Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 10.12.2016, Blaðsíða 112
A lexis Sánchez er búinn að vera einn af betri leikmönnum ensku deildarinnar það sem af er tíma-bili, um það verður ekki deilt. Hraði hans og og leikni hafa lengi heillað knattspyrnuunn- endur og nú hefur markaskorun bæst við listann. Inni á vellinum er hann mikill spaði, gerir alls konar kúnstir með boltann og niðurlægir oftar en ekki andstæðinga sína með hreyfingum sínum og brellum, saman ber fimmta mark Arsenal gegn West Ham. En utan vallar er hann hæglátur og rólegur. Frá því hann gekk í raðir Arsenal hefur lítið farið fyrir honum á öðrum síðum blaða en íþróttasíðum og það er erfitt að finna viðtal við kappann. Það er vegna þess að dagleg rútína er ekkert sérstaklega flókin. Hann fer á æfingu, borðar vel og fer síðan heim þar sem hann dvelur þangað til hann mætir á ný á æfingasvæðið. Hann mætir sjaldan á opinbera við- burði og er ekkert úti á næturlífinu. Sánchez er alinn upp við sára fát- tækt og hefur bróðir hans sagt í við- tölum að fjölskyldan hafi varla átt í sig og á. Sánchez ólst upp í námu- bænum Tocopilla, sem heimamenn kalla horn helvítis en hún er gríðar- lega skítug, fjöllin eru hrjóstrug og vegirnir eru holóttir. Fátæktin, drullan og mengunin er mikil. Þegar Sánchez kemur heim til Tocopilla fer hann út á meðal almennings, situr með vinum sínum á veitinga- stöðum og talar við hvern sem er. Hann spilar jafnvel fótbolta með vinum sínum og er þá bara ber- fættur. Hann fór snemma að sýna alls konar brögð með fótbolta þegar hann var yngri til að reyna að vinna sér inn nokkra aura. Faðir hans yfirgaf Martinu, móður hans, þegar hann var rétt ókominn í heiminn. Martina ól upp fjögur börn og náði varla endum saman. Sánchez var lítið heima, hann var yfirleitt á götum Tocopilla að spila fótbolta berfættur. „Hann veit hvaðan hann kemur og gleymir því aldrei. Hann vill komast á toppinn og ég held að bakgrunnur hans hjálpi honum mikið,“ sagði Hum- berto, bróðir hans, í viðtali við El Pais árið 2013. Trúlega væri Sánchez námuverka- maður í Tocopilla líkt og flestir karl- menn í bænum ef hann hefði ekki haft töframáttinn í fótunum. Þeir fá 314 dollara á mánuði, en það eru nokkurra mínútna laun hans hjá Arsenal. Sánchez á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal og er sagður vilja 260 þúsund pund á viku sem er 50% launahækkun. Mesut Özil er sagður í svipuðum kjaravið- ræðum. Chelsea er víst sagt tilbúið til að bjóða Chile-manninum gull og græna skóga sem fór ekkert sér- lega vel í stuðningsmenn Arsenal. Þeir ætla víst að búa til risastóra fána og skilti til að sannfæra hann um að vera áfram og hengja upp í Undrabarnið frá hornihelvítis næsta leik. Eiga allar tilkynningar hans að vera með hundunum hans, Atom og Humber, sem eru svo vin- sælir að þeir eru með eigin Insta- gram-síður. Hann fékk snemma viðurnefnið íkorninn vegna hraða hans. Vinir hans breyttu því í El Nino Mara- villa, eða undrabarnið, eftir að hann skoraði átta mörk í einum barna- leik í Chile. Lið hans, Club Arauco, var að tapa 1:0 þegar Sánchez var settur inn á. Hann komst ekki í byrj- unarliðið af því að hann var tveimur árum yngri en allir hinir. Skömmu síðar gekk hann í raðir Cobreloa, þaðan fór hann til River Plate í Argentínu áður en Udinese keypti hann til Ítalíu. Þar sló hann í gegn og Barcelona keypti kauða til að leiða framlínu liðsins með Leo Messi. Hann verður 28 ára núna í des- ember og hefur verið, ásamt Özil, langbesti maður Arsenal. Ef hann heldur áfram að raða inn mörkum og leika sér að andstæðingum sínum eru allar líkur á að hann verði kjörinn leikmaður ársins. Sérstak- lega ef Arsenal heldur áfram á sömu braut því þá enda þeir sem meist- arar. Það hafa nefnilega komið í ljós brotalamir hjá keppinautunum að undanförnu. Á meðan er Arsenal á fullri ferð, alveg eins og Sánchez vill það. Tími hans í Evrópu hefur verið nánast ein góð skemmtisaga. Vissu- lega hafa komið erfiðleikar hér og þar eins og síðasta árið hans hjá Barcelona þar sem hann var tölu- vert á bekknum og var notaður sem varaskeifa. Frelsið á vellinum var horfið og þá var kominn tími til að fara. Hann endaði hjá Arse- nal þar sem Wenger nýtir hæfileika Sánchez til hins ítrasta enda virðist hann átta sig á að Sánchez breytist í litla strákinn sem sparkaði fótbolta á drullugum götum borgarinnar Tocopilla þegar hann stígur inn á völlinn. Og þannig er hann bestur. Leikvangurinn Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is 18 mánuðir er langur tími í fótbolta. bæði Sánchez og Özil eiga 18 mánuði eftir af Samningum Sínum og verða hér vonandi mun lengur. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal Ferill Sánchez Ár lið Mörk '05–’06 Cobreloa 9 ’06–’11 Udinese 20 ‘06–’07 Colo-Colo (lán) 5 ’07–’08 River Plate (lán) 4 ‘11–’14 Barcelona 39 ’14– Arsenal 55 Landslið Chile leikir 106 36 mörk Tölfræði á tímabilinu Leikir 18 Mörk 13 Stoðsendingar 7 Skot 55 alexis Sánchez, leikmaður Arsenal, hefur verið stórkostlegur það sem af er tímabili. Saga hans er stórmerkileg en hann ólst upp við sára fátækt í Chile. nafn: Alex is Sánchez félag: Ars enal treyjunú mer: 7 aldur: 27 ára 19.12.1988 hæð: 169 c m Þyngd: 62 kg land: Chil e 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r56 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -6 3 6 4 1 B A 1 -6 2 2 8 1 B A 1 -6 0 E C 1 B A 1 -5 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.