Fréttablaðið - 10.12.2016, Qupperneq 132
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN
Þú finnur jólagjöfina
hjá okkur
Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík 554 6969
lur@lur.is www.lur.is
Hvíldarstólar og -sófar
í miklu úrvali
PILLOWISE
heilsukoddar fyrir alla
Glamour Thermoskönnur
KUBIKOFF
Ruggustólar
TRIPODE lampar
Sweet home hnífaparasett fyrir börn
JACOB stóll frá Calia ItaliaORACOL tungusófi
Hvíldarsófar í miklu úrvali
Gæðarúm frá Belgíu
FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM,
SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Opið
alla
daga
fram
að jó
lum
Velkom
in í he
imsókn
!
Áttu
von
á ges
tum?
CALIA
svefns
ófi
NÝTT
Náttbo
rð frá
Arte-M
„Það eiginlega gerðist bara ósjálf-
rátt,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir
aðspurð um það hvað hafi orðið til
þess að hún hefur verið að fást við
örsöguna sem bókmenntaform.
Nú í haust sendi hún frá sér bókina
Óttaslegni trompetleikarinn og
aðrar sögur, og eru allar sögurnar
í þessu knappa en kjarnmikla
formi örsögunnar. „Ég eiginlega
bara slampaðist á þetta, hafði ekki
mikið notað þetta áður, en fannst
þetta bara svo skemmtilegt. Þann-
ig að ég hreinlega sat við og skrif-
aði nokkra tugi af svona sögum
síðasta árið.“
Örsagan er dáldið sérstök í
forminu og þykir stundum falla
aðeins á milli ljóðs og sögu en
Sigurbjörg segist hallast að því að
þetta séu sögur fremur en ljóð. „En
ég hef hins vegar hitt lesendur sem
segjast lesa þetta eins og ljóðabók
og orðið svona frekar hissa á því.
En ég hef þó bætt því við að það
gangi alveg upp og að það væri
auðvitað þeirra upplifun og auð-
vitað andmæli ég því alls ekki.
En mér finnst vera meiri sögu-
þráður eða kannski öllu heldur
aðstæður í örsögunni heldur en í
ljóðunum. En þetta er náttúrulega
mjög knappt form og þess vegna
er eflaust gott að vera með ein-
hverja ljóðaæfingu í höndunum,
að maður sé vanur því að þurfa að
skera.“
Örsögurnar eru þó oft eins og
Sigurbjörg bendir á aðstæður
fremur en sögur með upphaf og
endi. „Já, þetta eru svona leiftur.
Ég á vin í Hollandi, frísneskan höf-
und, sem skrifar í nokkuð svipuðu
formi og hann segist kalla þetta
flash-fiction og mér finnst leiftur-
saga vera gott orð og ná ágætlega
utan um þetta. Þá ljómar eitthvað
upp, hvort sem það er persónan
eða aðstæðurnar.“
Þetta lýsir forminu vel þar sem
er rétt gægst inn í líf fólks en engu
að síður inn að einhverjum kjarna.
„Þakka þér fyrir. Það gleður mig ef
það hefur heppnast,“ segir Sigur-
björg og hlær. Þetta eru nokkuð
margar sögur og ólíkar aðstæður
sem þarna verða til. En skyldi
Sigurbjörgu ekki finnast neitt
snúið að fara á milli svo margra
radda og ólíkra sögumanna? „Nei,
það kemur nú af sjálfu sér. Þetta
er ólíkt því sem er í ljóðunum þar
sem er oft sterkari strengur á milli
ljóða í röddinni. En það er gaman
að láta reyna á fjölbreytnina. En
sögumennirnir eru líka þannig að
það er talsvert hægt að lesa í þá
og viðhorf þeirra til lífsins, víð-
sýni eða fordóma, svona eftir því
hvernig sagan er sögð og í hvaða
persónu. Þannig að þeir koma
stundum upp um það hvað þeim
finnst akkúrat þegar þeir eru að
reyna að hylma yfir það.“
Sigurbjörg segist eiga slatta af
afgangssögum sem fengu að vera
með í þessu safni af ýmsum sögum.
„En ég er eiginlega komin út í
aðeins öðruvísi og aðeins lengri
sögur þannig að maður veit eigin-
lega aldrei hvað verður næst.“
Leiftursaga er gott orð
Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér ljóð, skáldsögur og
leikrit en fer nú um slóðir örsögunnar með trompetleikara.
Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur, segir að það hafi verið gaman að láta
reyna á fjölbreytnina sem örsagan veitir. Fréttablaðið/SteFán
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
En SögumEnnirnir
Eru líka Þannig að
Það Er talSvErt hægt að
lESa í Þá og viðhorf ÞEirra
til lífSinS, víðSýni Eða
fordóma, Svona Eftir Því
hvErnig Sagan Er Sögð og í
hvaða pErSónu.
lEgnám
Móðir mín fór í legnám fyrir skömmu. ég veit að slíkt er yfirleitt ekki rætt
í hópi sem þessum, og ég vona að móðir mín frétti ekki af þessu tali, en
ég held á köflum að þetta hafi haft meiri áhrif á mig en hana. auðvitað
fór hún varlega fyrst eftir aðgerðina og svona, en svo virðist hún bara
hafa gleymt þessu.
ég hef hins vegar verið töluvert dapur síðan, segi ekki þunglyndur,
en dapur. Mér finnst eins og ég hafi tapað einhverri rót, innri tilfinn-
ingu fyrir uppruna, sjálfu föðurlandinu – að breyttu breytanda. ég á við,
hvaðan er maður ef legið sem fóstraði mann er ekki lengur til staðar?
Hvert á maður að beina sinni sívaxandi heimþrá? Hvað verður um frum-
skjólið, minninguna um líknarbelginn, allar duldirnar? Og svo heldur
hún bara áfram að mæta í Pílates eins og ekkert sé!
nú, til þess að létta stemmninguna áður en almennar umræður hefjast
hafði ég ákveðið að segja ykkur skrýtlu, hún kemur hér í stuttri útgáfu:
Kona var hjá kvensjúkdómalækni, sem spurði hana nokkurra spurn-
inga áður en skoðun hófst. ein þeirra var hvort hún hefði farið í legnám.
– nei, ég fór nú bara í húsmæðraskóla, svaraði konan að bragði.
ég vil taka það fram, til þess að forðast misskilning, að konan í
skrýtlunni er ekki móðir mín.
óttaSlEgni trompEtlEikarinn
Óttaslegni trompetleikarinn var aldrei í rónni. Hann var hræddur um að muna
ekki kjúið sitt, hann var hræddur um að vita ekki hvernig lesa ætti úr formerkj-
um (það hefði þá þurft að athuga hjá lækni því hann hefur kunnað formerkin
síðan hann var níu ára), hann var hræddur um að munnstykkið á hljóðfærinu
myndi losna af í miðju sólói, hann var hræddur um að gleyma að anda.
Óttaslegni trompetleikarinn var líka hræddur við dauðann, hann var
hræddur um að lenda í fjárhagskröggum, hann var hræddur um að konan hans
myndi hætta að elska hann (það hefði þá þurft að útkljá hjá sálfræðingi enda
er hún ekki viss um að hafa elskað nokkurn mann), hann var hræddur um að fá
liðagigt í fingur, hann var hræddur um að eignast leiðinlega nágranna.
eiginkona trompetleikarans tók annan pól í hæðina. Hún sagði eitt sinn:
– elskan (sem var meira svona fast orðalag fremur en að hún meinti það
heilshugar), brjóstin mín hafa aukist að skriðþunga og flutt suður á bóginn.
Það er mitt svar, ef þú segir að þau séu sigin. að sama skapi getur þú sagt að
munnstykkið af hljóðfærinu hafi ákveðið að skoða heiminn, ef þú missir það
úr gininu á þér. Og ég vona satt að segja að óþolandi nágrannar flytji í risið
– það yrði þá dagleg staðfesting á því hvað við erum skemmtileg. Hættu nú
þessu nöldri og haltu áfram að kremja rifsberin.
en óttaslegni trompetleikarinn sleppti ekki takinu af ótta sínum enda hefði
það haft skaðleg áhrif á sjálfsmynd hans og við því mátti hann alls ekki.
Úr bókinni Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur eftir
Sigurbjörgu Þrastardóttur
1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r76 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
0
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
5
2
s
_
P
1
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
5
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
A
1
-0
A
8
4
1
B
A
1
-0
9
4
8
1
B
A
1
-0
8
0
C
1
B
A
1
-0
6
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
5
2
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K