Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 92
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. „Mestu lygar sem ég hef heyrt“ 2. Kennsl borin á lík mæðgna 3. 18 stiga frost og snjór á Akureyri 4. 25 þúsund króna launahækkun »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Steinar Bragi er sagður vera rithöf- undurinn á bak við dulnefnið Eva Magnúsdóttir, sem er skrifuð fyrir skáldsögunni Lausninni. Þetta kom fram á Smartlandi Mörtu Maríu á mbl.is í gærkvöldi. Forlagið gaf bók- ina út á dögunum en hún komst í há- mæli þegar blaðakona á Fréttatím- anum var blekkt þegar hún tók viðtal við meinta Evu Magnúsdóttur. »82 Steinar Bragi sagður Eva Magnúsdóttir  Samúel Jón Samúelsson Big Band heldur tón- leika í Gamla bíói í kvöld kl. 21. Hljómsveitin leik- ur frumsamda fönktónlist sem er undir áhrifum frá nígerísku afró- bíti, eþíópískum djassi, brasilískum sambatöktum, bandarísku fönki og stórsveitardjassi í bland við íslenska eyjarskeggjaþrjósku. SJSBB heldur tón- leika í Gamla bíói  Vídeóverk eftir 20 listamenn verða sýnd í kvöld frá kl. 21 á Bólfestusýn- ingu Ekkisens á Bergstaðastræti 25. Verkin verða sýnd hvert á eftir öðru og nefnist viðburðurinn Vídjóból og er aðgangur að honum ókeypis. Ekki- sens Bólfesta er önnur hústökusýn- ingin sem Ekkisens listrými stendur fyrir. Vídeóverkakvöld á sýningu Ekkisens Á föstudag Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig. Gengur í norðan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri norðvestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-18 m/s sunnanlands undir kvöld og bætir í rigningu og slyddu á þeim slóðum. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig yfir daginn. VEÐUR „Liðsfélagar mínir stríddu mér á æfingunni í gær á að líklega hefði Aron ætlað að hringja í nafna minn, Arnar Frey Ársælsson, sem spilar líka með Fram en þetta var létt spaug hjá þeim,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson, sem er kominn í landsliðshóp Ís- lands í handknattleik, að- eins 19 ára gamall, en hann gerði það gott með U19 ára landsliði Íslands fyrr á þessu ári. »4 Ætlaði að hringja í nafna minn „Lið þeirra er svolítið óskrifað blað þar sem það hefur ekki spilað neinn alvöruleik á árinu. En það sem við gerum fyrst og fremst er að einbeita okkur að okkar eigin liði og hvað við ætlum að gera í leiknum. Mikilvægast er að við höldum bara áfram að spila okkar leik og þetta eru þrjú mikilvæg stig sem við þurfum að sækja,“ segir Margrét Lára, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, fyrir leik- inn gegn Makedóníu í Skopje í dag. »3 Einbeitum okkur fyrst og fremst að eigin liði Jón Guðni Fjóluson knattspyrnumaður er á förum frá Sundsvall í Svíþjóð. Hann var á dögunum tekinn út úr byrj- unarliðinu og miðað við samskipti hans við þjálfara liðsins virðist sú ákvörðun hafa verið tekin af stjórn félagsins. „Hann setti mig á bekkinn og sagði mér að það væri ekki út af lélegri spila- mennsku. Eitthvað meira virðist því vera á bak við það,“ segir Jón Guðni. »1 Stjórnin setti Jón Guðna á bekkinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Raggi Bjarna syngur með Senjór- ítunum á hausttónleikum kórsins í Seltjarnarneskirkju á laugardag og Ragna Bjarnadóttir og Sigrún Ósk Ingadóttir syngja einsöng. „Ég hef aldrei sungið með svona mörgum konum,“ segir Raggi um 70-80 kvenna kórinn. „Þetta er svona ömmukór,“ segir Kolbrún Valdimarsdóttir, formaður Senjórítanna, en á dagskrá verða gamlir slagarar og létt og skemmti- leg dægurlög. Raggi syngur níu lög með kórnum. „Við tökum mörg af þessum gömlu og góðu lögum,“ áréttar hann. Kolbrún segir að vegna þess að mikið framboð sé á vortónleikum hafi kórinn ákveðið að vera með hausttónleika í fyrra og hafi það gef- ist vel. Þess vegna væri nú haldið áfram á sömu braut. „Við sláum líka tvær flugur í einu höggi með því að halda upp á 20 ára afmæli kórsins um leið.“ Kórinn æfir að jafnaði einu sinni í viku frá september út maí en vegna tónleikanna, sem hefjast kl. 16, verð- ur þriðja æfingin í þessari viku í kvöld. Agota Joó stakk upp á því að fá Ragga Bjarna til að syngja með kórnum og Kolbrún segir að það sé skemmtileg nýbreytni að syngja með honum. Raggi á Sögu annað kvöld „Þær syngja eins og englar,“ segir Raggi um Senjóríturnar. „Það er ótrúlegt hvað Agota hefur náð út úr þeim.“ Hann segir að verkefnið sé mjög skemmtilegt og þeim hafi gengið vel á æfingum. „Þetta er hörkudjobb,“ segir söngvarinn sí- ungi, sem hefur sjaldan verið eins önnum kafinn, en hann skemmtir ásamt Helenu Eyjólfsdóttur og Ara Jónssyni á Söguballi á Hótel Sögu annað kvöld. Senjóríturnar hafa farið reglulega í æfingabúðir og sungið víða. Kon- urnar eru á misjöfnum aldri, þær yngstu um sextugt og þær elstu á tí- ræðisaldri. „Það er ótrúlegur kraftur í þessum konum og þær láta sig aldr- ei vanta enda er ekki allt búið þó að við eldumst. Útsetningar Vilbergs, eiginmanns Agotu, eru skemmti- legar og öðruvísi, en hann hefur spil- að með kórnum frá því Agota byrjaði að stjórna honum,“ segir Kolbrún. „Það eru mikil raddgæði í þessum kór,“ heldur hún áfram og bætir við að konur sæki í kórinn ekki aðeins söngsins vegna heldur félagsskap- arins. „Það er gaman að syngja og félagsskapurinn er góður. Auk þess erum við með frábæran stjórnanda og sólin kemur alltaf inn, þegar Agota birtist. Einnig gefur það ynd- islega samkennd að syngja saman í kór.“ Senjórítur með Ragga Bjarna  Söngvarinn: „Þær syngja eins og englar“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Undirbúningur Kolbrún Valdimarsdóttir, Raggi Bjarna og Agota Joó með kórnum á æfingu í gær. Margrét Pálmadóttir, þáverandi kórstjóri Kvennakórs Reykjavík- ur, stofnaði Senjóríturnar, kór fyrir konur 60 ára og eldri, haustið 1995. Rut Magnússon var fyrsti kórstjórinn og lagði grunninn. Sigrún Þorgeirsdóttir tók við 2000, en Agota Joó frá Ungverjalandi hefur stjórnað kórnum síðan 2006. Vilberg Viggósson útsetur og leikur und- ir á píanó. Tilgangurinn með stofnun kórsins var að gefa konum tæki- færi til að halda áfram að syngja eftir sextugt. Kórinn hefur alla tíð tengst Kvennakór Reykjavík- ur og stundum sungið með hon- um, næst á jólatónleikum í Breiðholtskirkju 3. desember, en flestar konurnar hafa áður sung- ið með hinum ýmsu kórum um árabil. Á fyrstu tónleikum Senjórít- anna, sem voru með Kvennakór Hafnarfjarðar 1996, sungu 25 Senjórítur, en mikil ásókn hefur verið í kórinn undanfarin ár og nú eru um 70 til 80 konur í hon- um. Kór fyrir 60 ára og eldri UM 70 TIL 80 KVENNA KÓR ÚT FRÁ KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.