Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 24
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Umræður hafa skapast um ættar- tengsl og ættarveldi í stjórnmálum eftir að Justin Trudeau varð í vik- unni forsætisráðherra Kanada. Hann er sonur Pierres Trudeaus sem var forsætisráðherra landsins í sextán ár, frá 1968 til 1979 og aftur frá 1980 til 1984. Í landinu búa tæp- lega 36 milljónir manna, þannig að þröngt mannval ræður því ekki að svo nátengdir menn verða leiðtogar með aðeins um þrjátíu ára millibili. Bush og Clinton Bent hefur verið á að í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum muni valið líklega standa á milli frambjóðendanna Jebs Bush og Hillary Clinton. Jeb er sonur George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og bróðir George Bush yngri, sem einnig var forseti. Clinton er eiginkona Bills Clintons, fyrrverandi forseta. Stjórnmálafjölskyldur hafa alla tíð verið áberandi vestanhafs og fleiri dæmi um það frá fyrri tíð að synir Bandaríkjaforseta hafi einnig orðið forsetar. Þá hafa ákveðnar ættir verið mjög valdamiklar í bandarísk- um stjórnmálum, svo sem Roose- velt-ættin, Kennedy, Rockefeller, Harrison og Adams. Hafa þessar ættir átt menn á forsetastól, í ráð- herraembættum og á þinginu. Fjölskyldu- og ættartengsl hafa einnig verið áberandi í stjórnmálum á meginlandi Evrópu og á Norður- löndum. Er ekki óalgengt að dætur og þó einkum synir feti í fótspor feðra sinna sem setið hafa á þingi eða gegnt ráðherraembættum. Hermann og Steingrímur Eitt dæmi er um það í íslenskri stjórnmálasögu að barn forsætis- ráðherra hafi fetað í fótspor for- eldris og orðið forsætisráðherra. Steingrímur Hermannsson var for- sætisráðherra á árunum 1983 til 1987 og aftur frá 1988 til 1991. Fað- ir hans, Hermann Jónasson, var forsætisráðherra frá 1934 til 1942 og aftur 1956 til 1958. Guðmundur sonur Steingríms situr á þingi og var til skamms tíma formaður Bjartrar framtíðar. Ekki þarf að koma á óvart að hann hafi metnað til að feta í fótspor föður síns og afa. Stjórnmálaættir Hér á landi hafa ákveðnar fjöl- skyldur og ættir verið meira áber- andi en aðrar á vettvangi stjórn- málanna. Svo hefur verið allt frá því að Alþingi var endurreist á 19. öld. Undir lok 19. aldar var t.d. Briemsættin mjög áhrifamikil á þingi. Sátu þrír bræður samtímis á þingi. Á 20. öld kvað mest að ættunum Hafstein, Thors og Engeyingum sem enn eru áberandi í stjórn- málum. Bjarni Benediktsson, sem var forsætisráðherra frá 1964 til 1970, er afabróðir Bjarna Bene- diktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Dóttir Bjarna eldri, Valgerður, sit- ur á þingi fyrir Samfylkinguna. Benedikt, afi Valgerðar og langafi Bjarna, sat á Alþingi á fyrri hluta síðustu aldar og var þá í hópi nafn- kunnustu forystumanna í sjálfstæð- isbaráttunni. Björn Bjarnason, sem var menntamálaráðherra og síðar dómsmálaráðherra í nokkur ár, er bróðir Valgerðar og sonur Bjarna eldri. Ættarveldi í Alþýðuflokknum Ættarveldi einkenndi Alþýðu- flokkinn sáluga lengi vel. Nefna má að Jón Baldvin Hannibalsson var sonur Hannibals Valdimarssonar sem var ráðherra í vinstristjórn- unum 1956 til 1958 og 1971 til 1974, og bróðursonur Finnboga Rúts Valdimarssonar, sem sat á þingi fyrir Sósíalistaflokkinn. Vilmundur Gylfason, sem var dómsmálaráð- herra um hríð, var sonur Gylfa Þ. Gíslasonar, flokksformanns og ráð- herra. Jóhanna Sigurðardóttir er dóttir Sigurðar Egils Ingimundar- sonar, þingmanns Alþýðuflokksins. Faðir Sigmundar á þingi Fleiri núverandi þingmenn en Bjarni Benediktsson eiga forfeður eða nákomna ættingja sem setið hafa á þingi. Núverandi forsætis- ráðherra, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, er sonur Gunnlaugs Sig- mundssonar sem sat á Alþingi 1995 til 1999. Katrín Jakobsdóttir, for- maður VG, er af Thoroddsen-ætt, sem átt hefur marga fulltrúa á þingi. Svandís Svavarsdóttir, þing- maður VG, er dóttir Svavars Gests- sonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra. Þannig mætti lengi telja. Í fótspor foreldra og frænda  Nýr forsætisráðherra Kanada er sonur fyrrverandi forsætisráðherra  Ættartengsl eru áberandi meðal stjórnmálamanna víða um heim  Eitt dæmi er um feðga á stól forsætisráðherra á Íslandi . Í fótspor föðurins Nýr forsætisráðherra Kanada fagnar kosningasigri. Bjarni Benedikts- son eldri Bjarni Benedikts- son yngri Hermann Jónasson Steingrímur Hermannsson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 PI PA R\ TB W A • SÍ A Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 15-50% afsláttur af umgjörðum ÚTSALA www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnurgegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt aðminnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong „Loftsteinadrífan hefur verið í gangi síðustu tvær nætur og verður aftur í nótt. Hún er í hámarki núna,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnar- ness og einn af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins. Að undanförnu hefur loftsteina- drífa, sem kallast Óríonítar, svifið yfir himingeim- inn. Drífan er ár- leg og hægt að sjá í kringum 20 loft- steina á klukku- stund, sé heiður himinn. Engin tæki þarf til að sjá þessa drífu heldur duga augun. Sæv- ar segir að gott sé að miða á Fjósa- kerlingarnar þrjár sem flestir þekkja á himnum. „Það er best að sjá þetta á morgn- ana þó að drífan sjáist alveg á kvöld- in. Það er betra að vakna snemma en vaka lengi og horfa þá í áttina að Óríon, sem flestir þekkja sem Fjósa- kerlingarnar þrjár. Það getur verið þolinmæðisverk að fylgjast með stjörnum en núna tekur um hálftíma til klukkutíma að fylgjast með.“ Óríoníta má rekja til rykslóðar sem halastjarnan Halley hefur skilið eftir sig á ferðalögum sínum inn í innra sólkerfið. Drífan dregur nafn sitt af stjörnumerkinu Óríon. Hún er önnur tveggja loftsteinadrífa sem rekja má til halastjörnu Halleys. Hin er Eta Aquarítar sem sést í maí. „Þetta er minniháttar drífa en ár- leg. Besta drífan er í kringum des- ember sem kallast Geminítar, þá er hægt að sjá bjartari stjörnuhröp og mun fleiri, jafnvel 10-20 á hálftíma eða eitt á mínútu.“ benedikt@mbl.is Vakna snemma frekar en að vaka  Loftsteinadrífan Óríonítar í hámarki Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sjónarspil Himinninn skartar fögru sjónarspili bæði kvölds og morgna. Sævar Helgi Bragason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.