Morgunblaðið - 20.10.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 20.10.2015, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Í meginatriðum er þrennskonar skipulag á rekstri heilbrigðis- þjónustu á Vestur- löndum. Á Norður- löndum er heilbrigðisþjónustan skattafjármögnuð (Beveridge-kerfið). Kostnaður er fjár- magnaður allt að 80% með sköttum (al- mennar tryggingar) og greiða tekjuhæstir mest. Tilvísana er krafist í mörgum löndum. Verktakasamningar við lækna eru víða í sjálfseign- arstofnunum er varða forvarnir og öldrunarþjónustu. Laun eru ákveðin í samningum við ríkið með hliðsjón af greiðsluhæfni al- mennings. Peningar fylgja ekki sjúklingum.* Mismunandi tryggingakerfi Í Mið-Evrópulöndum er frjálst tryggingarkerfi, fjármagnað að mestu með iðgjöldum launafólks (70-75%). Iðgjöldin eru hæst meðal hátekjufólks. Stjórnin er í höndum tryggingarfélaga og sjúkrasamlaga undir eftirliti rík- isins. Gróðareknar sjúkrastofn- anir eru starfræktar og fylgja peningar að nokkru leyti sjúk- lingum. Í Bandaríkjunum og fleiri lönd- um, m.a. Kína og nokkrum fyrr- verandi Sovétlöndum, er heil- brigðisþjónustan að verulegu leyti einkavædd. Ríkið eða op- inberir aðilar fjármagna 30-50% af kostnaðinum. Eingungis „op- inbert“ starfsfólk er tryggt af op- inberum aðilum. Sjúklingar eru tryggðir hjá einkareknum trygg- ingaraðilum eða eru ótryggðir. Breytingar á samfélagsrekinni heilbrigðisþjónustu yf- ir í einkarekna eða einkavædda heilbrigð- isþjónustu. Í kjölfar verktaka- samninga Breta við lækna árið 1991 urðu verulegar breytingar á samfélagslegum rekstri og við tók einkarekstur og að hluta til einkavæddur rekstur, skv. skýrslu breska þingsins frá árinu 1995. Mörg opinber sjúkrahús eru nú einkarekin og taka við einkafjármagni frá hlut- höfum sem markaðsvæða stofn- anir og vilja eðlilega græða á rekstrinum. Hagnaðarsjónarmiðin valda því að frekar eru valdir „auðveldir“ sjúklingar til með- ferðar en síður erfiðir/þungir sjúk- lingar vegna aldurs eða langvinnra sjúkdóma. Sjúklingum mismunað og ójafnræði skapast Vitnað er í fjölmargar greinar í þekktum enskum og bandarískum læknablöðum um slík viðvik. Stjórnunarkostnaður hefur tvö- faldast og færst meira í hendur hluthafanna. Heildarkostnaður er 90-100% hærri í Bandaríkjunum en á Norðurlöndum. Kostnaður í Mið-Evrópu er 15-18% hærri en á Norðurlöndum. Samfélagslega rekin heilbrigðisþjónusta Hagnaðarkrafa er ekki forsenda samfélagslega rekinnar heilbrigð- isþjónustu. Laun starfsfólks eru ákveðin með samningum við ríkið með greiðslukostnaði í þágu sjúk- linga en ekki í „frjálsum“ samn- ingum líkt og í einkavæddum rekstri. Hátekjufólk sem er yf- irleitt vel vinnufært er að öllu jöfnu heilbrigðara en lágtekjufólk, þ.e. ungt fólk, konur á barneign- araldri, skammtímamenntað fólk, öryrkjar og aldraðir. Fyrrgreint fólk er yfirleitt tekjuhærra og greiðir því að öllu jöfnu meira í skattgreiðslur til heilbrigðisþjón- ustu líkt og til menntunarmála þó að þarfir þess fyrir heilbrigð- isþjónustu séu minni. Einkavædd heilbrigðisþjónusta Í einkavæddri þjónustu eru greiðslur í anda einfaldrar mark- aðshyggju, þ.e. greiðsla í hlutfalli við þörfina. Hátekjufólk greiðir því minna en lágtekjufólk. Þeir veikustu verða gjarnan útundan. Helstu frumherjar markaðs- hyggjunnar vara við „einfaldri markaðshyggjureglu“ þar sem neytendur skortir grunnþekkingu í samanburði við seljendur, t.d. í heilbrigðis/dóms-/menntunar og mengunarmálum. Hinu opinbera ber að tryggja hag og öryggi neytenda. Árangur, gæði og kostnaður eftir rekstrarformi Árangur forvarna, þ.e. heilsufar og dánartíðni ungbarna ásamt mæðradauða og ævilíkum, er marktækt betri á Norðurlöndum en í BNA og Bretlandi. Mun hærri kostnaður þar veld- ur ójafnræði í þjónustunni. Þrátt fyrir 90-100% hærri heildarkostnað í BNA ásamt rekstri frábærra sjúkrahúsa og 15-18% hærri heildarkostnað í Mið-Evrópu en á Norðurlöndum er meðferðarárangur í helstu sjúk- dómum, s.s. hjarta- og æða- sjúkdómum og krabbameini, ásamt skilvirkni og gæðum, svip- aður á Norðurlöndum og í BNA og Mið-Evrópu. Af framangreindum gögnum virðist stjórnvöld skorta rökstuðn- ing fyrir því að breyta rekstrar- fyrirkomulagi heilbrigðisþjónust- unnar, en vissulega þarf að bæta fjármögnun heilbrigðisþjónust- unnar, meðal annars til að draga úr biðlistum. * Stuðst er við ársskýrslur OECD í París 2012-2013 og WHO í Genf 2011-2012. British Medical Journal. JAMA og Pri- vatisation of health service. NHS. Pic. Verso London 2004-2005 Skipulag heil- brigðisþjónustu á Vesturlöndum Eftir Ólaf Ólafsson » Gerður var saman- burður á árangri, gæðum og heildarkostn- aði heilbrigðisþjónust- unnar á Norðurlöndum, í Mið-Evrópu og Norð- ur-Ameríku 2011-2012. Ólafur Ólafsson Höfundur er læknir. Gæði, árangur og heildarkostnaður heilbrigðisþjónustunnar á Vesturlöndum 2011–2012 Ævilíkur Ungbarnadauði (af 1.000 lifandi fæddum) Of létt börn (af 1.000 lifandi fæddum) Mæðradauði (af 100.000 lifandi fæddum) Dánartíðni úr kransæðastíflu 30 dögum e. útskrift (af 100 legum) Dánartíðni úr legháls- krabbameini (af 100.000, A-staðlað) Dánartíðni 15–60 ára (af 1.000 fæddum) 5 ára lifun e. brjósta- krabba- mein (%) 5 ára lifun e. meltingar- krabba- mein (%) Norðurlönd 81,3 2,4 4,6 6,6 4,9 2,2 71,4 84,5 60 V-Evrópa 81,4 3,6 6,8 6,8 7,2 2,6 73,9 83,9 57,8 Bandaríkin 78,7 6,1 8,1 21 5,5 3,1 106 90,5 65,5 Bretland 81,1 4,3 7 12 7,8 3,8 76,5 78,5 51,6 Ísland 82,4 1,6 3,2 5,0 5,7 1,7 54 88,3 66,1 Dánartíðni úr sykursýki (af 100.000, aldurs- staðlað 30–70 ára) Dánartíðni úr hjarta-, æða- og öndunar- sjúkdómum (af 100.000, aldursstaðlað 30–70 ára) Sjúkrarúm (á 1.000 íbúa) Meðal legutími (á 1.000 íbúa) Dvöl á fæðingar- deild (í dögum e. fæðingu) Fjöldi keisara- skurða (%) Fjöldi lækna (á 1.000 íbúa) Fjöldi útskrifaðra (á 1.000 íbúa) Norðurlönd 84,4 11,4 3,3 5,7 2,6 16,9 3,6 166,2 V-Evrópa 78 11,2 5,7 6,4 3,6 24,7 3,6 191,3 Bandaríkin 137 24 2,8 4,9 2 31,4 2,5 129 Bretland 91 20 6,4 1,8 24,1 2,8 136 Ísland 65 7 3 5 1,8 14,7 3,5 141 Fjöldi kransæða- þræðinga m.t.t. kransæðadauða Greiðslumáti Fjöldi endur- gerðra mjaðma- liðaaðgerða Kostnaður á íbúa í kaupmáttarjafnvægi í alþj. dollurum PPP Kostnaður á íbúa sem % af þjóðar- framleiðslu Kostnaður ríkisins af heildargreiðslum (%) Norðurlönd 2,11 Fjármagnað m. sköttum 25,5 4.351 9,6 81,5 V-Evrópa 3,41 Iðgjöld launafólks 4.646 11,3 74,4 Bandaríkin 2,14 Nær 60% e-tryggingar, fjármagnað m. sköttum 8.505 17,7 52,3 Bretland 1,4 Nær 60% e-tryggingar, fjármagnað m. sköttum 3.405 9,4 w84,1 Ísland 1,91 Fjármagnað m. sköttum 16,95 3.305 9 82,2 Gengið hefur verið hart að lögreglunni til langs tíma hvað fjölda lögreglumanna varðar og kjör þeirra þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á þörf fyrir hið gagnstæða í mörgum skýrslum og að verk- efnin séu fleiri, flókn- ari, alþjóðlegri og meira krefjandi. Stjórnmálamenn hafa virst sýna þessu skilning fyrir kosn- ingar en taka svo ekki mark á sjálf- um sér. Hvers vegna? Hvaða pólitík er þetta? Eða getur verið að lög- regla borgi sig ekki? Það er að vísu ekki hlaupið að því að meta hvers virði lögregla er. Hún er þó hornsteinn lýðræðislegs rétt- arríkis sem ekki þrífst án hennar. Virði lögreglu í því sambandi er ómetanlegt. Hvernig metum við virði lögreglu? Ein aðferð er að líta til þess kostnaðar sem einstaklingar og samfélagið ber sem þolendur af- brota sem lögreglu ber að stemma stigu við. T.d. fylgir þjófnuðum mælanlegt tjón fyrir þolendur, sbr. t.d. milljarða tap verslunarinnar – sem bitnar svo á hinum almenna borgara. Lækkun fasteignaverðs þar sem glæpatíðni eykst er svo dæmi um óbeinan kostnað. Önnur aðferð bygg- ist á því að spyrja fólk hvað það sé tilbúið að borga fyrir hlutverk lögreglu. Lögreglan er ekki í samkeppni á markaði, það væri enda mjög óeðlilegt, færi jafnvel gegn grunn- hugmyndum frjáls- hyggjunnar, en skv. sumum útlendum rann- sóknum sem byggjast á þessari aðferð virðist „markaðurinn“ tilbúinn að borga lögreglu betur en stjórnvöld. Aukið eftirlit hefur meiri forvarn- aráhrif en lenging dóma! Flestir fara eftir lögunum þegar þeir skynja lögreglueftirlit, athuga t.d. öku- hraða sinn er þeir sjá lögreglu- bifreið. Og þar sem fleiri umferð- arlagabrot eru framin má búast við fleiri óhöppum. Því má spyrja hvort meira eftirlit lögreglu hefði mögu- lega getað leitt til færri slysa á árinu, þ.m.t. banaslysa sem kostað hafa ellefu mannslíf? Að miklu leyti á þetta við um aðra málaflokka sem lögreglan kemur að. Er t.a.m. mögu- legt að öflugri lögregla hefði að ein- hverju leyti getað stemmt stigu við „hvítflibbaglæpum“ í aðdraganda hrunsins og mildað höggið sem varð? Áhrif og árangur lögreglu skýrist að talsverðu leyti af fjölda lögreglu- manna, reynslu þeirra og þekkingu. Sýnt hefur verið fram á í útlendum rannsóknum að þar sem glæpir eru tíðir fækkar þeim þegar lögreglu- mönnum er fjölgað. Borgar þá lögregla sig? Já, án nokkurs vafa borgar lög- regla sig fyrir samfélagið. Og öflug lögregla sem sinnt getur fyrirbyggj- andi aðgerðum borgar sig betur en veik lögregla. Sömu spurningu verður þó að svara neitandi ef þú ert lögreglu- maðurinn! Ótal önnur störf í sam- félaginu munu borga sig mun betur fyrir þig en lögreglustarf! Lögreglulögin kveða á um hlut- verk lögreglu. Þar er hins vegar ekki um neina innihaldslýsingu þess fjölbreytta starfs að ræða. Verkefni lögreglu eru daglega meðal helstu frétta fjölmiðlanna og hafa verið út- skýrð ágætlega af lögreglumönnum undanfarið og verða því ekki tíund- uð hér. En sem lögreglumaður er líklegt að þú vinnir vaktavinnu eða bak- vaktir. Þú þarft að halda þér í góðu líkamlegu og andlegu formi og þola við í stífu og aðhaldsríku skipulagi. Líklegt er að þú verðir fyrir meiðslum í störfum þínum og að þú verðir oft fyrir óverðskulduðum sví- virðingum en þess er krafist að þú gætir ávallt hlutleysis og óhlut- drægni í hvívetna. Fyrir störfin þarftu að vera tilbúinn að sætta þig við mánaðarlaun sem dregist hafa aftur úr viðmiðunarstéttum og eru nú á pari við láglaunastéttir. Sálar- tetrið mun þó hressast á tyllidögum þegar lögreglu eru þökkuð störfin. Og dýrmætt er að finna jákvætt við- horf almennings til lögreglu. En þú munt læra að treysta ekki orðum stjórnmálamanna. Laga þarf kjör lög- reglumanna strax Mér finnst hlutverk lögreglu mikilvægt og vil sjá að laun lög- reglumanna verði leiðrétt strax og fjölgað í liði þeirra. Það þarf vel þjálfaða lögreglu til að sinna hlut- verkinu á faglegan hátt. Og það þarf hvetjandi umhverfi fyrir hæft fólk til að ganga til liðs við lögregluna. Ég tel þróunina undanfarin ár óheilla- vænlega. Mér finnst lögreglan ekki metin að verðleikum. Í mínum huga þarf verulega fjármuni til að rétta af það sem undanfarin ár hefur stöðugt verið að versna. Og ég fæ ekki séð hvernig heillavænlegt getur talist að láta hlutina þróast áfram með sama hætti. Ég er 44 ára, kvæntur og á tvö börn. Ég er með BA-gráðu í mann- fræði frá HÍ með líffræði sem auka- grein og les nú afbrotafræði í fram- haldsnámi við HÍ. Ég lauk lögreglu- skólanum með ágætiseinkunn, hef tekið fjölmörg námskeið tengd starfinu og hef áunnið mér sérhæf- ingu sem ég tel nýtast samfélaginu vel. Ég hef starfað í lögreglunni í 14 ár. Ég er rannsóknarlögreglumaður með starfsstöð í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Líkt og mjög margir lög- reglumenn upplifi ég vinnuna sem sífellt, ábyrgðarmikið og krefjandi kapphlaup. Ég finn verulega fyrir auknu álagi. Fjárveitingar til lög- reglunnar hafa hvergi fylgt veldis- vextinum í umfangi verkefnanna, í því er bara ekki heil hugsun! Mér finnst geta lögreglu til að ná utan um verkefnin hafa minnkað óvið- unandi mikið. Ég er tilbúinn að skoða atvinnutilboð og skipta um starfsvettvang breytist kjör lög- reglumanna ekki. Borgar löggæsla sig? Eftir Eirík H. Sigurjónsson Eiríkur H. Sigurjónsson »Hún er hornsteinn lýðræðislegs réttar- ríkis sem ekki þrífst án hennar. Virði lögreglu í því sambandi er ómet- anlegt. Höfundur er rannsóknarlögreglumaður. Plógur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.