Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 118

Fréttablaðið - 10.12.2016, Page 118
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Oddbjörg Þórarinsdóttir Mýrum 6, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði, fimmtudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á slysavarnadeildina Unni á Patreksfirði. Kristín Torfadóttir Jón Torfason Kolbrún Sigmundsdóttir Þórarinn Torfason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og fyrrverandi eiginkona, Ingunn Hjördís Björnsdóttir Flétturima 8, áður Stórateigi 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 7. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Margrét Erlingsdóttir Daníel Erlingsson Ingibjörg Edda Haraldsdóttir Egill Erlingsson Ragnheiður K. Guðmundsd. Atli Erlingsson Anna Kristín Jóhannsdóttir Erlingur Kristjánsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Fr. Guðmundsson lést 3. desember á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi. Útförin verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 13. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Parkinson samtökin. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Kristjánsdóttir Halldór Guðbjarnason Guðmundur Fr. Kristjánsson Jenný K. Steinþórsdóttir Guðný Björg Kristjánsdóttir Markús Jóhannsson Smári Kristjánsson Soffía Júlía Svavarsdóttir Ástkær bróðir minn, mágur, frændi og vinur, Þórir Kristinn Kárason lést 30. nóvember. Jarðarförin fer fram mánudaginn 12. desember kl. 13.00 í Seltjarnarneskirkju. Þórhallur Kárason Oi Sirijanthrakan Alex Kári Þórhallsson Sigrún Pétursdóttir og frændsystkini. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Ástkær eiginmaður minn og faðir, Pálmi Ágústsson lést í Gautaborg 20. nóvember. Minningarathöfn fór fram frá Sant Sigfrid kapellu þann 6. desember. Guðlaug Jónsdóttir Trausti Pálmason Það er nú ekki hægt annað en gleðjast yfir því að fá að eiga svona mörg afmæli og alveg sjálfsagt að fagna því,“ segir Sigurður Skúlason leikari spurður hvernig það sé að verða sjötugur í dag. Hann heldur upp á tímamótin með útgáfu hljómdisks þar sem hann flytur ljóð, sonnettur, eintöl, smásögu og fáeina söngva sem hann kveðst raula með sínu nefi. „Ég er ekki söngvari svo það út af fyrir sig er bara fífldirfska, en lífið er ófyrirsjáanlegt og fullt af alls konar hliðarsporum og hjá- leiðum og það er nú það skemmtilega við þetta allt saman og engin ástæða til að draga inn árar þó aldurinn færist yfir.“ Diskurinn heitir Svo húmar að með ást og á umslaginu er mynd af manni sitjandi á bekk við sjóinn að horfa á sólarlagið. Sigurður segir myndina og titilinn haldast í hendur við aldursskeið- ið og það sem er að gerast. Hann hefur séð um útgáfuna að öllu leyti sjálfur og kveðst hafa varið í það talsverðum tíma undanfarna mánuði. „Annars starfa ég um þessar mundir sem afgreiðslumaður í versluninni Bútabæ, sem Guðrún, kær- astan mín, rekur. Þar er maður að beita kvarða og mæla fataefni, selja garn og lopa og fleira, sem segir bara að alltaf má breyta til og prófa nýja hluti. Ég var í Verslunarskólanum fyrir meira en 50 árum og kannski er maður fyrst núna að beita einhverri af þeirri þekkingu sem maður meðtók þá.“ Var hann sem sagt ekki strax ákveð- inn í að verða leikari? „Jú, jú, það var einbeittur vilji og ákvörðun sem tók mig strax barn að aldri. Ég fór í List- dansskóla Þjóðleikhússins níu ára gamall með þá von í brjósti að komast á svið og það gekk strax eftir. Verslunar- skólinn togaði í mig aðallega vegna þess að ég bjó í Þingholtunum, í næstu götu við skólann. Og á horninu á Grundar- stíg og Skálholtsstíg var líka vinalegur kaupmaður sem hét Gunnar og mér fannst eitthvað heillandi við hugmynd- ina um kaupmanninn á horninu sem seldi nauðsynjavörur og átti í góðum samskiptum við fólkið í hverfinu. En leiklistin hafði yfirhöndina. Samhliða Versló var ég hjá Ævari Kvaran leikara einn undirbúningsvetur og síðan þrjú ár í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins.“ Inntur eftir eftirlætishlutverkum svarar Sigurður: „Það er ekki auðvelt að svara svona spurningu. Sum hlut- verk hafa meiri vigt og áhrif en önnur, oftar er þetta þó spurning um verkið sjálft og leikstjórann og hópinn og and- ann í vinnunni. Þegar það allt smellur saman á jákvæðan, vekjandi hátt gerist það sem skiptir máli. En það sem ristir dýpst hvað mig snertir í leikhúsinu eru kynnin við William Shakespeare, við hugsun hans og anda. Hann er eins og djúpur brunnur sem stundum virðist alveg botnlaus. Þar talar maður af meiri innsæisskilningi en ég hef rekist á ann- ars staðar. Og ég þreytist seint á að vitna í ýmis tilsvör hans úr leikritunum. Ein af mörgum uppáhaldstilvitnunum eru þessi orð Pána í Hinriki IV: „Er það ekki kynlegt, að girndin skuli lifa getuna svo mörg ár!““ gun@frettabladid.is Er það ekki kynlegt …? Sigurður Skúlason leikari er sjötugur í dag og í tilefni þess gefur hann út hljómdisk með flutningi sínum á ljóðum, sonnettum, eintölum, smásögu og líka fáeinum söngvum. „Það er engin ástæða til að draga inn árar þó aldurinn færist yfir“ segir Sigurður. fréttablaðið/Stefán Þar er maður að beita kvarða og mæla fataefni, selja garn og lopa og fleira sem segir bara að alltaf má breyta til og prófa nýja hluti. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Salvör Hannesdóttir Arnkötlustöðum, lést þann 25. nóvember á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Útför fór fram frá Árbæjarkirkju í Holtum þann 3. desember í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til allra sem glöddu móður okkar með heimsóknum og góðum kveðjum í veikindum hennar. Hannes Birgir Hannesson Steinunn Heiðbjört Hannesdóttir Hafsteinn Jóhann Hannesson Hugrún Fjóla Hannesdóttir tengdabörn og barnabörn. 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r62 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -3 6 F 4 1 B A 1 -3 5 B 8 1 B A 1 -3 4 7 C 1 B A 1 -3 3 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.