Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ný ljóðabók Óskars Árna Ósk- arssonar nefnist Blýengillinn. Er það hann sjálfur? „Reyndar ekki,“ svarar hann hikandi, eins og spurningin komi honum á óvart. Bætir svo við: „En kannski er eitthvað af sjálfum mér í honum. Titillinn á bókinni, og samnefndu ljóði í henni, er þannig til kominn að ég var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningar- síðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ég var svo uppnuminn yfir þessum fundi að það varð til ljóð á göngunni heim – það er síðasta ljóðið í bók- inni.“ – Er þetta dæmigert, að ljóðin verði til eftir svona skyndikynni skálds og upplifunar? „Það kemur fyrir, já. Maður fangar eitthvað á rölti um bæinn, einhverjar myndir. Að vissu leyti er maður eins og ljósmyndari sem smellir af, en það koma orð í stað- inn fyrir mynd.“ – Bæjarröltið hefur lengi verið þér gjöfult. Hér eru allskonar ljóð- myndir af stöðum og uppákomum. „Það er vissulega rauður þráður í mínum bókum að ég yrki um staði. Ég er sjálfsagt einn fárra ís- lenskra skálda sem hafa ort mikið um iðnaðarhverfi. Ég hef til að mynda ort nokkuð um Skemmu- veginn í Kópavogi og svæðið þar í kring. Ég finn ekkert síður eitt- hvað ljóðrænt í iðnaðarhverfum en í gamla miðbænum,“ segir hann. Vinnan háir ekki mikið Óskar Árni hefur á síðustu ára- tugum sent reglulega frá sér at- hyglisverðar frumortar ljóðabækur og þýðingar; hann hefur réttilega verið kallaður meistari smáprósans og er sannkallaður málsvari hvunn- dagsins í ljóðheimum. Í þessari nýju bók kinkar hann til að mynda kolli til ýmissa skáldsystkina eins og við ræðum þar sem við sitjum á hótelbar í austurbænum og ég hef truflað skáldið við yfirlestur á verkefnum háskólanemanda. „Það atvikaðist einhvernvegin þannig að mér þóttu þessi ljóð sem þú nefnir vísa hvert á sinn hátt í viðkomandi skáld,“ segir hann. „Og í lokayfirferð yfir handritið ákvað ég að tileinka þessi ljóð Geirlaugi Magnússyni, Degi Sigurðarsyni, Baldri Óskarssyni og fleirum.“ Óskar Árni segist gjarnan skipta vinnu dagsins. „Ég yrki eða skrifa eigin prósa bara á morgnana en er svo frekar að þýða eftir hádegi. En ég er ógurlega latur og skrifa ekki núorðið nema svona þrjá tíma á dag. Það er alveg nóg, svo fer ég út, í einhverja göngu um bæinn.“ – Þú ert nú líka stundum að vinna í Þjóðarbókhlöðunni. „Já, ég vinn það sem bókavörður í hlutastarfi og þar hitti ég skemmtilegt fólk. Vinnan háir mér ekki mjög mikið,“ segir hann og glottir. Árlega til Manchester Í bókinni steypir hann saman hækum, örtextum og prósum. „Þetta eru ljóð frá síðustu þrem- ur til fjórum árum. Þarna eru hálf- gerð örljóð, einhendur eins og ég kalla það, meira að segja ein ósýni- leg hæka – hún sést ekki og ég get því ekki lesið hana fyrir þig! Svo eru í bókinni það sem ég hef kallað smáprósa en má eins heita örsaga eða prósaljóð, það er skilgreining- aratriði. Þetta er allt skáldskapur.“ Í bókina hefur hann valið að skella sem kafla með myndljóðum sem hann gerði á sínum tíma á Sil- ver Reed-rafmagnsritvél og komu út í sérprenti af tímaritinu Bjartur og frú Emilía árið 1997. Um það segir Óskar að svolítið hafi verið spurt um þessi ljóð, til dæmis í skól- um, og því fannst honum kjörið að birta hér úrval þeirra. „Hluti þessara myndljóða hefur birst í tímariti en mér fannst sjálf- sagt að hafa þau í bók. Svo átti ég nokkur til sem aldrei birtust. En þetta er líklega endanlegt, því allir borðar í gömlu Silver Reed- ritvélinni eru löngu þornaðir. Reyndar urðu tvö til úti í Man- chester á dögunum. Þar kom ég inn í skemmtilega bókabúð þar sem boðið var upp á að yrkja á gamlar Remington-ritvélar. Ég sat þar í svona hálftíma og til urðu tvö ljóð. Það kom mér á óvart, ég hélt að þetta væri búið! En nú verð ég að fara árlega til Manchester til að setjast inn í þessa bókabúð og yrkja á þessa gömlu Remington-vél.“ – Meðan þeir eiga blekborða. „Já, en ætli að þetta fari ekki að breytast eins og margt annað. Mig grunar að ritvélin kunni að draga yngra fólk svolítið til sín. Það kæmi mér ekki á óvart að aftur yrði farið að framleiða ritvélar, eins og allt í einu varð vínyllinn vinsæll í plötu- bransanum. Það er viss sjarmi yfir ritvélinni og gamla letrinu sem er ekki beint hægt að ná í tölvu. Fyrir utan að það þarf að hamra á ritvél og þá finnst mér ákveðinn taktur koma í fingurna …“ – Eru ljóð nokkuð eins og gamall ritvélarborði sem er að þorna upp og hættir að fást eða sjást? „Nei, það held ég ekki. Ég held að dauði ljóðsins liggi ekki í loftinu, ekki frekar en dauði tónlistar eða myndlistar. Auðvitað eru sum tímabil daufari en önnur í ljóðlist en svo kemur aft- ur ris og nú finnst mér mikið af ungu fólki vera að yrkja og gefa út, og ég tel að það sé töluverð gróska í ljóðlistinni. Út eru að koma margar góðar ljóðabækur eftir þekkt og minna þekkt skáld.“ Fjórar bækur í ár Þetta hefur líka verið gjöfult ár fyrir Óskar Árna: fjórar bækur koma út hjá fjórum útgáfum. „Sú fyrsta var Dagbók frá Kúbu árið 1983, sem kom út hjá Tungl- forlaginu. Ég var að vinna þar fyrir byltinguna þetta ár og hélt þá dag- bók – þetta er nánast hin upp- haflega dagbók. Þá komu út hjá 1005 tímaritröðinni þýðingar mínar á örsögum eftir Thomas Bernhard, austurríska snillinginn. Nú var Blýengillin að koma út og loks er von á einni sem Sæmundur á Sel- fossi gefur út. Hún nefnist Fjörutíu ný og gömul ráð við hversdags- legum uppákomum. Og eru aðallega ný ráð.“ – Þú ert svona náungi sem hikar ekki við að gefa öðrum ráð um hvernig þeir eigi að haga lífi sínu. „Já, þetta eru heilræði sem von- andi geta komið ýmsum til góða, eins og þetta: Stundum missir mað- ur af strætó. Þá er ráð að vera með leiðarvísi um orðasöfnun eftir Þór- berg Þórðarson í frakkavasanum. Eða: Stundum er hjólinu þínu stolið. Þá er ráð að draga stöðu- mælavörðinn á tálar. Nokkur af þessum ráðum birtust í smáritaflokki Smekkleysu sem við Bragi Ólafsson ritstýrðum hér um árið.“ – Í þessum ráðum, eins og mörg- um öðrum verkum þínum er ein- hver furðuleg blanda af hversdags- veruleika, raunsæi, og absúrdisma. „Það má vera. Ég hef verið undir nokkrum áhrifum frá ýmsum fjar- stæðuhöfundum, eins og Beckett, Cortázar, Borges og fleirum slík- um. Þetta rennur allt svolítið sam- an, hversdagsleikinn og fjarstæða. En svona er líka heimurinn sem við lifum í. Maður þarf bara að koma auga á hið undarlega í tilverunni og festa það niður. Skáldin þurfa að geta gegn- umlýst og lyft gráum hversdags- leikanum svolítið upp.“ „Maður fangar eitthvað á rölti“  „Maður þarf bara að koma auga á hið undarlega í tilverunni og festa það niður,“ segir ljóðskáldið Óskar Árni Óskarsson  Ný bók hans nefnist Blýengillinn en sá fannst á Meistaravöllum Morgunblaðið/Einar Falur Hversdagsskáld „Skáldin þurfa að geta gegnumlýst og lyft gráum hversdagsleikanum svolítið upp,“ segir Óskar Árni Óskarsson. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.