðlaðandi. Það er engu líkara en að þær vilji þetta sjálfar. Eða öllu heldur; af þeim valkostum sem í boði voru þá var þetta illskást. Það er tæpast hægt að líta á það sem frjálsan vilja, en þær vita að vel heppnuð þungun eftir eitthvert stórmennið er viss passi út úr þrældómnum. Það er hér sem það gerist. Mennirnir drekka mjöð og kannski vín þegar vel árar. Þeir virða kornsekkina fyrir sér og handleika sáð- kornið. Ræða málin. Svo fara þeir að renna hýru auga til kvennanna. Virða líkama þeirra fyrir sér eins og á gripasýningu. Þeir tala og hlæja, í loftinu liggur taum- laus losti. Þeir velja sér eina konu hver, kannski fleiri. Kormlöð leggst niður á bekk þakinn sauðagærum. Hún er svo eiguleg svona kviknakin. Stór barmur hennar er fagurlega hvelfdur og dúar notalega líkt og norðanylgjan í logninu. Það er hér sem þau mætast, norræna sáðfruman og keltneska eggið. Erfðir beggja fléttast saman og mynda órofa örlagaþráð. Það er engin leið að vita með vissu hvort þetta gekk svona fyrir sig á Kvenhóli. En stundum er ímyndunaraflið eina aðferðin sem við höfum til þess að fá sögu til að rísa upp úr tómum brotum. Sennilega er fulllangt gengið að staðhæfa að lið Geirmundar hafi tekið þátt í kynsvalli. En að eitthvað í þessa veru hafi átt sér stað, á einhverjum bæjum á tíma Geirmundarveldisins, með einhverjum þeirra ambátta sem hann flutti til landsins, það gefa erfðarannsóknir nokkuð öruggar vísbendingar um. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að finna dæmi um svipaða atburði á okkar tímum. En ætli maður að draga upp slíkar hlið- stæður skulum við muna að Geirmundur hafði ekkert að skammast sín fyrir. Hann lifði í samfélagi þar sem enginn hefði gagnrýnt þessa hegðun. Konurnar á Kvenhóli voru eign hans, hans eigin búfénaður. Hann gat gert við þær nákvæmlega það sem honum sýndist. Meðal lærðra manna á miðöldum fékk þessháttar hegðun hinsvegar sýnu verri einkunn, ekki síst þar sem þrælahald var ekki vel séð í kristnu samfélagi. Kóngar eða höfðingjar sem (mis)notuðu konur kynferðislega, birtast jafnan sem óréttlátir og óvinsælir í bók- menntum miðalda, enda þótt samtíðarskáld þeirra sömu manna hafi lofsungið kvensemi þeirra. Það er því ástæða til að ætla að fornar sögur um kvennabúr og írskar hjákonur hafi átt þátt í því að sagnaritarar á kristnum tíma höfðu litla samkennd með Geirmundi, og þar sé því um enn einn þátt að ræða sem skýrt getur þöggunina á sögu hans og umsvifum. Úr kaflanum Lífið á Kvenhóli og Ballará í bók Bergsveins Birgissonar Leitin að svarta víkingnum Munurinn á Mér og sagnaritara er sá að Mín huglægni og Mitt val, þ.e. rökin fyrir MínuM tilgátuM, er sýnilegt. 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -8 A E 4 1 B A 1 -8 9 A 8 1 B A 1 -8 8 6 C 1 B A 1 -8 7 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.