Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 142

Fréttablaðið - 10.12.2016, Side 142
Sörur Botn 4 egg (eggjahvítur) 230 g heslihnetur (eða möndlur) 230 g flórsykur Hitið ofninn í 180°C. Hakkið hesli- hneturnar eða möndlurnar í mat- vinnsluvél. Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið hnetunum og flórsykrinum varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappírklædda ofnplötu. Bakið í 10 – 12 mínútur. Krem 4 egg (eggjarauður) 1dl vatn 130 g sykur 250 g smjör, við stofuhita 2– 3 msk. kakó ½ tsk. vanillusykur eða vanillu-ext- rakt 1msk. sterkt uppáhellt kaffi Þeytið eggjarauðurnar. Hitið vatn og sykur þar til það hitnar og verður að sírópi. Hellið sírópinu saman við eggjarauðurnar i mjórri bunu og haldið áfram að þeyta. Skerið smjörið í teninga og bætið út í. Næsta skref er að bæta kakó, vanillu og kaffi út í kremið. Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silkimjúkt. Það er ágætt að smakka sig til á þessu stigi. Kælið kremið áður en þið setjið það á kök- urnar. Gott er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka eða nota teskeiðar til þess að smyrja kreminu á þær. Það er algjört smekksatriði hversu mikið af kremi fer á kökurnar. Kælið kökurnar mjög vel, helst í frysti áður en kökurnar eru hjúpaðar. Hjúpur 300 g súkkulaði, t.d. suðusúkkulaði Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfið kremhlutanum á Sörunum ofan í súkkulaðið. Gott er að geyma kökurnar í frysti, takið þær út með smá fyrirvara áður en þið berið þær fram. GLAMOUR ER KOMIÐ ÚT! Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða áskrift á Glamour.is. 200 blaðsíður 2 forsíður Gómsætur jólabakstur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sælkeri og sjónvarpskokkur,  deilir með okkur jólauppskriftum sem sniðugt er að baka eftir um helgina. Um er að ræða ljúffengar Sörur og piparkökubollakökur. Eva Laufey Kjaran deilir gómsætum uppskriftum fyrir jólin. FréttabLaðið/VaLLi Sörur eru mjög vinsælar yfir hátíðirnar. Mynd/EVa Piparkökubollakökur með karamellukremi „Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur og þær voru virkilega góðar og skemmtileg tilbreyting frá klassísku piparkök- unum. Þetta er öðruvísi útfærsla á piparkökum sem allir þekkja og kemur skemmtilega á óvart, einföld, fljótleg og góð uppskrift sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin,“ segir Eva Laufey. Uppskrift 250 g sykur 140 g smjör við stofuhita 3 egg við stofuhita 250 g Kornax hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk. vanillu-extrakt eða vanillu- sykur (það er líka gott að nota fræin úr vanillustöng) 1 tsk. kanill ½ tsk. malaður negull ½ tsk. hvítur pipar ½ tsk. engiferkrydd Bollakökuform Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönd- una og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silki- mjúk. Skiptið deiginu niður í bolla- kökuform og bakið við 180°C í 15–18 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær kreminu. Karamellukrem 200g smjör, við stofuhita 400g flórsykur 4 msk. þykk karamellusósa, t.d. dulce de leche ½ tsk. kanill 1 tsk. vanillu-extrakt eða vanillu- sykur Þeytið smjör og flórsykur saman í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið kremið því betri áferð verður á því. Bætið karamellu, kanil og vanillu út í og þeytið enn betur í 2–3 mínútur. Setjið kremið í sprautupoka og skreytið kökurnar að vild. Það er afar gott að rífa niður smá súkkulaði og skreyta kökurnar með súkkulaði- bitum eða ferskum berjum. Sörur eru ómissandi í des-ember og þær eru í sér-staklega miklu uppáhaldi hjá mér og minni fjöl-skyldu. Það tekur lengstan tíma að búa þær til svo ég byrja yfirleitt á því að baka þessar kökur fyrir jólin, það er svo gott að vera búin að því og geta fengið sér eina og eina í desember. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf fyrir jólin en upp- skriftin er frá mömmu minni,“ segir Eva Laufey. Piparkökubollakökur með ómótstæði- legu karamellukremi er skemmtileg til- breyting frá klassísku piparkökunum. Mynd/EVa ÉG ætLa að dEiLa mEð yKKur uPP- SKriftinni SEm ÉG GEri aLLtaf fyrir jóLin En uPPSKriftin Er frá mömmu minni. 1 0 . d e s e m B e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r86 L í f i ð ∙ f r É T T A B L A ð i ð 1 0 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 5 2 s _ P 1 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 1 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 5 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 1 -5 4 9 4 1 B A 1 -5 3 5 8 1 B A 1 -5 2 1 C 1 B A 1 -5 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 1 5 2 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.